Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 4

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 4
Ljósmynd: Björn Erlingsson Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja? Þegar þessi grein er skrifuð er undirbúningur í fullum gangi fyrir opinn fund Öryrkja- bandalags íslands (ÖBÍ) 13. apríl um kjör öryrkja með þeim framboðum til Alþingiskosninga, sem bjóða fram á landsgrundvelli. Fulltrúar framboðanna voru beðnir um að svara spurn- ingum um hvernig þeir ætla að bæta kjör öryrkja á komandi kjörtímabili. Boðsbréf voru send öllum framboðum sem hafa boðið fram á landsvísu og komnir eru með lista- bókstaf. Með boðsbréfinu fylgdu fimm spurningar varðandi kjaramál öryrkja sem Kjarahópur ÖBÍ tók saman. Framboðin voru beðin um að svara spurn- ingunum skriflega og senda til ÖBÍ fyrir 3. apríl og sendu ellefu framboð inn svör. Hægt er að sjá bréfið í heild með spurningunum á vef ÖBÍ www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1334 Hér eru birt svör framboðanna við fyrstu spurn- ingunni. Svörum er raðað í stafrófsröð eftir fram- boðum. Hægt er að sjá öll svörin á vef ÖBÍ. Styður þitt framboð að kjara- og réttinda- skerðingar lífeyrisþega, sem innleiddar voru árið 2009 verði afturkallaðar og leiðréttar afturvirkt? Ef já, hvernig og hvenær? Alþýðufylkingin Já við styðjum það og teljum að leiðréttingin geti átt sér stað strax með ákvörðun Alþingis í formi sérstakra laga. Björt framtíð Björt framtíð vill bæta kjör lífeyrisþega eftir öllum þeim leiðum sem tiltækar eru. Framboðið getur hins vegar ekki tekið afstöðu til spurningar sem þessarar, til útfærslu og dagsetninga, án þess að vita hver kostnaður er og hvernig honum yrði mætt. Annað væri óábyrgt. Framboðið er þó allt af vilja gert. Einnig er hugsanlegt að kjarabótum megi ná eftir öðrum leiðum en að afturkalla þær breytingar sem gerðar voru árið 2009, t.d. með því að klára endurskoðun á almannatryggingakerfinu og koma kjarabótum þannig til leiðar í gegnum breytingar á kerfinu öllu, sem væru þá til þess fallnar að bæta kjör þeirra efnaminnstu og gætu jafnframt haft það að augnamiði að auka virkni öryrkja á vinnumarkaði og þar með tækifærum til tekjuöflunar. Dögun Já, Dögun gerir það. MargrétTryggvadóttir, þing- maður og oddviti Dögunar í Suðvestur-kjördæmi hefur þegarflutt þingmál sem leiðréttir skerðing- arnar: www.althingi.is/altext/141 /s/0573.html. Þá

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.