Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 15

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 15
sólarhringssamning. Aðstoðarfólkið okkar hætti að vera verktakar og urðu almennir launþegar auk þess sem við fengum greitt fyrir umsýslu, sem ekki hafði verið áður (í fyrsta sinn). Hefur NPA leyst af önnur þjónustuúrræði í ykkar tilfelli? Já, NPA þjónusta leysir meðal annars af skamm- tímavistun, ferðaþjónustu, liðveislu og stuðnings- foreldra. Ragnar getur illa nýtt sér þess háttar úrræði vegna langvinnra veikinda hans og sér- hæfðrar umönnunar þannig að NPA er honum og fjölskyldu hans algjörlega nauðsynleg þjónusta. í okkar tilfelli hefur NPA minnkað þörf fyrir heima- hjúkrun og fækkað spítalainnlögnum svo um munar. Hvað leggur þú mesta áherslu á varðandi framtíð Ragnars Emils? Okkar helsta takmark er það að Ragnar Emil njóti sömu réttinda og hvert annað landsbarn og síðar sem fullorðinn einstaklingur. Ég vil að hann fái að stjórna lífi sínu sjálfur, það er hvar hann vill búa í framtíðinni, með hverjum hann býr, í hvaða nám hann vill fara og hvernig lífsstíl hann vill móta sér. Á meðan hann býr í foreldrahúsum vil ég að hann njóti sín sem einstaklingur og fái að upplifa sig sem fullgildan fjölskyldumeðlim en ekki sem ein- hvers konar byrði. Með NPA nýtur Ragnar og fjöl- skylda hans sama frelsis og aðrir og lifir þar með sjálfstæðu lífi. Hvað viltu ráðleggja þeim sem reyna að fá NPA samning? Að vita hvað þau vilja. Ekki vera hrædd við að gera kröfur um eigið líf. Sumir gera svo litlar kröfur, fólki finnst það komast af með svo rosalega lítið því það eru vant því. Margir hafa verið kúgaðir af samfélaginu svo lengi. Samfélagið passar einum of vel upp á það að fatlað fók sé þakklátt fyrir það litla sem það hefur. Því miður hafa skilaboðin náð í gegn til alltof margra og stór hópur fatlaðs fólks finnst það virkilega vera minna virði en annað fólk. Það sættir sig við skert mannréttindi af ótta við að missa það litla sem það hefur. Því er afar mikilvægt að fólk sé vel upplýst, ekki hrætt við að biðja um þá aðstoð sem það þarf og vera óhrætt við að nota staði eins og NPA miðstöðina sem veitir persónulega ráðgjöf til alls fatlaðs fólks óski það eftir því. TÍMARIT ÖBÍ

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.