Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 24
Hvernig sér framboð þitt fyrir sér að uppfylla sem best ákvæði sáttmálans um bann við mismunun gegn fötluðu fólki á öllum sviðum samfélagsins? Alþýðufylkingin Banni við mismunun þarf að fylgja eftir með margvíslegum aðgerðum og á öllum sviðum. Bæði með réttarfarslegri málafylgju og einnig með aukinni meðvitund í samfélaginu. Mikilægt er að tilvik mismununar séu viðurkennd og þeim ekki sópað undir teppið. Það er alltaf fyrsta skrefið til leiðréttingar, og viðhorfsbreytinga. Hvað réttar- farið snertir má benda á að Alþýðufylkingin hefur á sinni stefnuskrá að úrskurður í ágreiningsmálum verði að kostnaðarlausu fyriraðila þannig að rétt- arfarið ráðist ekki af fjárhagsstöðu. Björt framtíð Gera þarf lagabreytingar í þeim anda, t.d. með með því að bæta fötlun inn í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eins og stjórnlagaráð lagði til og að hafa þannig áhrif á lög um málefni fatl- aðs fólks að þau verði ekki eingöngu þjónustulög heldur snúist um réttindi fatlaðs fólks. Hins vegar þarf að fara í beinar aðgerðir á mörgum sviðum samfélagsins, t.d. með því að lögfesta og innleiða notendastýrða persónulega aðstoð. Dögun Við í Dögun viljum koma í veg fyrir mismunun með lögum eftir því sem mögulegt er. Má þar nefna að setja þarf lög sem leggja bann við mis- munun á vinnumarkaði í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins þar að lútandi. Slík lög þurfa að ná yfir bæði beina og óbeina mismunun á hinum opinbera og almenna vinnumarkaði og eiga að taka til aðgangs að störfum, ráðninga og uppsagna, launa og annarra starfskjara o.fl. Dögun tekur undir tillögur starfshóps um full- gildingu samningsins um fólk með fötlun og vill beita sér fyrir því að almenn ákvæði um bann við mismunun í ýmsum lögum tiltaki sérstaklega að óheimilt sé að mismuna á grundvelli fötlunar. Við gerum okkur grein fyrir að við munum aldrei getað komið í veg fyrir óbeina mismunun með lagasetningu einni saman. Það þarf líka að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir mismunun möguleika að leita réttar síns. Ýmsar kæruleiðir eru til vegna mismununar hjá hinu opinbera og Dögun er já- kvæð fyrir þeirri hugmynd að mótuð verði sér- stök kæruleið fyrir þá sem verða fyrir mismunun á hinum almenna vinnumarkaði. Þá er einnig Ijóst að við þurfum að efla viðhorfsbreytingu og

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.