Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 22
TÍMARIT ÖBÍ
framtal. Þetta fyrirkomulag leysir ekki vanda
þeirra sem ekki eiga fyrir upphafskostnaði. Stuðn-
ingur þarf að ná til þessa hóps á þeim tíma sem
lyfjakaupin fara fram.Tekjuviðmið reglugerðar-
innar hefur verið óbreytt frá 2005 og hefur því
ekki komið að notum nema í undantekningartil-
vikum undanfarin ár. Fjárhæðir og tekjumörk hafa
loksins verið uppfærð og taka gildi 4. maí næst-
komandi, sama dag og nýtt greiðsluþátttökukerfi
lyfja. Veruleg hækkun tekjuviðmiða erforsenda
þess að reglugerðin geti nýstfólki með lágar
tekjurog mikinn heilbrigðiskostnað.
kostnaður er óásættanlegur í Ijósi þess að
greiðslugeta fólks hefur minnkað í kreppunni á
meðan heilbrigðiskostnaður hefurfarið hækk-
andi. Vert er að hafa í huga að lyf er aðeins einn
útgjaldaliður fólks í heilbrigðiskerfinu en mjög
margir þurfa einnig að greiða kostnað vegna
ýmissa hjálpartækja sem fylgja lyfjagjöfum ásamt
öðrum hjálpartækjum, sjúkraþjálfun, tal- og iðju-
þjálfun, rannsóknum, læknisheimsóknum ásamt
öðru. Setja þarf þak á heilbrigðiskostnað til að
tryggja það að fólkfái þá þjónustu sem það þarf
nauðsynlega á að halda.
Uppbæturá lífeyri
Önnur leið sem vísað er til, er uppbót vegna mik-
ils lyfja- og lækniskostnaðarfyrir lífeyrisþega með
lágar tekjur. ÖBÍ hefur margsinnis bent á að sífellt
færri lífeyrisþegarfá greidda uppbótá lífeyri á
sama tíma og lífeyrisþegum hefurfjölgað.Tekju-
viðmiðið fyrir uppbótina, 200.000 kr. á mánuði
fyrir skatt, hefur verið óbreytt í nokkur ár og því
fá sífellt fleiri lífeyrisþegar, með engar eða mjög
lágar aðrar tekjur en greiðslur almannatrygginga,
ekki uppbót á lífeyri þrátt fyrir að uppfylla skilyrði
um umtalsverðan lyfjakostnað. (Sjá grein íVefriti
ÖBÍ2012,2. tbl.)
Greiðsludreifíng?
í frumvarpinu er jafnframt bent á að hægt verði
að koma til móts við tekjulága einstaklinga með
því að bjóða upp á greiðsludreifingu en engin
leið er gefin upp í því sambandi. Ólíklegt er að
apótekin séu tilbúin til að lána viðskiptavinum
sínum fyrir lyfjakostnaði, enda eru þau ekki lána-
stofnanir. Eina greiðsludreifingin sem mögulega
kæmi til greina er með greiðslukorti með tilheyr-
andi kostnaði. Mikilvægt er að hafa í huga að fjöl-
margir tekjulágir einstaklingar, s.s. lífeyrisþegar,
eiga ekki greiðslukort og því er þessi leið ekki
raunhæffyrir þá.
Minnka magn lyQa sem afgreitt er hverju sinni
Að auki er lagt til í frumvarpinu að minnka magn
lyfja sem afgreidd eru hverju sinni. Slíkt fyrir-
komulag er bæði óhagkvæmara og kallar á að fólk
þurfi að fara oftar í apótek. Ef fólk þarf að fá lyfin
sín send heim þarf að greiða kostnað vegna þess.
Að auki eru ekki öll lyf til í minni pakkningum.
Hver er stefna stjórnvalda?
Ljóst er að með nýju kerfi mun lyfjakostnaður
lækka hjá sumum en aukast hjá mörgum. Meiri
Stjórnvöld þurfa að svara eftirfarandi
spurningum:
• Hversu hátt hlutfall af tekjum fólks er eðlilegt að
fari í lyfjakostnað og annan kostnað í heilbrigðis-
kerfinu?
• Hvernig á að standa vörð um fólk með mikinn
kostnað að staðaldri sökum fötlunar eða heilsu-
brests?
Eins og áður sagði geta öryrkjar með mjög dýr lyf
þurft að greiða allt að 48.149 kr. við fyrstu lyfja-
kaup sem er ansi há upphæð þegar haft er í huga
að öryrkjar sem búa einir og eru einungis með
bætur almannatrygginga fá útborgað um kr.
180.000 á mánuði. Af þeirri upphæð er 48.149 kr.
um 26,7% af útborguðum tekjum. Eins og gefur
að skilja getur fólk þurft að fara til sérfræðilæknis
og í rannsókn áður en komið er í apótekið til að
leysa út lyf. Því getur enn hærra hlutfall ráðstöfun-
artekna farið í heilbrigðiskostnað á stuttum tíma.
Er það ásættanlegt í þjóðfélagi sem vill kenna sig
við norrænt velferðarkerfi?