Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 7

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 7
1 W’!$» i jl Á L k lífeyrisþegum. Samfylkingin væntir þess að senn náist samkomulag um innleiðingu breytinga á kerfi örorkulífeyris í góðri sátt við hagsmunasam- tök öryrkja sem mun tryggja að þær skerðingar sem hafa átt sér stað í kjölfar efnhagsþrenginga geti gengið til baka á grundvelli nýs og endur- bætts kerfis. 7. maíganga 2012 samræmi við fyrirheit um að bótakerfið yrði fyrst til að njóta þess þegar svigrúm yrði til að auka út- gjöld ríkissjóðs. í fjárlögum 2013 er enn aukið við í velferðarmálum og eru framlög til velferðarmála nú hlutfallslega hærri en þau voru í hámarki„góð- ærisins". Kjör einstakra hópa hafa hinsvegar ekki verið leiðrétt afturvirkt og stendur ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði ífebrúar sl. að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og ör- yrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust aftur- kölluð. Þetta er að mati Sjálfstæðisflokksins for- gangsmál. Flokkurinn vill einnig leggja áherslu á að litið verði í auknum mæli á getu öryrkja en ekki vangetu og að endurhæfing verði stórbætt og ör- yrkjar verði eins virkir á vinnumarkaði og kostur er. Vinstri grænir Rétt er að hafa í huga að kjara- og réttindaskerð- ingin sem þjóðin hefur öll orðið fyrir var ekki inn- leidd árið 2009 heldur er hún afleiðing rangrar efnahagsstefnu til margra ára sem endaði með efnahagshruni. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í ríkisstjórn í kjölfar hrunsins gripið til margvíslegra aðgerða til þess að verja kjör tekjulágra, aldraðra og öryrkja. Meðal annars með því að færa skattbyrði yfir á þá sem hafa hærri tekjur. Mörg ríki hafa brugðist við erfiðri efnahagsstöðu með umfangsmiklum lækk- unum á útgjöldum til velferðarmála og hreinlega lækkað bætur frá því sem verið hafði. Sú leið var hinsvegar ekki farin hér á landi heldur var bóta- kerfið fryst eins og það var árið 2009. Árið 2012 voru bætur almanna- og atvinnuleysis- trygginga hækkaðar um 8,1% umfram verðlag í Við heitum á Öryrkjabandalagið að standa vörð um nýtt skattkerfi og tryggja innleiðingu nýs, rétt- látara og einfaldara almannatryggingakerfis í komandi kosningum. Spurningarnar fimm tii framboðanna 1 Styður þitt framboð að kjara- og réttinda- skerðingar lífeyrisþega, sem innleiddar voru árið 2009 verði afturkallaðar og leiðréttar afturvirkt? Ef já, hvernig og hvenær? 2 Styður þitt framboð að bætur almannatrygg- inga verði einstaklingsmiðaðar, óháðar sam- búðarformi? Ef já, hvernig og hvenær? 3 Styður þitt framboð að lífeyrisþegar njóti ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóð þannig að lífeyrissjóðsgreiðslur skerði ekki grunnlífeyri almannatrygginga? 4 Mun þitt framboð beita sér fyrir því að kostn- aður sem hlýst af sjúkdómum eða fötlun verði lækkaðurtil muna og óháðurtekjum? Ef já, hvernig? 5 Hvernig hyggst framboð þitt standa við fram- kvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, sem samþykkt var á Alþingi 1 l.júní 2012? Ljósmynd: Björn Erlingsson

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.