Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 8
Ljósmynd: Gunnar Kristinn Hilmarsson
W'WtfnW t'
W 3 m
Hvatningarverð
ÖBÍ veitt í sjötta sinn
Á alþjóðlegum degi fatlaðra þann 3. desember hefur Öryrkjabandalag íslands veitt
Hvatningarverðlaun árlega frá 2007. Verðlaunin eru veitt aðilum sem sýnt hafa frum-
kvæði í að bæta stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu á einn eða annan hátt og þykja góðar
fyrirmyndir. Þau eru hugsuð sem hvatning fyrir fatlað fólk, öryrkja og þá sem vinna að
málaflokknum til þess að gera enn betur í því að innleiða samfélag fyrir alla.
„Ég mæti í sjálfu sér ekki fordómum í samfélag-
inu en það er þessi endalausa mýta um að það
sé eitthvað að manni. Það eru auðvitað örugg-
lega margir sem eru alltaf að bíða eftir einhverri
lækningu en ég get ekki séð að þetta sé eitthvað
verra en hvað annað. Það hafa auðvitað allir sinn
pakka að burðast með, sumir eru skilnaðarbörn,
sumir eiga við fíkniefnavandamál að stríða og ég
er í hjóiastói. Það er eins og það þurfi að laga allt.
Meira að segja það sem er kannski ekki neitt að.
Ég er bara virk í samfélaginu, geri það sem mér
finnst gaman og á fullt af vinum og góða fjöl-
skyldu svo ég get ekki sagt að það að vera í hjóla-
stól sé beint að trufla mig heldur að það sé ekki
aðgengi í samfélaginu svo ég hafi möguleika á að
taka fullan þátt í því."
„Ég vartilnefnd af sveitarstjóranum og ég hélt
að ég væri bara að gera honum lífið leitt með
þessu endalausa nagi. Þannig að það er bara flott
Verðlaunahafar 2012 í flokki einstaklinga
Inga Björk Bjarnadóttir, fyrir að vera öðrum fyrir-
mynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu
fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.
Hér er stutt brot úr viðtali sem tekið var við Ingu
Björk fyrir Vefrit ÖBÍ.
Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Ingu Björk
Hvatningarverðlaunin