Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 11
Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastýra
freyja@npa.is, www.npa.is
*
miðsjOðin
NPA miðstöðin
Samvinnufélag í eigu og
undir stjórn fatlaðs fólks
NPA miðstöðin er samvinnufélag og er í eigu fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna. Um er
að ræða fólk með ólíkar skerðingar sem á það sameiginlegt að vilja sjá breytingar á þeirri
hefðbundnu þjónustu sem í boði er fyrir fatlað fólk á íslandi. Samvinnufélagið er fyrsta
sinnar tegundar á íslandi og hefur þann tilgang að styðja eigendur sína við að fá NPA
samninga í gegnum sveitarfélög og annast umsýslu þeirra.
í umsóknarferli um NPA samning veitum við leið-
sögn og stuðning við framkvæmd sjálfsmats á
þjónustuþörf ásamt því að fylgja fólki á þá fundi
sem það kýs hjá sveitarfélögum. Þegar NPA samn-
ingur er í höfn tekur umsýsluhlutverkið formlega
við en í því felst m.a. að sjá um að borga aðstoð-
arfólki laun, greiða launatengd gjöld, halda eig-
endum upplýstum um notkun þeirra á NPA samn-
ingnum og sveitarfélögum um stöðu þeirra NPA
samninga sem miðstöðin sér um. Gengið hefur
verið frá sérkjarasamningi við stéttarfélög innan
Starfsgreinasambands íslands. Með því hefur verið
skapaður rammi um launakjör aðstoðarfólks.
Pólitísk barátta og erlent samstarf
NPA miðstöðin hefur einnig það hlutverk að beina
sjónum stjórnvalda að því að með lögfestingu
notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sé fötl-
uðu fólki sköpuð bestu skilyrðin til að lifa sjálf-
stæðu lífi. Jafnframt leggjum við þunga áherslu á
að haft sé samráð við fatlað fólk með NPA. Grund-
vallaratriði er að sérþekking okkar sé virt við
ákvarðanatöku á öllum stigum stjórnsýslunnar.
Vandasamt hefur verið að fá áheyrn en árangur
hefur náðst og er NPA miðstöðin nú viðurkenndur
umsagnaraðili í málum er snerta fatlað fólk hjá
Alþingi og í sumum sveitarfélögum. Þar að auki
höfum við setið sem áheyrnarfulltrúar í verkefna-
stjórn um notendastýrða persónulega aðstoð á
vegum velferðarráðuneytisins og lagt okkurfram
um að hafa mótandi áhrif á innleiðingu NPA á ís-
landi. í NPA miðstöðinni höfum við notið þeirrar
gæfu að vera í miklum samskiptum við erlenda
frumkvöðla á sviði NPA. Við teljum óþarft að
finna upp hjólið og horfum mikið til samvinnu-
félaga á Norðurlöndum. Við erum einnig með-
limir í Evrópusamtökum um sjálfstætt líf (ENIL) og
höfum sótt vinnufundi, ráðstefnur og stoltgöngur
fatlaðs fólks. Þessi samvinna hefur verið okkur afar
dýrmæt og nýtist okkur daglega.
Öflug fræðsla og jafningjaráðgjöf
Öflug ráðgjöf og fræðsla er hjá NPA miðstöðinni.
Opnir fræðslufundir hafa verið haldnir um allt
land, bæði á vegum miðstöðvarinnar og í sam-
starfi við velferðarráðuneytið, ásamt fræðslu til
minni hópa aðstoðarfólks. Ein sérstaða NPA mið-
stöðvarinnarerað halda úti jafningjaráðgjöf fyrir
fatlað fólk og aðstandendur þess, þar sem fatlað
fólk veitir ráðgjöf til annars fatlaðs fólks. Ráð-
gjöfin fer ýmist fram milli tveggja einstaklinga eða
í hópum. Með jafningjaráðgjöfinni vinnum við að
því að styrkja sjálfsmynd okkar sem fyrsta flokks
þjóðfélagsþegna og öðlast hugrekki til að gera
kröfur í eigin lífi.
Mikilvægt er að komast í umhverfi þar sem hægt
er að spjalla við fólk sem upplifir sambærilega
hluti. Það hjálpar okkur að skilja að vandinn sem
við tökumst á við er ekki bundinn skerðingu
okkar, hann er ekki okkur að kenna og staðfestir
að tilfinningaleg upplifun okkar á rétt á sér. Jafn-
ingjaráðgjöfin er í raun besta leiðin til að fjarlægja
hindranir markvisst í umhverfinu, berjast fyrir rétt-
indum okkar og sitja við stjórnvölinn í eigin lífi.
Um það snýst í raun starfsemi NPA miðstöðvar-
innar.