Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 13

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 13
að hægt yrði að forgangsraða umsóknum. Það hefur því miður tekið þennan tíma, enda vildum við vinna þetta í sátt við hagsmunaaðila. Hvernig er fyrirhugað að mæta þörfum þeirra umsækjenda sem ekki verður mögulegt að veita NPA samning? Reykjavíkurborg ber skylda til að mæta þörfum fatlaðs fólks, hvort sem fólk tekur þátt í NPA eða ekki. Mér þykir einsýnt að fólk sem eygði von um NPA muni gera skýrar kröfur um bætta og aukna þjónustu. Því verðum við að mæta eftir fremsta megni. Með því að auglýsa eftir þátttakendum í tilraunverkefnið um NPA byggðum við upp vonir og væntingar hjá fólki sem við náum ekki að mæta. Hins vegar fengum við upp á borðið óupp- fylltar þarfir sem okkur ber að mæta og eru það gríðarlega mikilvægar upplýsingar sem okkur ber skylda til að nota í baráttu fyrir auknu fjármagni til þessarar þjónustu. Metnaður Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga í þjónustu við fatlaða íbúa sína er mun meiri en áður var. Nú þurfum við tekjustofn til að mæta þörfum íbúanna og metnaði okkar. Ef við förum saman í það verkefni verðurframtíðin betri en fortíðin. Hver eru næstu skref í þessum máiaflokki hjá Reykjavíkurborg? Nú í aprílmánuði munu Þjónustumiðstöðvar borgarinnar hafa samband við umsækjendur og fara í það erfiða verkefni að forgangsraða um- sækjendum. Ekki verður hægt að beita pólitískri fyrirgreiðslu né poti, því matið verðurfaglegt og ferfram á þjónustumiðstöðvum og í sérfræði- teymi á Velferðarsviði. Þegar Ijóst er hverjir um- sækjenda fá tilboð um þátttöku hefst vinna við gerð samkomulags um vinnustundir. Þegar sátt hefur orðið um þetta verður hægt að ganga til samninga. Þar sem um tilrauna- og þróunarverk- efni er að ræða verður unnið í nánu notendasam- ráði og miðað að því að fá sem víðtækasta reynslu af þjónustuforminu. Fyrirhugað er að NPA þjónusta verði lögfest í árslok 2014. Telur þú að þær tafir sem orðið hafa á tilraunaverkefninu hafi þau áhrif að lögfestingunni verði frestað? samtaka og stjórnvalda taka talsvert lengri tíma í undirbúningi en áætlanir hafa verið um. Stella Kristín Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Hvernig hefur gengið að vinna að tilraunaverkefninu um NPA þjónustu? Vel hefur gengið að undirbúa tilraunaverkefnið um NPA þjónustu en undirbúningsferlið hefur þó tekið lengri tíma en fyrirséð var. Eftir að umsóknir bárust og viðræður við umsækjendur fóru fram kom í Ijós að þörf umsækjenda fyrir þjónustu var meiri en sú þjónusta sem þeir höfðu fyrir. Útreikn- ingar á fjármagnsþörf í verkefnið tóku því tíma og gera þurfti umtalsverðar breytingar á upp- haflegu regluverki til þess að Reykjavíkurborg gæti tekið þátt í tilraunaverkefninu. Þessi vinna var unnin í góðu samstarfi við hagsmunasamtök. Mikill metnaður og áhugi hefur verið hjá öllum þeim sem að verkefninu hafa komið en biðin eftir afgreiðslu á umsóknunum hefur reynt á, bæði hjá umsækjendum og sérfræðingum á velferðarsviði. Hvernig hafið þið hugsað ykkur að forgangsraða umsóknum um NPA þjónustu? í Ijósi þess að um tilrauna- og þróunarverkefni er að ræða sem háð er tilteknu fjármagni verða þeir í forgangi fyrir þjónustu sem hafa einstak- lingsbundnar þarfir sem ekki hefur verið hægt að koma til móts við á annan hátt á þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar. Einnig þarf að liggja fyrir faglegt mat um að NPA sé hentugt form til að mæta þjónustuþörfum þeirra einstaklinga.Til- raunaverkefninu er ætlað að ná til fjölbreytts hóps notenda sem býr við mismunandi aðstæður. Á til- raunatímabilinu, sem áætlað er að standi út árið 2014, verður því leitast við að fá mismunandi teg- undir samninga þannig að sem víðtækust reynsla og þekking fáist úr verkefninu. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að mæta þörfum þeirra sem sóttu um og ekki mun nást að semja við? Ef ég er raunsæ tel ég nærri víst að lögfest- ing frestist. Lögin þurfa að byggja á reynslu af tilraunaverkefnum sem fara a.m.k. ári seinna af stað en til stóð. Þá hefur það sýnt sig að lög sem þurfa að vinnast í samráði notenda, hagsmuna- Þegar Ijóst verður hverjir verða þátttakendur í verkefninu mun þeim sem ekki fá slíkt tilboð verða boðin hefðbundin þjónusta sem veitt er á þjón- ustumiðstöðvum borgarinnar. Leitast verður við að koma til móts við þarfir þeirra eins og kostur er.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.