Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 18
TÍMARIT ÖBÍ
Viðtal: Margrét Rósa Jochumsdóttir
Frelsi og kraftur
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Ragnari Gunnari
Þórhallssyni. Þau eru bæði með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) samninga í dag
og hafa upplifað miklar breytingar á lífi sínu í kjölfar þeirra. Kolbrún Dögg, sem er fötlunar-
listakona og fötlunaraðgerðarsinni, svarar hér nokkrum spurningum.
Hvenær fékkst þú NPA og hvernig gekk að fá
samninginn?
Ég fékk NPA 1. apríl 2012. Ferlið tók nokkra mán-
uði en ég sótti um NPA haustið 2011. íframhald-
inu var haldinn fundur í nóvember með fulltrúum
sveitarfélagsins þar sem farið var yfir umsókn
mína. Umsóknin fór síðan fyrir fjölskyldunefnd
í lok janúar 2012 þar sem samþykkt var að veita
mér svokallaðan notendasamning, þar sem sveit-
arfélagið var ekki komið með reglur um NPA. Að
lokum var gerður NPA samningur samkvæmt ný-
settum og birtum NPA reglum sveitarfélagsins í
árslok2012.
Hvaða aðstoð færð þú með NPA?
Ég fæ þá aðstoð sem ég tel mig þurfa í dag með
NPA, hvort sem það er persónuleg aðstoð eða að-
stoð við að sinna heimilisstörfum, erindum, list-
sköpun, ferðalögum eða námi. Aðstoð við það
sem ég þarf að gera og sinna sem ófatlað fólk
tekur sem sjálfsögðum hlut.
Hverju hefur NPA breytt fyrir þig?
NPA hefur breytt ýmsu og ég finn mikinn mun á
hugsun minni og líðan. Frelsi og kraftur eru orð
sem mér detta helst í hug. Fyrstu mánuðina með
NPA var eins og maður væri að sleppa úr fangelsi.
Það er svo margt sem maður fer að gera og fram-
kvæma og allt verður einhvern veginn auðveldara
og minna mál en áður.
Hverjir eru helstu kostir NPA að þínu mati?
Engin yfirbygging eða forræðishyggja og helsti
kosturinn er sá að ég vel aðstoðarfólkið mitt
sjálf, hver er inni á mínu heimili og aðstoðar mig
við persónulega hluti. Ég hef stjórn og ábyrgð á
minni aðstoð og get hagað hlutunum eftir mínu
höfði sem er mikil breyting frá því að hafa hefð-
bundna stofnanaþjónustu, það er heimilishjálp,
heimahjúkrun og liðveislu.
Er eitthvað við NPA á íslandi sem þú myndir
vilja breyta eða hafa öðruvísi?
Ég myndi vilja samþætta reglur milli sveitarfé-
laga um NPA þannig að fötluðu fólki verði ekki
mismunað eftir búsetu. Að fötluðu fólki sé ekki
heldur mismunað á þann hátt að tegund skerð-
ingar eða aldur segi til um hvort það eigi rétt á
NPA eða ekki.
Nú er NPA enn tilraunaverkefni á íslandi, ert
þú komin með öruggan samning til framtíðar
eða ríkir einhver óvissa í þeim málum?
Nei, en ég geri ekki ráð fyrir öðru en að samning-
urinn verði endurnýjaður í haust. Svo verður að
koma í Ijós hvernig málin þróast þegar tilrauna-
verkefninu lýkurárið 2014 þegar löggjöf um NPA
á að taka gildi.
Ef samningurinn verður ekki endurnýjaður,
hvað tekur þá við hjá þér?
Barátta upp á líf og dauða um sjálfstætt líf eða
landflótti.
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir í 1. maí göngu 2012
Ljósmynd: Myndina tók Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir með
aðstoðarkonu sinni Myrru Leifsdóttur.