Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 25
rjkl < H
; !■ N . ■ Hr 1
..
1 Ragnar Þór Ingólfsson 1
^ Dögun
fræðslu, til að sporna við mismunun af öllu tagi.
Við erum reiðubúin til þess verks samanber svar
við spurningu þess efnis hér að ofan.
Húmanistaflokkurinn
Með lögfestingu sáttmálans og breyttri forgangs-
röð í þjóðfélaginu auk þess að stemma stigu við
arðráni fjármálakerfisins þannig að losað verði um
fjármagn m.a. í þessa þágu í þjóðfélaginu.
Hægri grænir
Öll óeðlileg mismunun á að vera bönnuð með
lögum. Með iögleiðingu samningsins á það að
vera tryggt gagnvart fötluðum.
Píratar
Með upplýstara samfélagi er hægt að stuðla að
jafnara samfélagi.
Viðhorfsbreyting verður í skólum og menntakerf-
inu og Píratar stefna að því að efia menntakerfið,
meðal annars í þessu skyni.
Lýðræðisvaktin
Kynna þarf fólki rétt sinn og minna alla á ábyrgð
í því sambandi.Tryggja þarf með lögum og fjár-
munum að fatlaðir sitji við sama borð og allir
aðrir. Banni við mismunun þarf að fylgja eftir með
því að hvetja fólk til að vakta réttindi fatlaðra og
gæta þess að tekið verði á allri mismunun.
Samfylkingin
Með því að kynna sáttmálann og vinna að við-
horfsbreytingu eins og tiltekið hefur verið hér að
ofan auk þess að fylgja eftir þeirri vinnu sem hafin
er við að undirbúa fullgildingu samningsins sem
felst m.a. í því að ráðuneytin yfirfari löggjöf á sínu
málefnasviði og leggi til breytingar til samræmis
við samninginn. Samkvæmt verkefnaáætlun sem
unnin hefurverið mun aðgerðaáætlun verða
kynnt ríkisstjórn um miðjan apríl og frumvarp um
fullgildingu lagtfram á komandi haustþingi.
25
Hægt er að skoða allar spurningarnar sem
lagðar voru fyrir framboðin, svörin og
framsöguerindi fundarins á vef ÖBÍ, slóðin
er www.obi.is/utgafa/malthing/obi/nr/1322
Einnig er hægt að skoða myndbönd frá
fundinum á vef ÖBÍ, slóðin er www.obi.is/
utgafa/ myndbond/fundir-obi-2013/
TÍMARIT ÖBÍ