Íþróttablaðið - 01.03.1944, Side 14
8
IÞROTTABLAÐIÐ
Nkiðamót í
Skíðamót Reykjavíkur 1944.
SkíSamót Reykjavíkur var að þessu
sinni haldið að Kolviðarhóli dagana
12., 18. og 19. marz og sá Skíðadeild
Í.R. um mótið. Alls voru skráðir á
mótið rúml. 100 manns frá 6 fél.
Sunnudaginn 12. marz, kl. 10 árdeg-
is, hófst svo mótið í svonefndum Svig-
giljum skammt norður af Kolviðar-
hóli. Byrjað var á bruni karla 35 ára
og eldri (Old Boys). Lá braut þeirra
ofan úr suðurhlíð Skarðsmýrarfjallsins
og niður Syðra-Sviggil. Úrslit urðu
þessi:
1. Ólafur Þorsteinsson Á. 52.5.
2. Zoph. Snorrason Í.R. 61.6.
3. Steinþór íngurðsson Sk. R. 74.3.
Strax á eftir hófst brun drengja
13—15 ára.
Úrslit urðu þessi:
1. Pétur Guðmundsson K.R. 25.6.
2. Ingvi Guðmundsson K.R. 26.1.
3. Grímur Sveinsson Í.R. 29.4.
Þá hófst brun kvenna í B- og C-
flokki. Braut þeirra lá niður Syðra-
Sviggil. Úrslit urðu þessi:
Hallfríður Bjarnadóttir.
B-flokkur:
1. Hallfríður Bjarnadóttir K.R. 29.2
2. Maja Örvar K.R. 29.8.
3. Sigrún Sigurðardóttir Í.R. 33.2
C-flokkur:
1 Sigrún Eyjólfsdóttir A. 23.9.
2. Margrét Ólafsdóttir Á. 26.7.
3. Gunnh. Guðmundsdóttir Í.R. 29.0.
Kl. 11 átti svo að hefjast svigkeppni
karla í A- og B-fl. en sökum versnandi
veðurs var henni frestað þar til eftir
hádegi. Þá birti mikið upp og létti
éljagangi þeim, sem verið hafði allan
morguninn. KI. 2 um daginn hófst svo
svig' A- og B-fl. Kepptu báðir flokkar
samtimis þ. e. a. s. að strax eftir
fyrri umferð A-fl. byrjaði B-fl. Braut-
ir þessara flokka voru báðar í Ytra-
Sviggili. A-fl. brautin lá niður gilið
norðanvert en B-fl. brautin lá niður
gilið sunnanmégin. Færi var allhart.
Úrslit urðu þessi:
A-flokkur. (Samanl.).
1. Jóhann Eyfells Í.R. 92.9.
2. Björn Blöndal K.R. 93.0.
3. Magnús Árnason S.S. 94.7.
B-flokkur.
1. Eyjólfur Einarsson Á. '95.5.
2. Magn. Guðmundsson. S.S.H. 95.6.
3. Þórir Jónsson K.R. 98.4.
í sveitakeppni í svigi A-<flokks vann
K.R. á samanlögðúm tíma 311.2 sek.
Önnur varð sveit Skíðafélags stúdenta
á 322.3 sek. Sveit K.R. skipuðu Björn
Blöndal, Jón M. Jónsson og Georg
Lúðvíksson. Þar var keppt um bikar
þann liinn nýja, sem Almenna bygg-
ingarfélagið h.f. gaf Háskólanum til
ráðstöfunar.
í svigi B-flokks sigraði sveit Ár-
manns á samanlögðum tíma 328.5 sek.
Næst varð sveit Skíðafélags stúdenta
á 340.2 sek. 1 sveit Ármanns eru þeir
Eyjólfur Einarsson, Stefán Stefánsson
og Hörður Þorgilsson. Þar var einnig
keppt um nýjan bikar, sem Sjóvá-
tryggingafélag íslands gaf.
Sigrún Sigurðardóttir.
Strax og keppni B-flokksins lauk
hófst svigkeppni C-flokks. Braut hans
var í Syðra-Sviggili. í C-fl. voru
skráðir 30 keppendur. Úrslit urðu
þessi:
1. Lárus Guðmundsson K.R. 77.4.
2. Hjörtur Jónsson K.R. 82.2.
3. Magnús ÞorsteinsSon K.R. 86.2.