Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 3
XIII. árg. Reykjavík, júní 1950 6. tbl. Ólympíuleikarnir að fornu og nýju Mynd af Ölympíu, þar sem leikarnir voru háðir í fornöld. Upphaf Ólympíuleikanna. Fyrir rúmum 2700 árum, og þó ef til vill fyrr, hófu Grikkir íþrótta- hátíðir þær, sem nefndar hafa ver- ið Ólympíuleikar, af því að þær fóru fram í bænum Ólympíu á Pelo- ponnes. Talið er, að þeirra tími hafi verið frá 776 f. Kr. til 389 e. Kr., eða nálega 1200 ár. Þeir voru haldnir fjórða hvert ár. I fyrstu voru leikarnir aðeins sóttir úr héruðum Peloponnes, en þegar fram liðu stundir bættust fleiri og fleiri héruð við, er sendu þangað menn til kappleika, og loks urðu þeir allsherjarhátíð fyrir allt Grikkland og nýlendur þeirra. Þessi hátíð var ekki aðeins íþróttahátíð; þar fór fram guðsdýrkun og annar mannfagnaður. Var það stærsta stund hátíðarinnar, þegar mann- skarinn fór í skrúðgöngu að Seifs- altarinu og færði æðsta guði sín- um fórnir. Grikkir höfðu hátíðina í tunglfyllingu. — Er ætlað, að í fyrstu hafi þessi hátíð verið einn dag, til ársins 692. Þá mun aðeins hafa verið keppt í hlaupum í sam- bandi við fórnfæringuna. Síðar bættust svo við hinar ýmsu íþrótt- ir, sem tíðkast enn í dag: langhlaup, kringlukast, spjótkást, skilmingar, hnefaleikar, kappreiðar, kappakst- ur, fimmtarþraut. Eftir að íþróttum fjölgaði og þátttaka jókst, stóðu leikarnir lengur en einn dag í senn. Eftir 688 er talið, að þeir hafi verið í tvo daga, og loks hafi þeir verið í fimm daga. Þeir voru jafn- an settir hátíðlega með skrúðgöng- um og hljóðfæraslætti, en kallar- ar tilkynntu boðskap og fregnir. Við setninguna var unninn Ólym- íueiðurinn, en bak við hann var hugsjón manndóms, þar sem hver og einn átti að sýna hollustu við hérað sitt, borg sína og ættjörð og guð sinn. Keppni var oft hörð milli héraða, og urðu sigurvegarar í í- þróttum hetjur héraðanna og þjóð- arinnar í heild, enda voru þeir að sigri loknum krýndir lárviðarsveig. Ekkert var því eftirsóknarverðara fyrir unga menn en að ná hinu hæsta marki á þessari frægu þjóð- hátíð. I héruðum voru sigurvegar- arnir dáðir og til þeirra og fjöl- skyldunnar litið með virðingu, þeim voru veitt hlunnindi og heiðursgjaf- ir, og skáldin ortu þeim ljóð.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.