Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Page 7

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Page 7
IÞRÓTTABLAÐIÐ 91 Islenzka liöiö. Fremri röð frá v.: Orri Gunnarsson, Sveinn Helgason, Sólmundur Jóns- son, Birgir Þorgilsson, Kristján Oddsson. Aftari röö frá v.: Sigurhans Hjartarson, Magnús Þórarinsson, Valur Benediktsson, Þorsteinn Einarsson, Sigurður Norödahl. orð falla, að þeir hefðu naumast búist við svo sterku mótliði. Svo sem fyrr er getið, gekk flokk urinn fram fyrir stúkusæti og heils- aði þar. Nú voru því nær jafnmarg- ir áhorfendur austan vallarins. — Virtist skorta á háttvísi, að flokk- urinn skyldi ekki staðnæmast fyrir þeim áhorfendum og heilsa þar, halda síðan áfram þangað, sem for- svarsmenn buðu þá velkomna til leiks. Músíkin var gargsöm, og þóðsöngvarnir vöktu enga stemn- ingu úr gjallarhornunum. Þetta er þriðji landsleikur Is- lendinga, hina tvo áttu þeir við Dani og Svía sl. vetur. Finnar kepptu hér við 3 aðra flokka: Ármenninga, Islandsmeist- arana Fram og úrvalslið úr Reykja- víkurfélögunum. Tókst þeim að merja sigur með herzlumun, einu marki eða svo. Má því telja, að þetta landslið Finna sé mjög svipað að getu og Islendingar, enda þótt þeir færu héðan ósigraðir. Glímufélagið Ármann hafði all- an veg og vanda af dvöl Finna hér. Var þeim veittur margskonar greiði. Bæjarstjórn Reykjavíkur bauð þeim á annan í hvítasunnu austur í Árnessýslu með viðkcmu að Geysi, Gullfossi, Sogsfossum, Þingvöllum og víðar. Þeir fóru og suður með sjó. — Glímufélagið Ár- mann hélt þeim skilnaðarhóf þ. 3. júní. Formaður Ármanns þakkaði Finnum komuna hingað og góða framkomu þeirra, leysti þá síðan út með gjöfum. Fékk hver Finni íslenzka fánastöng, og fararstjór- ann sæmdi hann heiðursmerki Ármanns. Þá bað hann fararstjór- ann færa finnska handknattleiks- sambandinu Ijósmynd af Gullfossi, en á hann var letrað: „Til minning- ar um Islandsförina 1950.“ Foringi Finna þakkaði og kvað för landa sinna til Islands ógleymanlega. Landslið Dana Landslið Dana, sem keppir við Islendinga í sumar, hefur nú ver- ið valið. Eru í því 28 menn. Danir leggja af stað frá Kaupmannahöfn 29. júní flugleiðis til Oslo. Þá um kvöldið og 30. júní keppa Danir í Noregi, en laugardaginn 1. júlí leggja þeir af stað flugleiðis til Reykjavíkur. Sunnudaginn 2. júh' halda þeir kyrru fyrir, en 3. og 4. júlí verður háð landskeppnin Is- land—Danmörk. Þann 8. júlí halda Danir héðan sjóleiðis til Danmerk- ur með viðkomu í Færeyjum. — Sennilega taka þeir þátt í íþrótta- móti í Þórshöfn 10. júlí, leggja þaðan upp 11. júlí og koma heim 1 ann 13. Þetta er ferðaáætlunin. — Samningar hafa tekizt um íþrótt- ir, sem keppt verður í. Samkvæmt ósk Islendinga falla Danir frá kröfu um 10 km. hlaup og 3 km. hindrunarhlaup, en í staðinn hafa Islendingar fallizt á óskir Dana, um að hafa ekki 4x100 m. boð- hlaup, en taka í staðinn 4x400 m. boðhlaup og 1000 m. hlaup, sem skiptist í 100, 200, 300 og 400 m. spretti. Kunnir tvíburar. Brezka íþróttabl. World Sport birti nýlega myndir af fernum tvi- burum, sem hafa getið sér orðstír á sviði íþróttanna, meðal þeirra eru Haukur og Örn Clausen. Hitt eru cricetleikararnir Eric og Alec Bed- ser, borðtennismeistararnir Diane og Rosalind Bowe og svo frönsku hlaupararnir Jacques og Jean Varnier.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.