Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 8

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 8
92 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SfigA kúluvíu*psins Járnkúlan, sem notuð er í kúlu- varpi vegur 7,257 kg., og má ekki vega minna. Hversvegna? Kúlu- varpið er tiltölulega ung íþrótt, er miðað er við spjótkast og kringlu- kast, sem Grikkir iðkuðu í fornöld. Kúluvarpið í núverandi mynd er runnið frá Skotlandi og Irlandi. — Hermenn Hinriks VIII. Englands- konungs (á 16. öld) tóku að leika sér að fallbyssukúlum og reyna, hver gæti kastað lengst. En kúlur þessar vógu 16 pund, sem samsvar- ar 7,257 kg. Þegar aðrar þjóðir tóku að iðka kúluvarp, þótti heppi- legast að hafa þennan þunga, því að séð varð, að leikur þessi myndi breiðast út sem keppnisiþrótt. I fyrstu var kastað úr afmörkuðum ferhyrningi, sem var 2,13 m. á hlið, en í Ameríku tóku menn að kasta úr hring, sem hafði sama þvermál. Þetta hefur tíðkast síðan. 1 fyrstu var álitið að kúluvarp væri aðeins íþrótt fyrir krafta- menn. Síðar hefur sannazt, að kraftar eru ekki einhlítir til sig- urs, snerpa, flýtir og góð staða hafði mikla þýðingu. Það mun hafa verið á kappmóti stúdenta í Ox- ford og Cambridge árið 1865, sem kúluvarpið var fyrst tekið með sem íþrótt. Köstuðu menn þá milli 11 og 12 metra. Árið 1867 var sett hið fyrsta heimsmet í kúluvarpi. Það gerði Englendingurinn Stone, kast- aði 11,12 m. og bætti metið árið eftir í 11,55 m. En heimsmetin í kúluvarpi eru þessi: 1867 Stone, England ...... 11,12 m. 1868 Stone, England ...... 11,55 m. James Fuchs heimsmeistari í kúluvarpi. 1870 Mitchell, England ...... 11,58 m. 1871 Mitchell, England ...... 11,79 m. 1872 E. J. Bor, England .... 12,92 m. 1883 F. Lambracht, Bandar. .. 13,10 m. 1885 D. Kinnon, England .... 13,11 m. 1885 J. O’Brien. England .... 13,23 m. 1887 G. Gray, Kanada......... 13,38 m. 1888 G. Gray, Kanada......... 13,63 m. 1893 G Gray, Kanada........... 14,32 m. 1889 D. Horgan, Irland ...... 14,35 m. 1900 D. Horgan, Irland ....... 14,68 m. 1904 Ralp Rose, Bandar..... 14,81 m. 1905 W. Coe, Bandar.......... 15,06 m. 1907 R. Rose, Bandar......... 15,11 m. 1908 R. Rose, Bandar......... 15,18 m. 1909 R. Rose, Bandar......... 15,54 m. 1928 C. Hirschfeld, Þýzkalandi 15,79 m. 1928 J. Kuck, Bandar.......... 15,87 m. 1928 E. Hirschfeld, Þýzkalandi 16,04 m. 1931 F. Deuda, Tékkóslóv. . . 16,04 m. 1932 J. Heljasz, Pólland... 16,05 m. 1932 L, Sexton, Bandar........ 16,16 m. 1932 F. Deuda, Tékkóslóv. .. 16,20 m. 1934 J. Lyman, Bandar....... 16,48 m. 1934 Jack Torrance, Bandar. 16,80 m. 1934 Jack Torrance, Bandar. 16,89 m. 1934 Jack Torrance, Bandar. 17,40 m. 1948 Charles Fonville, Bandar. 17,68 m. 1949 James Fuchs, Bandar. .. 17,79 m. Gaman er að athuga töflu þessa og sjá, hvernig kúlan þokast lengra og lengra, sem mest má þakka betri þjálfun og betri tækni en áður fyrr. Til ársins 1907 er kúluvarpið að lengjast jafnt og þétt, en þá setur R. Rose met, sem stendur óhaggað í 19 ár til 1928, en það ár hefst aft- ur á móti hörð keppni milli Amer- íku og Evrópu. Eru þá 3 heimsmet sett og þá fyrst varpað yfir 16 m. Frá 1934, þegar Torrance komst í 17,40 m., var metið óhaggað í 14 ár, til 1948. Torrance hafði sett metið 16,80 og litlu síðar 16,89 m. í Bandaríkjunum. En skömmu síð- ar kom hann í flokki íþróttamanna til Osló, og bætti þá metið í 17,40, svo geysilega, að menn töldu al- mennt að vart mundi lengra kom- ist. Torrance var mikill burðamað- ur, 190 cm. á hæð og vóg 138 kg. En árið 1948 komst blökkumaður- inn Charles Tonville í 17,68 m. — Hann var þá 20 ára gamall, 188 cm. á hæð og 90 kg. að þyngd, stundaði tannlækninganám. Fonville var þá þegar orðinn mikill afreksmaður á öðrum greinum, fór í langstökki 6,71 m., hástökki 1,83 m. og kast aði kringlu 45 m. Hann virðist því mikið efni í tugþrautarmann. En svo undarlega vildi til, að Fonville komst ekki í úrslit, þegar Banda- ríkjamenn völdu 3 í kúluvarpi til Lundúnafarar 1948. Þá kom James Fuchs fram á sjónarsviðið. Hann var einn af þeim, sem kepptu við Norðurlöndin sl. ár og varpaði kúl- unni 17,79 m. Þetta gerði hann á Bisletvellinum í Osló, svo sem Torr- ance landi hans 1934. Met hans hefur þó ekki verið staðfest, þar sem kæra kom fram um að aðstæð- ur hafi ekki verið að öllu lögmæt- ar. En síðan hefur Fuchs varpað

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.