Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 9
IÞRÖTTABLAÐIÐ 93 Guðmundur Arason: Hoefiilnhi mcistMHíi I9S0 Björn Eyþórsson sigraði með tékmskum yfirburðum. — Þátttakendur 12. Mótið hófst stundvíslega með 3 sýningarleikum drengja, tveggja úr KR og fjögurra úr Ármanni. Aðalkeppnin hófst með leik í fluguvigt milli Gísla Sigurhansson- ar og Birgis Egilssonar, beggja úr KR. Gísli hefur hægri fót fram, en ekki þann vinstri eins og algeng- ast er. Leikur þeirra var í alla staði Ijótur. Þá skortir báða kunnáttu til þess að taka þátt í meistara- keppni. Hefði þjálfari þeirra átt að sjá það í tíma. Birgi var dæmdur sigur, eftir heldur jafnan leik. I bantamvigt voru engir kepp- endur skráðir, en svo var einnig í fyrra. Þá fór fram keppni um meistara- tignina í fjaðurvigt, milli Guðbjart- ar Kristinssonar KR og Sverris Sigurðssonar KR. Fyrsta lotan var jöfn, Sverrir notaði meira beina vinstri og stöðvaði Guðbjart oft vel, þegar hann kom með sveiflu- högg, en þau notaði hann helzt til of einhliða. I annarri lotu var Sverrir meira í sókn og kom inn mörgum beinum höggum. Oft kom það sér illa fyrir hann, hversu hringdómari skildi fljótt á milli þeirra. Guðbjartur hefur talsverða kúlunni 17,83 m. og verður það sennilega viðurkennt heimsmet. íslenzka metið í kúluvarpi er 16,41 m., sett af Gunnari Huseby 1949, svarar það nálega til heims- metsins fyrir 16 árum. Björn Eyþórsson snerpu, en notar hana of einhliða. I þriðju lotu voru báðir mjög þreyttir og stíll þeirra enginn. •— Leikurinn var stöðvaður er y2 mín- var eftir. Guðbjarti var dæmdur sigurinn og eru það mjög vafasöm úrslit. Næst var keppt í léttvigt. Þar varð sú breyting á, að í staðinn fyr- ir Sigurð Jóhannsson Á. er var veikur, keppti Kristján Sveinsson Á á móti Gissuri Ævar, einnig úr Á. Leikur þeirra var í alla staði ójafn, enda var Kristján illa undir keppni búinn, en Gissur einn af okkar beztu léttvigtarmönnum. Þegar í fyrstu lotu komu yfirburðir hans því í ljós, sýndi hann margt gott og sátu högg hans vel. Kristján fékk slæmar blóðnasir er á lotuna leið. Háði það honum allverulega. I annarri lotu hóf Kristján sókn, er snérist þó fljótlega upp í gagnsókn af hálfu Gissurar, sem kom inn nokkrum krók- og sveifluhöggum, er hittu vel. Kristján gaf leikinn í annarri lotu, mest fyrir það, hversu slæmar blóðnasir hann hafði. — Gissur varð því meistari. I veltervigt kepptu Jón Norð fjörð KR og Björn Eyþórsson Á. Jón hefur verið í léttvigt, en var nú of þungur í þá vigt. Þarna hafði- verið búizt við hörðum leik og skemmtilegum og varð enginn fyr- ir vonbrigðum. — Þeir hafa ekki ólíkan stíl. Erfitt var að spá um það, hvor mundi sigra, en þó er ég ekki frá því, að fleiri hafi búizt við sigri Jóns. I byrjun fyrstu lotu kom Björn þegar inn nokkrum góðum höggum, er sátu vel, virtist Jón ekki beint átta sig á þessu, hann reynir samt að breyta gangi leiks- ins, með öflugri sókn, sem strand- ar á móthöggum frá Birni. Jón gerir þá tilraun til þess að komast inn á hann, en sú tilraun verður til einskis og endar svo að báðir halda. Eftir að dómarinn segir: skiljið, •— slær Jón og fær áminningu. Jón sótti sig heldur er á lotuna leið, en Björn, sem sökum yfirburða sinna í fyrri hluta lotunnar, var öruggur með að halda jöfnu, notar tímann, er eftir var, til þess að kynnast að- ferðum Jóns. Strax og önnur lota byrjar, gengur Björn hreint að verki. Hann slær beina vinstri, er FramhalcL á bls. 96.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.