Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Side 11

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Side 11
IÞRÖTTABLAÐIÐ 95 Öívœdi --—--—~ *7 Mynd, sem lesendur velja. Hér birtist mynd af 5 piltum úr KR, sem unnu í þriggja manna og fimm manna sveit- um í drengjahlaupi Ármanns í vor. Fimm manna sveitin er talin frá vinstri: — Gunnlaugur Gunnlaugsson, Sverrir Gíslason, Steinn Steinsson, Sævar Markússon, Haraldur Pálmason. — Sverrir, Sveinn og Soevar voru sigurvegarar í 3ja manna sveitinni, og unnu bikar þann, sem um var keppt, til eignar. Stjórn frjálsíþrótta- deildar KR sendi myndina — Þ. S. haföi óskaö eftir mynd af Ragnari Thorvaldsen skíðastökkmanni, „Hann er aö mínum dómi einhver stílhreinasti stökkmaöur hér- lendis“, segir Þ. S. — Þórarinn Björnsson, Skógum, Ax. óskar eftir mynd af Finn- birni Þorvaldssyni. „Hefur hann aö minu áliti gefiö íslenzkum íþróttamanni hina réttu mynd af íþróttumsegir Þ. B. — Þess skal getiö, að í aprilbl. birtist óska- mynd af F. Þ. — Til hagræöis er þaö fyrir ritstjórann, að myndir fylgi óskum, ef hægt er. Þetta á einkum viö um myndir utan af landi. íþróttasamb. Islands tók við þeim 1. jan. 1948. — Þótt frjálsíþrótta- iðkun hæfist hér á fyrsta tug ald- arinnar, var það ekki fyrr en upp úr 1920, að verulegt vakningatíma- bil rann upp. Var þá stofnað til Allsherjarmótsins, þar sem keppt var í flestum greinum frjálsíþrótta, og Meistaramót íslands hefur ver- ið haldið árlega síðan 1927. — Um það bil 20 árum eftir fyrra vakn- ingartímabilið rennur upp ný gull- öld frjálsíþrótta á íslandi." Þetta er ágæt handbók. Stjórn FRl skipa nú Lárus Halldórsson form., Brynjólfur Ingólfsson, vara form., Guðmundur Sigurjónsson, ritari og gjaldkeri., meðstjórnendur Sigurður S. Ólafsson og Garðar S. Gíslason. Donald Bailey, spretthlauparinn, sem var hér í fyrra, hefur nýlega hlaupið 200 m. á 21,1 sek. mánaðarins Hvern faðmi gæfan góðan mann, er geymir feðramál, sem dýran, fagran fjársjóð þann, er fær hann aldrei borgaðan, og ávallt ber í blíðri sál hið bezta’ er á það mál. Og leggi gæfan hönd um háls á hverjum Islending, er slingur njóta sín vill sjálfs, í sannleik verða og anda frjáls, og helgust geyma heimsins þing í hjarta og sannfæring. Já, blessi drottinn styrkur, stór í striti, sorg og glaum hvern dánumann, er dröfn of fór, hvern dreng, er reynir verða stór, hvern svanna er ástar dreymir draum, hvern dropa í lífsins straum. Einar H. Kvaran. Góður árangur á vormótunum. Frjálsíþróttamótin, sem haldin hafa verið í Reykjavík í vor, gefa góðar vonir um, að íslenzkir í- þróttamenn nái langt í ýmsum greinum í sumar, ef svo verður framhaldið, sem nú horfir. Hörður Haraldsson hefur nú á vormóti ÍR og EOP-mótinu unnið 200 m. hlaupið, á vormóti lR hljóp hann skeiðið á 21,7 sek., var það hin harðasta keppni við garpana Guð- mund Lárusson og Finnbjörn Þor- valdsson, sem báðir hlupu á 21,8. Þá setti Gunnar Huseby nýtt met í kringlukasti á 49,04 m. og Torfi Bryngeirsson nýtt met í stangarstökki. Um það er getið annarsstaðar í blaðinu.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.