Íþróttablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 13
IÞRÓTTABLAÐIÐ
97
Þorsteinn Einarsson:
Dr. (. Diem heimsæhir Island
Hver er dr. Carl Diem, hver eru
verk hans, að honum er skipað á
bekk með öndvegis íþróttafrömuð-
um íþróttamenningar Evrópu?
Á æskuárum var hann virkur
íþróttamaður. Aðeins 23 ára gam-
all, 1906, var hann foringi hinna
þýzku þátttakenda í Ólympíuleik-
unum í Aþenu.
Meðal rústa hinna grísku must-
era og á slóðum hinna fornu Ól-
ympíuleika vaknaði hugur hans til
íþróttasögufræði og áhugi hans til
þess að færa nútíma íþróttalíf í
spor hinna beztu fornþjóða.
Það er erfitt að skera úr, hvort
C. Diem hefur náð lengra í sviði
íþróttaskipulagningar og í kennslu-
störfum eða í rannsóknum sínum á
fornum íþróttaarfleifðum.
I byrjun þessarar aldar var C.
Diem orðinn einn af forystumönn-
um frjálsíþróttasambands Þýzka-
lands og á þess vegum í Ólympíu-
nefnd Þýzkalands. 1908 verður
hann framkvæmdastjóri ólymp-
íunefndarinnar þýzku.
Hann hefur verið foringi hinna
þýzku þátttakenda á Ólympíuleik-
um, auk þeirra sem hér að framan
eru taldir, í Stokkhólmi 1912,
Amsterdam 1928, Los Angeles
1932 og það er innileg ósk hans að
fá að fylgja þýzkum þátttakend-
um til Ólympíuleikanna í Helsing-
fors.
Margir telja XI. Ólympíuleik-
ana, sem haldnir voru í Berlín 1936
þá glæsilegustu og bezt skipulögðu
nútíma Ólympíuleika. Framkvæmd
þeirra leika var verk C. Diem.
Hann var höfundur nýjunga sem
vöktu heimsathygli t. d. ólympíu-
klukkunnar, sem hringdi á æsku
heimsins, blys boðhlaupsins frá
Hain í Ólympíu o. s. frv.
Árið 1920 var stofnaður íþrótta-
skóli hins þýzka ríkis í Berlín (Den
Deutschen Hochschule fúr Leibes-
úbungen).
Fyrir atbeina C. Diem náðist
þessi áfangi og Diem var forstöðu-
maður skólans frá stofnun hans
fram að valdatöku Hitlers 1933.
Þúsundir íþróttakennara innan
Þýzkalands sem utan dvöldu þrjú
ár við nám í þessum skóla og
drukku í sig anda og dug forstöðu-
mannsins og kennarans. Á árun-
um 1933 og fram á stríðsárin var
hann kennari við skólann. I loft-
árásunum á Berlín voru hinar glæsi
legu byggingar skólans jafnaðar
við jörðu.
Að stríðslokum 1945 tók hann
þráðinn upp að nýju og stofnaði
í útjaðri Kölnar íþróttaskóla, sem
er arftaki skólans í Berlín.
Nafn C. Diem er tengt fleiri í-
þróttastarfssviðum, en hér er rúm
til að telja.
Innan skólamála Þýzkalands má
rekja slóð hans. Hann samdi náms-
skrár í íþróttum fyrir öll aldurs-
skeið þýzkra skóla.
Vegna þekkingar hans á íþrótta-
málum og hins mikla orðs sem fór
af störfum hans, hefur hann dval-
ið sem gestur víða um heim. 1932
var hann um tíma kennari við
háskólann í Los Angeles, hefur
síðan dvalið við háskólann í París,
London, Zúrich, Lausanne, Istam-
bul, Ankara, Tokio, Sofía, Stokk-
hólmi og Helsingfors.
Þá er vert að minnast samstarfs
C. Diem við Frakkan Baron de
Caubertin, sem endurreisti Ólymp-
íuleikana. Þeir voru þegar vel
kunnugir 1904, en á Ólympíuleik-
unum 1912 má segja að hið nána
samstarf þeirra hefjist. Þeir áttu
sæti um margra ára skeið í al-
þjóða-ólympíunefndinni og undir-
bjuggu saman marga fundi hennar.
1936, meðan Ólympíuleikarnir
fóru fram var Baron de Coubertin
rúmliggjandi í Lausanne, en fylgd-
ist með leikunum gegnum útvarp.
Hann lagði mörg þau störf sem
hann hafði sjálfur viljað fram-
kvæma í hendur C. Diem, því að
honum treysti hann eins og sjálf-
um sér.
Þegar Baron de Coubertin andað-
ist fól hann C. Diem umsjón hinna