Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 16
100
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
grasaf jalli
Æskuhvöt.
Vöknum! Vöknum íslenzk æska!
Eflum vilja! Styrkjum mátt!
Lengur ekki sinnum svefni!
Setjum okkur takmark hátt!
Landið kæra álla eggjar
upp — við glaðan hörpuslátt!
Hver er okkar íþrótt bezt,
íslendingar snjallir?
G. R.
(Þessir fjórir botnar hafa borizt til
viðbótar við þá sex, sem birtir voru
i aprílblaðinu).
Verum djarfir! Verum hraustir!
Vanda allan leysa má!
Ryðjum okkur breiðar brautir
beina stefnu markið á!
Ef engir finnast örðugleikar
er ei sigur neinn að fá!
Fylkjum liði, íslenzk æska.
Enn er morgun, sigrum þraut.
Hrekjum ótta, hvergi víkjum!
Höldum fram á sigur braut.
Vinnum fyrir fósturjörðu
unz föllum við í móðursskaut.
Sveinn Björnsson.
Sundið styrkir manninn mest,
muni það drengir allir.
Þórður Jónsson, Laufahlíð.
Sundlistina met ég mest,
munu segja allir.
Lárus Salómonsson.
Að stökkva yfir háan hest.
(Á hausinn detta allir).
Nói norðlenzki
Á skíðum þjóðin þroskast mest,
það munu vita allir.
Skíði.
Skíðaíþrótt met ég mest.
Magnús þekkja allir.
Skíði.
(Höf. tveggja síðustu botna er Akur-
eyringur og mun eiga við skíðakapp-
ann Magnús Brynjólfsson).
Til vinstri:
Konungur hlauparanna Paavo
Nurmi og ameríska blaðakonan
Alice Burke. Þau eru að skoða guU-
verðlaunin, sem faðir hennar vann
í 100 og 1^00 m. hlaupi á 1. Ólymp-
íuleikunum í Aþenu 1896.
Iþróttalíf unglinga í Húsavík.
A. K., ungur piltur í Húsavík,
sendi ritstj. skemmtilegt bréf um
íþróttir og félagslíf meðal gagn-
fræðaskólanemenda þar í bænum.
Skíðaíþróttin skipaði öndvegi í vet-
ur. Fyrri hluta vetrar var haldið
skíðamót og keppt í svigi og bruni
drengja. Keppendur voru 10. Fyrst-
ur í svigi var Björn St. Sigtryggs-
son á 56,2 sek., 2. Aðalsteinn Karls-
son á 57 sek. 3. Guðbjartur D. Guð-
laugsson á 58,3 sek.
Þrír fyrstu í bruni: 1. Aðalsteinn
Karlsson á 1 mín. 17 sek., 2. Erling
Kristjánsson á 1 mín. 17,2 sek. 3.
Njáll Þórðarson á 1 mín 26,3 sek.
Magnús Brynjólfsson frá Akur-
eyri kenndi eftir nýárið á vegum
íþróttafél. Völsungar. Þá var hald-
ið annað skíðamót. Voru 15 kepp-
endur í bruni og 5 í svigi. Fyrstur
í bruni varð Erl. Kristjánsson á
50,4 sek., 2. Aðalsteinn Karlsson á
59 sek., 3. Kári Rafn Sigurjónsson
á 60,2 sek. I svigi varð fyrstur Að-
alsteinn Karlsson á 65,8 sek. 2. Erl.
Kristjánsson á 71,8 sek og 3. Hall-
dór Ingólfsson á 82,2 sek. Iþrótta-
deild var stofnuð innan skólans,
form. Gunnsteinn Karlsson. Efndi
íþróttadeildin til kapphlaups, um
2000 m„ þ. 1 maí. Færi var mjög
vont, öklasnjór og krap. Fyrstur
varð Erl. Kristjánsson, annar Hörð-
ur Arnórsson og þriðji Kristján
Jónsson, allir góð hlauparaefni. Þá
var fyrirhuguð íþróttakeppni um
hvítasunnu. Einnig voru aðrar
ráðagerðir um íþróttamálin á
prjónunum hjá hinum ungu áhuga-
mönnum.