Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 3
25. árg. Reykjavík, október 1965 8. tbl. Benedikt G. Waage, heiðursforseti ÍSÍ. ÖLYIVIPIUÞINGa I IVIADRID Skammvinna. ævi, þú verst í vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. Einar Benediktsson. Nýkominn heim aftur frá 63. þingi Alþjóða-Olympíunefndar- innar, sem haldið var í höfuð- borg Spánar, Madrid, — frá 5. til 10. október s.l., þykir mér hlýða að segja hér nokkuð frá því, sem þar gerðist. Þetta var eitt merkasta Olympíuþing, sem háð hefur verið, vegna þess, hve vel tókst að leysa deilumálin, sem virtust óleysan- leg í fyrstu, og blöð um allan heim höfðu deilt um meira og minna, en það var um þátttöku Austur- og Vestur-Þjóðverja í Olympíuleikunum. Austur-Þjóð- verjar vildu fá að keppa sem sjálfstæð þjóð á Olympíuleik- unum og óháð Vestur-Þýzka- landi, þrátt fyrir það að Olymp- Benedikt G. Waage íulögin mæla svo fyrir, að að- eins ein þjóð megi senda kepp- endur á leikina undir þjóðfána sínum. Þann 3. október s.l. lagði ég af stað á Olympíuþingið. Flug- ferðin með Gullfaxa gekk ágæt- lega til Lundúnaborgar, — og svo þaðan eftir nokkurra klukkustunda bið, til Madrid, með spánskri flugvél. Flugferð- in tók réttar átta klukkustund- ir. Veðrið var ekki sem bezt í Madrid meðan ég dvaldi þar, gekk á með rigningar-skúrum, rétt eins og hér heima, þótt rokið væri þar ekki eins mikið og hér. Þann 6. október var Olympíu- þingið sett í hinu stóra og vist- lega Þjóðleikhúsi Madrid, með mikilli viðhöfn, að venju. For- seti Olympíunefndar Spán- verja: Jósé Antonio Elola-Ola- so, bauð fulltrúana sérstaklega velkomna, svo og aðra gesti, en þarna voru allir helztu forystu- menn Spánverja, með Franco í

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.