Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 5

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Side 5
Frá Madrid. og dyggilega að staðaldri. Gleymið ekki, að með samvizku- legri þjálfun nást afrekin. Þess vegna verða þeir íþróttamenn, sem hugsa til Olympíufarar 1968 að fara nú þegar að æfa, svo að þeir komist í þá þjálfun, sem sæmandi er þátttakanda í Olympíuleikunum, að þeir nái auðveldlega lágmarks-takmark- inu í íþrótt sinni. Þá gaf Olympíunefnd Frakka ítarlega skýrslu um undirbún- ing vetrarleikanna 1968, sem fram eiga að fara í fjallaborg- inni Grenoble í Alpafjölium. Sömuleiðis flutti Olympíunefnd Mexico fróðlega og fjölbreytta skýrslu um undirbúning sum- arleikanna, sem fram eiga að fara í höfuðstað þeirra: Mexico City í október 1968. Báðar þessar skýrslur báru vott um að framkvæmdir og undirbún- ingur vetrar- og sumarleikanna 1968 ganga samkvæmt áætlun. Nær öll íþróttamannvirki eru fullgerð. Verið er nú að byggja bílabrautir yfir fjallaskörðin hjá Grenoble, svo fljótara verði að komast á milli skauta-, skíða- og sleðabrautanna. Bæði Frakk- ar og Mexicanar hafa mikinn áhuga á að vanda sem bezt all- an undirbúning og mannvirkja- gerð, svo að allir verði ánægðir. Kostnaður hvers keppanda á vetrar- og sumarleikimum 1968 verða aðeins sex dalir (dollar- ar) á dag, þ.e. fæði og gisting í Olympíuþorpinu. Vetrarleikirnir eiga að byrja 5. febrúar 1968 og standa yfir í tíu daga, en sumarleikirnir í Mexico City hefjast 10. október 1968 og ljúka væntanlega á 16 dögum, þó íþróttagreinar verði þá 20 að tölu. Vonandi fær Olympíunefnd íslands góða samninga við hin góðu og glæsi- 185 legu flugfélög vor um Olympíu- förina 1968, þegar þar að kem- ur. Vegna þess að höfuðborg Mexico hggur á 2200 m há- sléttu, hefur mikið verið rætt um hvort háfjallaloftslagið hafi ekki óþægileg áhrif á keppend- ur. Sumar þjóðir telja loftslagið heppilegt fyrir keppendur, aðr- ar óheppilegt. Til þess að ganga úr skugga um þetta, hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Bandaríkjamenn, Bretar og Svíar sent íþrótta-garpa sína þangað, ásamt læknum, sér- fræðingum og þjálfurum. Verð- ur fróðlegt að sjá þessar skýrsl- ur sem þeir hafa lofað að gefa, um athuganir sínar, því eftir þeim munu flestir haga þjálf- uninni. Nýjustu fréttir segja að maraþon-hlaupið verði í 1000 metra hæð og kappróðurinn í 1500 metra hæð, en þetta eru

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.