Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 8

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 8
október. I mjög fögru haust- veðri mættu tæplega 10 þúsund áhorfendur á völhnn, sem er algjör metaðsókn í leik ís- lenzkra liða, til að sjá viðureign tveggja beztu knattspyrnuliða Islands síðustu 15 árin og ahur rammi leiksins var óvenju glæsilegur. En því miður varð eftirleikurinn annar. KR sigr- aði með oddamarkinu af þrem- ur og í einu dagblaðinu í Rvík stóð meðal annars: „Eftir langa og stranga bar- áttu er Islandsmótinu í knatt- spyrnu nú loks lokið, og það eru KR-ingar, sem hrepptu hinn eftirsótta íslandsmeistaratitil. Þeir léku til úrslita gegn Skaga- mönnum á sunnudaginn og sigr- uðu með 2:1 í sögulegum leik, sem mun seint gleymast þeim tæplega 10 þúsund áhorfendum, sem sáu viðureign þessara erfðafjenda, sérstaklega síð- ustu 25 mínúturnar. Eftir jafn- an fyrri hálfleik, sem lyktaði 1:1, skoraði Baldvin Baldvins- son, miðherji KR, sigurmark félags síns á 19. mínútu í síð- ari hálfleiks. Baldvin fékk send- ingu rétt innan við miðlínu á vallarhelmingi Akraness og átti einn í höggi við fjóra varnar- menn Akraness. Hann lét það ekki á sig fá, heldur lék ótrauð- ur áfram með knöttinn og stefndi að marki — og hver á fætur öðrum heltust hinir fjór- ir varnarmenn úr lestinni, og Baldvin var loks einn eftir og átti aðeins eftir að senda knött- inn fram hjá Helga Daníelssyni og í mark. Og það tókst Bald- vini. Leikurinn, sem fram að þessu hafði verið jafn og skemmtileg- ur tók aðra stefnu eftir þetta þýðingarmikla mark. KR-ingar höfðu allan tímann leikið 4-2-4 (eins og Akranes) en nú drógu þeir annan miðjumanninn, Ell- ert Schram, enn aftar og mynd- uðu 5-manna varnarvegg. KR- ingar lögðu sem sé aht upp úr því að halda hlutföllunum ó- breyttum — og það tckst þeim — en eftirleikurinn var hroða- legur vegna þeirrar hörku, sem komst í leikinn. Þegar u.þ.b. 10 mínútur voru eftir gerðist það með stuttu millibili að Eyleifur Hafsteinsson og Ríkharður Jónsson úr Akranes-liðinu voru bornir út af vellinum í sjúkra- börum, vegna meiðsla, sem þeir hlutu — og hafði Ríkharður brotnað í baki. I hinu liðinu hlutu menn einnig meiðsli. Ár- sæll Kjartansson, h. bakvörður, var nefbrotinn og nokkrir aðrir hlutu önnur meiðsli. Áhorfend- ur, sem flestir voru á bandi Akraness, urðu mjög órólegir, þegar Eyleifur og Ríkharður Baldvin Baldvinsson, miðherji KR, og markhæsti maður mótsins, nær knettinum í vítateig Akureyr- inga í leiknum á Laugardalsvelli og skorar eitt af þremur mörkUm sínUm I leiknum. 188

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.