Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Síða 12
Frá leik Keflavíkur og Ferensvaros á Laugardalsvelli. Sigurvin Ólafsson skaliar knöttinn yfir mark- ið á hættulegu augnabliki við mark Keflvíkinga. Keflvíkingar í Evrópukeppni Islandsmeistararnir frá Kefla- vík tóku þátt í hinni frægu Evrópubikarkeppni meistara- liða í knattspyrnu og voru svo heppnir eða óheppnir — eftir því hvort menn vilja hafa — að dragast gegn einu bezta fé- lagsliði Evrópu, ungverska meistaraliðinu Ferensvaros, sem nokkrum mánuðum áður hafði unnið það afrek að sigra í borgarkeppni Evrópu í knatt- spyrnu — vann ítalska liðið Ju- ventus í úrslitaleik 1—0, og í undanúrslitum vann Ferens- varos hið heimsfræga lið Man- chester United, reyndar eftir þrjá leiki, og voru tveir þeirra háðir í Budapest. Að dragast gegn slíku liði þýð- ir auðvitað að um áframhald í keppninni getur ekki verið að ræða — en þetta er heppnis- dráttur, því möguleikar til að fá slíkt lið til Islands undir öðrum kringumstæðum er nær óhugsandi. Og þótt Keflvíking- ar töpuðu með miklum mun í Budapest (9—1) og nokkrum í Reykjavík (4—1) er óhætt að fullyrða, að þeir komust betur frá leikjunum, en þeir bjartsýn- ustu höfðu þorað að vona, þrátt fyrir markamuninn. I leiknum á Laugardalsvelli síðast í ágúst komu Kefl- víkingar hinum fjölmörgu á- horfendum algerlega á óvart með ágætum sóknarleik, sem kom ungversku varnarleik- mönnunum í hinn mesta vanda hvað eftir annað. Keflvíkingar fengu fjölmörg tækifæri til að skora, en brást bogalistin við markið — utan einu sinni — um miðjan síðari hálfleik, þeg- ar Rúnari Júliussyni tókst að skora ágætt mark, en reyndar 192

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.