Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 13
höfðu Ungverjar þá skorað öll fjögur mörk sín. Síðari leikurinn var á hinum mikla NEP-leikvangi í Buda- pest hinn 8. september og Ung- verjarnir sigruðu með 9—1. Þetta er í fyrsta skipti, sem ís- lenzkir knattspyrnumenn leika í Ungverjalandi og hér á eftir fara nokkur atriði úr grein eftir Atla Steinarsson, sem var einn af fararstjórum Keflvíkinga: „Keflvíkingar léku í dag síð- ari leik sinn við Ferencvaros í Evrópukeppni meistaraliða á ,,Nep-leikvanginum“ í Búda- pest. Þótt þeir töpuðu nú leikn- um með 9 mörkum gegn 1, þá áttu þeir samt hug og hjörtu áhorfenda, því að allan tímann reyndu Keflvíkingarnir að leika knattspyrnu og féll það í góð- an jarðveg á áhorfendapöllun- um. — Þeir lögðust aldrei í vörn, sýndu oft ágæta knatt- spyrnu og voru jafnvel óheppn- ir að skora ekki fleiri mörk. Þeir áttu að vísu ekki eins op- in tækifæri í þessum leik og hinum fyrri, en þeir náðu oft ágætum sóknarlotum. Ferenc- varos lék nú af fullum krafti og var auðséð að þeir reyndu allt sem þeir gátu til þess að ná 2ja stafa tölu, en það tókst sem sagt ekki. Strax í byrjun sýndu þeir sömu yfirburðina í allri knatttækni og knattmeðferð, eins og Reykvíkingar fengu að sjá á Laugardalsvellinum. — Keflvíkingarnir beittu sömu leikaðferð og þeir gerðu í fyrri leiknum, þannig að fimm leik- menn léku í vörn og innherjarn- ir drógu sig aftur í framvarð- arstöðuna og svo þrír sóknar- leikmenn. Keflvíkingar sýndu þarna mjög góðan leik og það vakti mikla athygli, að þeir reyndu allan tímann að sýna góða og prúðmannlega knattspyrnu og lögðust aldrei í vörn. — Má segja, að þeir hafi jafnvel leikið meiri sóknarleik núna, en í fyrri leiknum. Ungverjarnir voru miklu betri hér á sínum heimavelli en í Reykjavík, en allir þeir sem á völlinn komu, samtals um 30 þús. manns, lof- uðu mjög framkomu Keflvík- inga. Forráðamenn Ferencvaros hér fannst mikið til um fram- komu Keflvíkinga, t.d. hlupu þeir út á völlinn áður en leik- urinn hófst og heilsuðu áhorf- endum mjög fallega og kvöddu þá á sama máta í leikslok, en hlupu síðan að, þar sem Ung- verjarnir gengu inn og hylltu þá. Voru Ungverjarnir sérstak- lega hrifnir af þessu og kváðu slíkt aldrei hafa komið fyrir í Ungverjalandi að taplið sýni þar slíkt. KR varð fyrst íslenzkra fé- laga til að taka þátt í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa (cup winners cup), eins og það var fyrst til að taka þátt í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða. KR mætti norsku bikarhöfunum, Þrándheimsliðinu Rosenborg í 1. umferðinni, og reyndist norska liðið ofjarl KR, sigraði í báðum leikjunum, 3—1 í Reykjavík hinn 24. ágúst og einnig 3—1 í Þrándheimi fyrst í september (samanlagt 6—2). Þótt þetta norska lið sé í 2. deild í Noregi (er efst í norð- Eins og allir vita, fóru Kefl- víkingar ekki til Ungverjalands með neina sigurvon í brjósti, en þó staðráðnir í að gera sitt bezta og er óhætt að segja að þeir hafi gert það fyllilega. Beztir í liði Keflvíkinga voru þeir, Kjartan, sem átti ágætan leik og varði oft vel, Sigurvin, sem var langbezti maður varn- arinnar, og lofuðu Ungverjarn- ir mjög frammistöðu hans, og í framlínunni átti Jón Jóhanns- son miðherji beztan leik, en liðið í heild komst mjög vel frá leiknum og hvergi veikur hlekk- ur. Ferencvaros hafði að sjálf- sögðu mikla yfirburði fram yfir Keflvíkinga, en það var skipað sömu leikmönnum og léku hér um daginn. Ekki er hægt að segja að neinn einstakur leik- maður hafi borið af hjá þeim, því liðið er mjög jafnt.“ urdeildinni) var það greinilega betra en KR í báðum leikjunum, svo greinilegt er, að við stönd- um Norðmönnum nokkuð að baki á knattspymusviðinu í dag. Að vísu verður að taka til greina, að í leiknum í Reykja- vík léku KR-ingar tíu mest all- an leikinn, þar sem Þórður Jónsson meiddist snemma í leiknum — haltraði á kantinum um tíma, en varð síðan að yfir- gefa leikvöllinn alveg. Þetta var mikið áfall fyrir KR — og gerðu sigurmöguleika félagsins litla, þar sem heimavöllurinn og K.R.-ingar 193

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.