Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 15
Víðavangshlaup IR og Jón líaldai Eins og kunnugt er var Víðavangshlaup IR háð í 50. sinn á s.l. vori og fór fram á sumardaginn fyrsta, eins og venjulega. Þetta hlaup á sér merkilega og á margan hátt athyglisverða sögu, sem ekki verður samt rakin ná- kvæmlega að þessu sinni. Hlaupið hefur t.d. aldrei fall- ið niður og er það eitt útaf fyrir sig merkilegt. Það var hinn kunni íþrótta- frömuður og hugsjónamað- ur, Helgi Jónasson frá Brennu, sem kom þeirri hug- mynd á framfæri vorið 1915, að efnt yrði til Víðavangs- hlaups. Ekki varð þessi hug- mynd þó að veruleika fyrr en árið 1916, en þá bar sumar- daginn fyrsta upp á skírdag. Vonandi gefst okkur tæki- færi til að segja nánar frá þessu merka hlaupi, en hér á eftir munum við skýra að nokkru afreksferil fyrsta sigurvegara hlaupsins, Jóns Kaldal. ’k Árið 1916 eignuðust Islend- ingar fyrsta hlaupara sinn, og þann einasta, sem vinnur sér orðstír á erlendum vettvangi, og það um leið og hinir ágætu og gamalkunnu Finnar, H. Kohlemánien og Nurmi voru taldir yfirnáttúrlegir, hvað tíma snerti, allt frá einnar mílu hlaupi upp í maraþonhlaup. — Víðavangshlaupið 1916 — hið fyrsta í röðinni — færði mönn- um sannanir fyrir því, að þessi granni, hægláti piltur, bjó yfir óvenjulegu viljaþreki og ein- beittu skapi. Það er rétt að segja nokkuð nánar frá, hvern- ig atvikin höguðu því til, að Jón Kaldal komst í kynni við hlaup og keppni í gegn um þetta fyrsta víðavangshlaup I.R. Það var sunnudaginn fyrir sumardaginn fyrsta, að Helgi frá Brennu og Ben. G. Waage voru að telja kjark í mann- skapinn sem hafði lofað að vera með, en voru nú óðum að gugna vegna algjörs æfingaleysis. Þetta var í portinu hjá Mennta- skólanum, en þar voru aðal- bækistöðvarnar fyrir æfingarn- ar undir hlaupið, sem höfðu verið heldur stopular. Jón Kaldal bjó þá í húsinu við Bókhlöðustíg 2, gegnt íþöku, og hafði fylgst með æf- ingum í gegn um gluggann. Hann fer út til þeirra Helga og Benna og spjallar við þá fram og aftur um hlaupið, og áður en þeir skilja, verður það úr, að hann er einn þátttakand- inn, til uppfyllingar og að margra dómi án sigurmögu- leika. Sumardagurinn fyrsti rann upp heiður og bjartur. Kepp- endur voru 9 og er nú lagt af stað. Ólafur Sveinsson, ágætur hlaupari og fjölhæfur íþrótta- maður á sínum tíma og síðar Jón Kaldal og Benedikt G. Waage. 195

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.