Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1966, Síða 19

Íþróttablaðið - 01.06.1966, Síða 19
Benedikt Jakobsson: HVAÐ ER LEIKFIMI? Hvað er leikfimi? Leikfimi á vafalaust að vera þýðing á orð- inu „gymnastik". Orðið gymna- stik er komið úr grísku af „gymnos" sem þýðir nakin. Það kemur fyrst fyrir á fjórðu öld fyrir Krist, og táknar þá allar íþróttir, sem æfðar voru, en æfingarnar fóru fram án klæða. Síðar var íþróttaleg þjálfun táknuð með orðinu gymnastik. Þýðing orðsins breytist svo enn í grísku máli og táknar á dög- um Galenosar „Vísindin um áhrif líkamsæfinga á manns- líkamann“. Og hjá Filostratos þýðir orðið menntun eða upp- eldi íþróttamannsins. Gríska orðið gymnastike er notað í flestum menningarlönd- um, ensku gymnastics, frönsku gymnastique, þýzku gymnastik eða „Turuen“, ítölsku gymna- stica, á finnsku heitir gymna- stik voimistelu. Oriðið leikfimi, eins og það er notað hjá ýmsum menningar- þjóðum nú á dögum, táknar „kerfisbundnar æfingar, þar sem hver æfing á að gegna á- kveðnu hlutverki til eflingar og þroska ákveðinna líkamlegra og andlegra eiginleika. En leikfimi í þeirri merkingu, sem hér er lýst, er hægt að rekja til fornar menningar í Kína og Indlandi. 1 Kína voru mörg leikfimi-kerfi og sum ná- kvæmlega skráð. Flest þeirra voru bundin trúnni á einn eða annan hátt, sama gilti um hin indversku. Iðkun þessara leik- fimi-kerfa var einn þáttur trú- arlegra athafna. Kong-fou-Kínversk sjúkráleikfimi. Þekktasta leikfimikerfi Kín- verja er kong-fou. Það er talið, að það hafi verið skráð 500 f. Krist. Það var mest iðkað af taoistiskum prestum frá því á 2. öld eftir Krist. Kong-fou-kerfið var ekki að- eins líkamleg heilsulind, heldur var talið, að með iðkim þess, öðluðust menn eilíft líf. Margar af æfingmn þessa kerfis eru þekktar enn í dag og koma fyr- ir í venjulegri skólaleikfimi. Kong-fou-kerfið varð nokkuð þekkt í Evrópu um 1779 en þá var það þýtt á frönsku af Amiot. Árið 1904 kom Frakk- inn Desbonnet fram með þá kenningu, að P. H. Ling hafi bersýnilega orðið fyrir miklum áhrifum frá Kong-fou-kerfinu í sínu brautryðjanda starfi. Búddisk-leikfimi. Með búddistum í Kína voru tvö leikfimi-kerfi vel þekkt. Brautryjandi þessa kerfis var ábóti við Shao-lin-hofið, 520 e. Krist. í báðum þessum kerf- um shao-lins, eru margar æfing- ar, sem notaðar eru í leikfimi enn þann dag í dag. Frá öðru þessara kerfa þró- aðist síðar sérstæð íþrótt „Kín- versku hnefaleikarnir". Þessir hnefaleikar eru í eðli sínu mik- ið skyldari leikfimi en keppni- íþrótt. Um 200 e. Krist samdi lækn- irinn Hua To leikfimi-kerfi, sem nú er glatað. Það hét wu-kin-hi og gæti því þýtt „hreyfingar hinna fimm dýra“. Einnig mætti nefna kerfið „Siao-tao“ eða „lítil áreynsla“. Það er slæmt, að slíkt kerfi skuli einn- ig vera glatað, því margur mundi vafalaust vilja komast í kynni við leikfimikerfi, þar sem lítið þyrfti að reyna á sig. Kerfi þetta samanstóð einnig af nuddi „an-mo“. Indverjar iðkuðu ýmsar önd- unar-æfingar, sem tæplega geta talist leikfimiæfingar í nútíma þýðingu þess orðs. Grikkland og Róm. Á það hefur lauslega verið drepið, að leikfimi táknaði hjá Grikkjum ýmsa íþróttaþjálfun ásamt tilheyrandi íþróttagrein- um og mótsvara því íþróttum í nútíma merkingu og þjálfun þeirra. Grikkir gerðu sér það á hinn bóginn ljóst, að vissar íþróttir gátu leitt til einhæfni í þroska, væru þær æfðar einhliða, og valdið lýtum á líkamanum. En eitt af markmiðum Grikkja með íþróttalegum æfingum var al- hliða þroski líkamans, til þess að ráða bót á þeim vanda að líkaminn yrði ekki lýttur vegna einhliða æfinga, tóku þeir að æfa fleiri greinar íþrótta, er síðar varð vísir að keppni í í- þróttum, t. d. fimmtarþraut 143

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.