Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1966, Qupperneq 8

Íþróttablaðið - 01.08.1966, Qupperneq 8
 ....... _í ' t ' .'SS i f||f§fl||l Éll ■' ■ 1 é Fyrirliði Þýzkalands, Uve Seeler, stekkur yfir Jashin. V.-Þýzkaland—Sovétríkin 2—1. Fyrri ieikurinn í undanúrslitum var háður á Goodison Park 25. júlí milli V.-Þýzkalands og Sovétrikj- anna -— og enn einu sinni gleymdist knattspyrnan og harkan réð ríkjum. Einum bezta leikmanni sovézka liðs- ins, Chislenko, var vísað af leikvelli fyrir hörkulegan leik undir lok fyrri hálfleiks og með manni færra höfðu Sovétríkin litla möguleika gegn hinu sterka þýzka liði. Haller skoraði fyr- ir Þýzkaland á 43 mín. og í síðari hálfleik bætti Eeckenbauer — hinn frábæri tvítugi framvörður þýzka liðsins -— öðru marki við. Eftir það tóku Þjóðverjar lifinu með ró, lögð- ust í vörn og forðuðust meiðsli, en rétt fyrir leikslok urðu Tilkowski markverði á mistök og Porkujan skoraði. Aftur átti Jashin stórkost- legan leik i marki og forðaði liði sínu frá miklu stærra tapi. England—Portúgal 2—1. Daginn eftir lék England og Portúgal á Wembley. 1 frábærum leik sigraði enska liðið með 2—1 og eftir hann átti heimspressan varla nógu sterk lýsingarorð yfir ágæti beggja liða. Þetta var raunverulega leikurinn, sem bjargaði heimsmeist- arakeppninni — það var fyrst eftir tæpan hálftíma, sem dómarinn þurfti að dæma aukaspyrnu — prúðmennsk- an sat í fyrirrúmi. Það var Bobby Charlton ■—- leikmaðurinn frægi hjá Manchester United — sem var hetja Englands og skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum hálfleik. Til gamans má geta þess, að Bobby sat á varamannabekkjum í heimsmeist- arakeppninni 1958 alla leikina, hvað svo sem ensku blöðin heimtuðu að hann léki með ■— hann þótti of ung- ur þá 18 ára, á sama tíma og Peie varð heimsfrægur 17 ára! Heimslið Brazilíski blaðamaðurinn José Werneck valdi þetta heimslið: Jashin — Kaposta — Sjesternev — Marzolini — B. Moore — Beckenbauer — B. Charlton — Bene — Albert — Eusebio — Simoes. Bezti leikmaður Bobby Charlton. Eusebió — sem hafði leikið Kóreu- menn svo grátt — mátti sín nú lítils gegn öðrum leikmanni Manch. Utd. — Nobby Stiles, sem beinlínis tók hann úr umferð ■— nákvæmlega eins og í leikjum Benfica og Manch. Utd. í Evrópubikarkeppninni I vor. Við það fór broddurinn úr sókn Portúgala og það var ekki fyrr en 10 mín. fyrir leikslok að þeim tókst að brjóta nið- ur ensku vörnina. Hinn hávaxni Torres skallaði að marki, knötturinn fór framhjá Banks og var á leið í markið, þegar Jackie Charlton sló hann frá. Vítaspyrna var þegar dæmd og Eusebió skoraði auðveld- lega hjá Banks — sem kastaði sér í öfugt horn marksins -— fyrsta markið, sem skorað var hjá Banks í keppninni — og þriðja markið, sem Eusebió skoraði úr vítaspyrnum. Enska liðið sýndi mjög góðan leik og sigraði verðskuldað og þar með var England í fyrsta skipti komið í úrslit í HM. Keppnin urn þriðja sœtið. Portúgai og Sovétríkin léku því um þriðja sætið í keppninni og fór sá leikur fram á Wembley 28. júlí. Portúgalar sigruðu með 2—1 og 156

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.