Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 4
IMokkur lífeðlis- og læknisfræðileg vanda mál varðandi íþróttakeppni í IMexicó City Hina virðulega öldunga al- þjóðaolympíunefndarinnar hef- ur vafalaust ekki grunað að í öllum álfmn heims, yrði ritað um val þeirra á Mexico City, sem keppnisstað fyrir næstu Ólympíuleiki, er fram eiga að fara 1968. Fjölmargar þjóðir hafa sent vísindamenn til Mexico City til að rannsaka þar aðstöðu til keppni og alveg sérstaklega í frjálsum íþróttum. Haldin hafa verið tilraunamót til athugun- ar á getu íþróttamanna til keppni þar, en staðurinn ligg- ur 2240 m. fyrir ofan sjávar- mál. Á liðnu sumri var gerður rannsóknarleiðangur, er öll Norðurlöndin tóku þátt í, að undanskildu Islandi. Þátttak- endur þessa leiðangurs voru líf- eðlisfræðingar og íþróttamenn og höfðu þeir með sér margvís- leg tæki til rannsókna. Að sjálfsögðu voru þátttakendur leiðangursins bólusettir gegn taugaveiki og taugaveikibróð- ur. Þeir fengu enn fremur 3 til 4 ml. af gammaglobulin og intestopan. Eftir heimkomu leiðangursmanna gáfu þeir skýrslur um störf sín og nið- urstöður og fer hér á eftir ör- lítill úrdráttur úr skýrslum þeirra. 1. Smithœtta. Staða almennings í hrein- lætismálum í Mexico ásamt mjög ólíkum gerlagróðri, veld- Intestopan er við óeðlilegum gerla- gróðri í þörmum. Gammaglobulin er bólusetningarmeðal gegn sýkingu. Þýðandinn. ur til samans mikilli smithættu fyrir þá, er þar dvelja. Varð- andi sænska hópinn má geta eftirfarandi: Aðeins 3 af 13 reyndust halda nokkurn veginn fullri heilsu það tímabil, sem flokkurinn dvaldi í Mexico City, er var frá 5. til 25. okt .síðast liðið haust. Svipað má segja um finnska hópinn. Nefna má, að finnski hindrunarhlauparinn Kuha leið næstum því allan tímann af illkynjuðum veiru- sjúkdómi (coxsacike B4). Eins og sakir standa eru engin fyrir- byggjandi lyf til, er varnað geti smithættu í Mexico, önnur en aukið hreinlæti. Að dvelja nokkrar vikur í Mexico án þess að verða veikur hlýtur, að fenginni reynslu, að teljast ósennilegt. Því hefur áður ver- ið slegið föstu í blöðnm og tímaritum sl. 2 ár að það taki nokkrar vikur fyrir íþróttafólk að laga sig að staðháttum fyrir Ólympíuleikana 1968. Að sjálf- sögðu vill enginn eyðileggja þann tíma, er þannig væri varið til aðlögunnar. Vegna smit- hættu og sjúkdóma er það tal- ið ógerlegt að dvelja í Mexico City fyrir leikina. Það er því talið heppilegast að æfa kepp- endur síðustu vikurnar á ein- hverjum stað er liggur í svip- aðri hæð yfir sjávarmáli og Mexico City, og þar sem smit- hætta hættulegra sjúkdóma er ekki fyrir hendi. 2. Veðurfar. Veðrátta í Mexico City er þægileg fyrir Norðurlandabúa. 1 októbermánuði rignir lítið og reyndist svo einnig 1965, er sænskir vísindamenn voru þar við rannsóknir. Meðalhiti í skugganum 18 til 23 °C en móti sól getur hitinn farið upp í 30 til 35°C. Við langhlaup og hjólreiðar verður því að reikna með miklu svitatapi. Við sólset- ur kólnar fljótlega og kl. 19 er hitinn oft nálægt 12 til 14°C. Við dagrenningu er kaldast. Getur þá hitinn farið allt niður í 3 til 4°C. Hið raunverulega rakastig er mjög lágt 40—50%, en getur verið mjög breytilegt yfir daginn. Vegna hins lága rakastigs reynist nauðsynlegt að nota sérstakan áburð á var- ir. Þrátt fyrir það, liðu margir íþróttamenn af munn- og háls- þurrki. 3. Tækni og kraftíþróttir. 1 þeim íþróttagreinum þar sem hæfnin til að taka upp súr- efni er ekki aðalatriðið til þess að ná árangri í viðkomandi grein, er ónauðsynlegt að dvelja og æfa í mikilli hæð yfir sjáv- armáli. Finnsku íþróttamenn- irnir notfærðu sér þessa stað- reynd. Langstökkvari þeirra Stenius, en hann dvaldi við nám í Kaliforníu, kom fljúgandi kvöldið fyrir keppnisdaginn. Hann fann ekki til neina óþæg- inda og sigraði með ágætum ár- angri, 8.01 m. Sé smithættan í Mexico City höfð í huga, virðist þetta dæmi fela í sér nokkra lausn vand- ans. 224

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.