Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8
ur úr þessari hættu. Því er hægt að slá föstu að 19 daga aðlög- unartímabil er ekki nægilega langt. Því miður er ómögulegt að spá neinu um það fyrirfram hver hafi mesta aðlögunar- hæfni. Það er heldur ekki hægt, án frekari rannsókna að benda á neina aðra leið til aðlögunar, en að dvelja langdvölum í mik- illi hæð. Aðaltilgangurinn með ferð- inni til Mexico City var að skil- greina hæðar vandamálið, auk þess að reyna að öðlast heild- armynd af Mexico City, sem stað ólympíuelikanna 1968. Frá læknis- og lífeðlisfræði- legu sjónarmiði skal eftirfar- andi tekið fram: 1. Hinn hái dagshiti (í skugg- anum 20—40°, í sólinni 25— 35°C) hefur í för með sér ákaft svitatap við þjálfun og í keppni, og getur haft örlagarík áhrif á vökvajafnvægi líkamans, er krefst nákvæms eftirlits og að- gæzlu. 2. Hinn mikli skortur hrein- lætis í Mexico ásamt ríkulegum bakteríugróðri af ólíkum teg- undum og gerist á Norðurlönd- um, olli margvíslegum háls- og magakvillum. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að reyna að öðlast meiri þekkingu á hinum marg- víslega bakteríugróðri og rækt- un hans, ef vera kynni að hægt yrði að fyrirbyggja smit að einhverju leyti. Hreinlæti einstaklingsins hlýtur þó ætíð að vera þýðing- armest. Frá heilbrigðislegu s jónarmiði eru innkaup á vörum og mat í Mexico miklum vanda bundin. Sannanlegt er, að eigi nor- rænir íþróttamenn að ná veru- legum árangri í þolíþróttum, þurfa þeir mun lengri tíma til aðlögunnar en 3 vikur. Okkur er ljóst að niðurstöð- ur okkar og lokaorð eru í beinni andstöðu við skoðanir, er fram er haldið í bók þeirri, er ólympiska nefndin í Mexico hefur gefið út, og þær eru einn- ig í andstöðu við upplýsingar þeirra lækna í Mexico, er við hittum þar við dvöl okkar. Á hinn bóginn eru niðurstöð- ur okkar og reynsla í beinu samræmi við þær niðurstöður er fengust á umræðuþingi (symposiet) um efnið, „afreks- getan í mikilli hæð“. Umræðuþing þetta var hald- ið í Magglingen í Sviss 15. til 18. des. 1965. Mætir voru til að ræða um mál þetta vísinda- menn, meðal annars frá Eng- landi, Frakklandi, Japan og Bandaríkjunum og höfðu allir starfað að rannsóknum í Mexico City á svipaðan hátt og vísindamenn Norðurlandaþjóð- anna. Athugasemdir pýðanda. Loftþrýstingur við sjávar- mál er venjulega 760mmHg. Hluti súrefnisins er 21% af innöndunarloftinu, hitt er köfnunarefni. Súrefnisblandan í limgnablöðrunum (alveolun- um) er 14—15%. Efnaskipti á milli blóðs og lofts í lungunum byggjast á þeirri forsendu að súrefnisþrýstingurinn (02) sé meiri í lungnablöðrunum en í blóði því, er streymir gegnum háræðanet lungnanna. Og skil- yrði þess að blóðið geti skilað kolefnistvísýringi (C02) inn í lungnablöðrurnar er að þrýst- ingur hans þar sé minni en í blóðinu. Við dvöl í mikilli hæð breyt- ist ekki súrefnisinnihald and- rúmsloftsins. Það er hið sama eða 21%, og súrefnisinnihaldið í lungnablöðrunum er einnig hið sama eða 14—15%. En það sem er aðal meinvaldurinn í þessu tilliti er að þrýstingur súrefnisins minnkar að sínum hluta frá 110—120 mmHg og niður í 90—100 mmHg. Þetta orsakar að hver og einn lítri blóðs er streymir í gegnum háræðanet lungnanna tekur upp hlutfallslega minna súr- efni frá lungnablöðrunum, þ. e. s. bindur minna af súrefni við rauða blóðlitarefnið. Venjulega er talið að rauða blóðlitarefnið (hemoglobnið) sé fullmettað við 99—98—97%, er það streymir frá lungunum til baka. Tölur þessar eru miðað- ar við sjávarmál. I 2240 m hæð yfir sjávarmáli reynist mettun blóðsins eða blóðlitarefnisins vera aðeins 89—90%. Það þýðir að hver og einn lítri blóðs flytur 10% minna súrefni með sér frá lung- unum. Við aukið erfiði er hægt að leysa þennan vanda með mikilli öndunartíðni, en það er ekki hægt til lengdar. Við það hækkar að vísu hluti súrefnis- ins í lungnablöðrunmn, ef til vill upp í 16—17 % en hinn óeðlilegi öndunarhraði hefur í för með sér röskun á C02 inni- haldi loftsins í lungnablöðrun- um og veldur það truflunum í vef jum líkamans sem er óheppi- leg. Nokkur lausn vandans við dvöl í mikilli hæð til að aðlaga sig að erfiði er, að rauðu blóð- kornunum fjölgar og um leið vex hæfileiki blóðsins til að taka upp súrefni og fyrrnefnd % tala (10%) lækkar. BenediJd Jakóbsson 228

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.