Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 14
frjálsu félagslegu starfsemi, sem rekin er undir handleiðslu hinna ýmsu sambanda. Ég var beðinn að reifa mál um íþróttamiðstöðvar á Norð- urlöndum eins og þau mál liggja fyrir nú. Ég taldi mér ekki fært að gera því máli viðhlítandi skil án þeirrar forsögu, sem hér hefur verið frá greint. Allar nútíma æfingamið- stöðvar á Norðurlöndum eiga tilveru sína að þakka æðri menntastofnunum, er léð hafa þeim krafta sína og séð þeim fyrir fróðleiksforða. Finnland. Árið 1937 tóku Finnar í notkun íþróttaskóla sinn að Vierumáki, nálægt Lahti. Fyrsti forstöðumaður þessa skóla var háskólakennarinn Axeli Kos- kela. Við skóla þennan eru haldin lengri og skemmri nám- skeið í flestum íþróttagreinum, og í hverja grein jafnan fengn- ir hinir færustu menn til for- sagnar og kennslu. Skólinn er allt í senn fyrir kennara, leið- toga, leiðbeinendur og æfinga- miðstöð fyrir úrvals menn í í- þróttum. Hann starfar að mestu árið um kring. Sumar- skóla hafa Finnar á fleiri stöð- um. Námskeið í kvennaleikfimi hafa þeir t. d. við Varala, Tan- havara, Pagutahli, Voukatti o. fl. Danmörh. Danmörk á ekki neitt Vieru- máki, en þó eru þar ýmsir skól- ar, er sjá um, á sinn hátt, hina margslungnu uppbyggingu nú- tímaíþrótta. Nefna má Ollerup, sem starfar að þjóðlegri leik- fimi ásamt öðrum hliðstæðum skólum. Sönderborgarskólinn er skóli nýr í sniðum og nýtískulegur, stofnaður árið 1952. Rektor hans er cand. mag. Agnar Sö- gárd Jörgensen. Þar starfar ís- lenzkur íþróttakennari, Jón Trausti, að nafni. Skólinn út- skrifar leiðbeinendur. Vejle á Jótlandi er íþrótta- skóli í nútíma merkingu, eins- konar Vierumáki Dana. Þar eru haldin mörg og merk nám- skeið fyrir þjálfara og leið- beinendur. I Vejle hafa allmarg- ir Islendingar notið sérfræðslu á námskeiðum skólans fyrir handknattleiks- og knatt- spyrnuþjálfara. Skólinn er einrdg miðstöð fyrir þolrann- sóknir Dana, bæði ergometrisk- ar rannsóknir þar sem súrefnis- upptaka íþróttamanna er mæld og kraftmælingar, þar sem átaksorka vöðva er mæld. Kraftmælingar þessar eru gerðar með kraftmælingatækj- um, gerðum í Danmörku. Þau eru sérstök í sinni röð og gerð að fyrirsögn prófessors Erling Asmundsen við Universitetes Gymnastik Teoretiska Labora- torium í Kaupmannahöfn, og poleomyeletiska institutet. Rektor skólans er Axel Bjerregaard, og er hann þekkt- ur fyrir rannsóknir sínar að Vejle. Sérstaklega hefur hann rannsakað áhrif stöðvar- þjálfunar og gagnsemi hennar fyrir íþróttafólk. Danir hafa lagt fram meiri skerf til íþrótta- vísinda og íþróttafræða en margir hyggja. Um langt skeið hefur verið starfandi deild fyr- ir íþróttavísindi við Kaup- mannahafnar háskóla. Þar hafa ýmsir heimskunnir menn kom- ið við sögu. Árið 1920 hlaut Krogh nóbelsverðlaun fyrir rannsókn- ir sínar í lífeðlisfræði, m.a. fyr- ir starfsmælingar sínar á ergometerhljóli, er hann fann upp fyrstur manna. Arftaki hans var professor Lindhard og nú síðast Asmund- sen, en hann er einn fremsti lífeðlisfræðingur heims í dag. Noregur. Noregur hefur ekki átt nein- ar háborgir íþróttalegra fræða, er starfað hafa á vegum sam- bandanna að sérþjálfun og sér- menntun leiðtoga. Þeir hafa á hinn bóginn átt marga gamla og góða lýðháskóla er staðið hafa vörð um norska menn- ingu og haft íþróttir á stefnu- skrá sinni. Allir eldri Islendingar kann- ast til dæmis við lýðháskólann í Voss, er ýmsir íslendingar sóttu margvíslegan fróðleik til, líkt og til Askov í Danmörku. Um langt árabil hafa sumir þessir skólar haft sérstaka íþróttadeild vetrarlangt t. d. í: Agder Folkehögskole, Gudbrandsdal Fylkeskule, Ringebu Folkehögskole, Vestmar Folkehögskole Á sumrin eru haldin nám- skeið fyrir leiðtoga og leið- beinendur á ýmsum stöðum í landinu. Fyrir þeim standa samböndin, sveitafélög og fylki. Þeir sem sækja nefnda skóla verða leiðbeinendur og leiðtog- ar í íþróttafélögum en sumir taka að sér kennslu við skóla, þó þeir hafi raunar ekki rétt- indi til þess, en kennaraskort- ur er í Noregi og því gripið til þeirra, er færir þykja, án til- lits til réttinda. Yfirskrift þessara norsku skóla er: Við fostrer menn- 234

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.