Íþróttablaðið - 01.12.1970, Page 2
Eatska
knattspyrnan
vinsælust
Iþróttablaðið spjallar við Ómar
Ragnarsson, áþróttafréttamann
sjónvarpsins
Hlutverkin hans Ómars Ragnarssonar eru orðin mörg. Hann
er þekktur sem háðfugl, eftirherma og gamanvísnasöngvari. Og
um jólin hregður hann sér í rauða jólasveinabúninginn og kem-
ur fram sem Gáttaþefur á skemmtunum barna. En fæstir vita
víst, að Ómar hefur réttindi sem atvinnuflugmaður. Kannski skipt-
ir það engu máli, því ólíklegt er, að hann eigi eftir að láta að sér
kveða á því sviði, svo upptekinn sem hann er við að skemmta
landsmönnum.
Útgefandi:
íþróttasamband íslands.
Ritstjóri:
Alfreð Þorsteinsson.
Afgreiðsla: Skrifstofa Í.S.Í.
Iþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Sími: 30955.
Prentun: Víkingsprent
Senn mun árið 1970 líða í |
aldanna skaut. Er ekki óeðli- |
legt, að litið sé yfir farinn veg 1
um áramót og spurt, hvort i
gengið hafi verið til góðs, göt- 1
una fram eftir veg.
Víst er um það, að íslenzkir |
íþróttamenn eiga margar og |
ánægjulegar minningar frá |
árinu, sem nú er að kveðja. |
Hæst ber glæsileg íþrótta- |
hátíð ÍSÍ. Einnig má minna §
á marga ágæta Iandsleikja- |
sigra í knattspyrnu, hand- |
knattleik og körfuknattleik, |
sigur í fyrstu skíðalands- |
keppninni, og augljósar fram- |
farir frjálsíþróttafólks.
Enda þótt allir þessir at- §
burðir séu minnisverðir, hef- g
ur fleira merkilegt gerzt, þótt |
ekki hafi það verið á hlaupa- |
braut, keppnisvelli eða skíða- |
brekku. Er þá átt við, að á |
þessu ári hefur heldur rofað |
til í fjármálum íþróttahreyf- I
ingarinnar. Getraunirnar skila i
meiri hagnaði en árið á und- g
an og virðast hafa tryggt sér g
öruggan sess meðal almenn- I
ings. Einnig má minna á það, =
að nýlega skilaði nefnd, sem g
Alþingi skipaði, áliti um fjár- =
þörf íþróttahreyfingarinnar, og 1
eru miklar líkur taldar til |
þess, að verulega verði komið i
til móts við óskir íþróttahreyf- I
ingarinnar.
Það virðist því bjartara |
framundan í íþróttamálum. i
íþróttablaðið óskar íþrótta- |
mönnum nær og fjær gleði- |
legra jóla og farsæls nýárs.
Ritstjóri. 1
En alla gamanleikara dreymir
um alvarlegt hlutverk. Ómar er
engin undantekning að því leyti.
Og nú hefur hann hlotið eitt
slíkt hlutverk, þar sem hann er
orðinn íþróttafréttamaður sjón-
varpsins. Örlögin eru stundum
gráglettin, því að áður hafði Óm-
ar tekjur af því að herma eftir
íþróttafréttamanni sjónvarpsins!
Enda þótt ekki sé á allra færi að
fylla í skarð Sigurðar Sigurðsson-
ar, hefur Ómar farið vel af stað
og aflað sér vinsælda meðal
íþróttafólks.
—- Kemur sá gamli, góði Sig-
urður Sigurðsson aldrei upp í
þér, þegar þú ert að lesa íþrótta-
fréttirnar, Ómar?
— Nei, ekki get ég sagt það.
Þegar á hólminn er komið, er
starfið nægilega ólíkt öllu því,
sem ég hef fengizt við hingað til,
að eftirherma og önnur gaman-
semi í þá áttina, er víðsfjarri.
Mér reynist því létt að halda
þessu aðskildu.
— Nú er talað um, að það
þurfi óvenju taugasterka menn
til að koma fram í sjónvarpi dag-
234
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ