Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 3
lega. Kemur reynsla þín sem skemmtikraftur að notum? — Það er fyrst núna, sem mér finnst ég græða eitthvað á henni. í byrjun hélt ég, að þessi reynsla kæmi að miklum notum og ég hefði forskot yfir aðra, en svo var ekki. Ég fipaðist og gerði ýmsar skyssur. Annars er starfið þann- ig að maður veit aldrei fyrir- fram, hvernig tekst til. Jafnvel þegar maður telur sig vera mjög vel undirbúinn, rekur mann í vörðurnar. — Þú ert gamall íþróttamað- ur, Ómar? — Öllu má nú nöfn gefa! Ég get ekki neitað því, að ég hef spriklað talsvert um ævina og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum. Ég iðkaði frjálsíþróttir í ÍR og náði svo langt að komast í keppn- isflokk félagsins, sem fór í keppn- isför til Svíþjóðar. Einnig æfði ég knattspyrnu með Ármanni. Sannleikurinn er sá, að mér líð- ur illa, ef ég hreyfi mig ekki eitt- hvað. Nú eru íþróttaæfingar mín- ar aðallega fólgnar í því að hjóla í og úr vinnunni. Ég á lítið reið- hjól, sem rná brjóta saman. Það er mjög þægilegt að hafa það meðferðis á ferðalögum. Það er hægt að geyrna það í bílnum eða flugvélinni. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfirðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim fyndist maðurinn skrít- inn. Annars er það mín skoðun, að fátt sé eins hressandi og hjól- reiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir fær- ar. Er sérstök ástæða til að benda Trim-mönnum á hjólreiðar, sem heppilega og aðgengilega íþrótt fyrir almenning. — Svo við víkjum talinu að Ómar á hjólinu sínu ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 235

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.