Íþróttablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 5
því, að enska knattspyrnan hef-
ur verið tekin út úr íþróttatím-
anum og höfð sem sérstakt efni,
hefur íþróttatími sjónvarpsins
lengst sem því nemur. Þetta
álít ég vera til bóta. Mín skoð-
un, er sú, að í framtíðinni eigi
íþróttaefni eftir að stóraukast í
sjónvarpi og verða álíka mikið
og í nágrannalöndunum.
— Verður þú var við gagn-
rýni á einstaka efni?
— Já. Ef hnefaleikar eru
sýndir í sjónvarpinu, bregzt
það varla, að hringt er til mín.
En annars er það svo, að fólk
virðist hafa mjög ólíkar skoðan-
ir á því, hvort sýna eigi hnefa-
leika í sjónvarpi. Þannig hringja
einnig margir til að þakka fyrir
þetta efni. Sjálfur er ég dálítið
hræddur við þetta efni. Og per-
sónulega er ég algjörlega fylgj-
andi því, að hnefaleikar séu
bannaðir sem keppnisíþrótt á
íslandi.
— Hefurðu í hyggju að
brydda á einhverjum nýjung-
um í íþróttaþáttunum?
— Ég veit varla hvað ég á
að segja um það. Ég er í þessu
starfi til bráðabirgða, svo að það
er tæplega rétt að vera með mikl-
ar vangaveltur um framtíðina.
Þó get ég ekki neitað því, að ég
hef mikinn áhuga á því að hafa
nokkra umræðuþætti um íþrótt-
ir. Slíkir þættir, þar sem ýms-
ir málsmetandi menn skiptast
á skoðunum, yrðu áreiðanlega
gagnlegir.
— Að lokum, Ómar, er þetta
starf skemmtilegt?
Ómar Ragnarsson, til vinstri, í hlutverki Gáttaþefs,
en hinn jólasveininn á myndinni þekkjum við ekki.
sendingu, er hætt við, að störf- segja skilið við skemmtikraftinn
in geti rekizt á út á við. Ég hef í frítímum.
nefnilega ekki hugsað mér að — alf.
— Ja, vissulega er
skemmtilegt og lifandi, þó að
því fylgi viss streyta. En það er
tímafrekt og enda þótt ég sé
ekkert hræddur um að blanda
saman starfi íþróttafréttamanns-
ins og skemmtikraftsins í út-
IÞROTTABLAÐIÐ
237