Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 6
ALÍÞRÓTTIR „íþróttir fyrir alla — almenn- ingsíþróttir — munu á vissum erlendum málum vera táknaðar með orðinu „TRIM“. Ekki eru þó allir íslendingar sáttir við nái að festa rætur í íslenzkri tungu. Af þessum sökum hefur íþróttablaðið óskað eftir tillög- um um gott íslenzkt orð, er náð gæti merkinguinni í íþróttum fyrir alla eða almenningsíþrótt- um. Undirritaður er einn þeirra, sem fellir sig engan veginn við orðið ,,TRIM“. Það gefur ókunn- ugum ek'kert til kynna um það, hvað sé á ferðinni. Þá fellur það alls ekki vel undir lögmál ís- lenzkrar tungu. Þannig er það m. a. ritað með einu m-i, en bor- ið fram með tveimur, og myndi eflaust valda ruglingi í ritmáli. Það er óþjált í samsetningum. Væri það íslenzkað beint, ætti að rita það með tveimur m-um, að því er undirrituðum skilst, en þá væri það að sínu leyti orð- ið öðruvísi en upphaflega er- lenda orðið og fallið brott um leið visst fjárhagslegt hagræði, sem kann að vera fólgið í sama orðinu hér og sums staðar er- lendis. Hins vegar vill undirritaður leggja það eindregið til, að for- ystumenn íþróttahreyfngarinnar og aðrir áhugamenn um fram- gang íþrótta hér á landi beiti sér fyrir því, að hugtakið og hugsjónin íþróttir fyrir alla — almenningsíþróttir — verði tákn- að með orðinu ALÍÞRÓTTIR, og jafnframt einfaldri styttingu þess, forskeytinu AL-, til notk- unar í ýmsum orðasamsetning- um. Orðið alíþróttir minnir bein- línis á íþróttir fyrir alla og al- menningsíþróttir, einnig t. d. al- mennur (sem nær til allra) og alhliða (sem nær til margs). Þá er forskeytið al- sem stytting á alíþróttum mjög hentugt í alls konar orðasamböndum, bæði þekktum og ómynduðum, eins og forskeytið er ella í íslenzkri tungu. Þannig má t. d. nota það í upphafi ýmissa samsettra orða framan við orðið íþróttir. Nú verða nefnd nokkur al- geng dæmi úr góðu og gildu íþróttamáli til nánari skýringar: 1) ALÍÞRÓTTIR: iðka alíþrótt- ir, sbr. iðka íþróttir; leggja stund á alíþróttir, sbr. leggja stund á íþróttir. Þeir, sem iðka íþróttir á íslandi, leggja stund á al- íþróttir og keppnisíþróttir. þá tilhugsun, að hið erlenda orð 238 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.