Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 8
Lákamsstyrkurinn
undirstaða allra
athafna
og framsækni
íþróttir verða fyrst fyrir al-
vöru almenningseign, þegar byrj-
að er að kenna þær í skólum.
Margir mætir menn koma við
sögu í því brautryðjendastarfi.
Jean Jacques Rousseau
(1712-78)
Stefna hans birtist í óbrotnu
lífi og lifnaðarháttum. „Allt er
gott, eins og það kemur úr hönd-
um skaparans, en allt úrkynjast
í höndum mannanna". Hann átti
erfitt með að sætta sig við það
misrétti, sem aðallinn beitti hin-
ar lægri stéttir. Einkunnarorð
hans voru: „Allir menn eru fædd-
ir jafningjar og hafa þar af leið-
andi jafnan rétt, til þess að lifa
lífinu“. Hann ritaði bók, sem
olli algerri byltingu meðal sam-
tíðar hans, hana nefndi hann
„Emile“. Hún hafði ákaflega
mikil áhrif og er ekki laust við,
að áhrifa hennar gæti fram á
þennan dag. í bókinni ræðir
hann um líkamsuppeldið, líkams-
æfingar, skilning á eðlilegri þörf
barnsins, hreyfingu, útilíf, frjáls-
ræði undir ábyrgð, vinnuupp-
eldi o. s. frv.
Rousseau hélt því fram, að
það ætti að þjálfa líkamann, svo
að hann yrði þegn sálarinnar.
Guts Muths (1759-1839)
Þjóðverjinn Basedow, sem varð
ákaflega hrifinn af hugmyndum
Rousseau, stofnaði „internat-
skóla“ í Dessau, skóla, sem hlaut
nafni ðFilantropium = filantrop,
mannvinur. Basedow hafði áður
verið kennari við riddaraakadem-
íuna í Sorö á Sjálandi.
Námsskrá Dessauskólans gerði
ráð fyrir miklum tíma til líkams-
uppeldis með líkamsvernd, fim-
leikum og leikjum. Fimleikar
voru þrisvar í viku og saman-
stóðu eingöngu af eðlislægum
leikraunum svo sem hlaupi,
stökki, klifri, jafnvægisæfingum,
köstum, lyftingum og drætti.
Kennsluáætlun Basedows vakti
mikla athygli og margir slíkir
skólar voru stofnsettir. Einn af
kennurum við Dessauskólann,
Salzmann, stofnaði samskonar
skóla í Schnepfental í Thuringer-
wald.
Faðir skólaleikfiminnar
Fimleikakennari við þennan
skóla var Christoph Friedrich
Guts Muths, sem í fyrstu byggði
kennslu sína á hinum 5 æfinga-
flokkum, sem Salzmann tók með
sér frá Dessau.
Hann brann af áhuga fyrir
hinum nýju hreyfingum í upp-
eldismálunum. Hann var eftir-
maður Andrea. Ekki hafði hann
neina sérmenntun sem íþrótta-
kennari, en hæfileikar hans voru
einstakir. Honum varð ljóst að
íþróttakennarinn varð að byggja
að þekkingu í líffærafræði og líf-
eðlisfræði. Heilbrigður og hraust-
ur líkami eykur sjálfstraust og
heilbrigði.
240
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ