Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 9
Þess vegna eru líkamsæfingar, létt leikfimi nauðsynleg ekki síð- ur stúlkum en drengjum. íþróttanámið átti að vera skemmtilegt og sem mest al- hliða, gefa úthald, kraft, mýkt og fegurð. Ríkið átti að standa straum af íþróttakennslu. Hann tók upp ýmsar nýjung- ar, fjarveruskrá færði hann, og áður óþekktar æfingar byrjaði hann að kenna, eins og til dæm- is klifur í kaðalstigum og staur- um. Hann lagði mikla áherzlu á sundnámið og vildi að það yrði kennt í íþróttatímum. Hann kenndi í 50 ár við góðan orðstír. Seinni tíminn hefur oft nefnt hann upphafsmanninn að nú- tíma uppcldi. Hann ritaði nokkr- ar bækur um íþróttir. Ein þekktust þeirra er „Leik- fimi fyrir ungviði" og talin fyrsta kennslubók í fimleikum. Hún var þýdd á dönsku, sænsku, frönsku og ensku. Þessi mynd sýnir æfingar úr kennslubók Guts Mutbs Svisslendingurinn Johann HeinricJi Pestalozzi (1746-1827) barðist af eldlegum áhuga fyrir því að hinir óhamingjusömu og fátæku borgarar yrðu menntun- ar og uppeldis aðnjótandi. Hann helgaði þessu málefni allt líf sitt. Þó að fimleikarnir væru að- eins einn þáttur í hinu mikla starfi hans, hafði það þó stór- fellda þýðingu fyrir þróun þeirra. Sú hugsun gengur eins og rauður þráður í gegnurn upp- eldi Pestalozzis, að í allri kennslu eigi að fara frá hinu einfalda til hins samsetta. Alveg eins og far- ið er að í móðurmálskennslunni, þegar byrjað er á hljóðunum, bókstöfunum, orðunum, setning- unum og hugtökunum, átti að byrja á einföldustu hreyfingum fyrir liðamótin, undirstöðuæfing- unum, og byggja upp hæfnina smátt og smátt. Pestalozzi, er þannig fyrsti maðurinn í sögu fimleikanna, sem kemur fram með „skapaðar æfingarbyggð- ar á líffæralegri þekkingu um gerð liðamóta. Þetta er m. a. einn af þeim hornsteinum, sem Per Henrik ÍÞRÓTTABI.AÐIÐ 241

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.