Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 10
Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. Þ. JONSSON & CO. SKEIFUNNI 17 Símar 84515, 84927 Ling síðar byggði sitt fimleika- kerfi á. Friedrick Ludwig Jahn (1778-1852) Hann setti svip á þýzka fimleika. Ungur varð hann vitni að sigrum Napóleons. Hann leið fyrir niður- lægingu Þýzkalands og fylkti sér í flokk þeirra manna, sem undir- bjuggu frelsisstríð. Aðalmarkmið hans var að reyna að sameina allt landið, og notaði íþróttirnar til að efla þjóð- rækni og herða ungt fólk í bar- áttunni gegn óvininum. Um skeið var hann kennari við klaust- urskóla í Berlín. Hann fór þá oft með drengina í gönguferðir og fræddi þá urn það, sem fyrir augu bar. Staðnæmdist síðan á auðu svæði og lét drengina syngja ættjarðarsöngva, og sagði þeim sögur. Þá var einnig farið í leiki og íþróttir. Árið 1811 opnaði Jahn fyrsta leikvanginn, rétt hjá Berlín, Has- eneide. Með þessari stofnun var lagður grundvöllur að stofnun þýzku íþróttafélaganna. Tímamir voru mjög frjálsir, nemendurnir gengu frá einu áhaldi til annars, lítið lagt upp úr samtökum, en Jahn gekk hart eftir því að drengirnir kynntust. Jahn bætti við nýjum áhöld- um t. d. tvíslá og svifrá. Æfinga- stöðum þessurn fjölgaði brátt og dreif að mikinn fjölda úr öllum áttum. Sérstök íþróttaföt skyldu tek- in upp, og skyldu allir klæðast þeim. Merki fimleikamanna var ákveðið. Það var myndað úr fyrstu stöfunum úr slagorðum Jahns: Frölich frisch from frei (fjörugur, frískur, frómur, frjáls) Jahn trúði að með íþróttun- um mætti brjóta niður stéttar baráttuna og styðja lýðræðishugs- un. Lengi framan af gekk hon- um allt í haginn, en er á leið urðu árekstrar við stjórnarsinna, sem leiddu til þess að Jahn var hnepptur í fangelsi, og var síðar lengi að lifa undir eftirliti lög- reglu. Jahn kunni lítil skil á líffæra- og lífeðlisfræði, en bar gott skyn á það, er mátti vera til að glæða félagsþroska. Jahn og aðstoðarmaður hans rituðu bók sem vakti mikla at- hygli, fjallaði hún um fimleika- hreyfinguna, og var henni skipt niður í 4 kafla. I. kafli er um œfingar, II. leiki, III. leikvelli, IV. leiöbeiningar fyrir þá, er tóku að sér að kenna þessar æfingar Jahns. ÍÞRÓTTIR í DANMÖRKU Dönsk leikfimi kom frá Þýzka- LANDSINS MESTA ÚRVAL af ÍÞRÓTTA- og SPORTVÖRUM Sportval LAUGAVEGI 116 Simi 14390 V REYKJAVlK 242 ÍÞRÓTT ablaðið

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.