Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 16
ÞORSTEINN EINARSSON, iþróttafulltrúi:
Þá voru íþróttir
iðkaðar
til öryggís
í iífsbaráttunni
Um 930 þegar Alþingi er
stofnsett telst landnámi íslands
lokið og nýtt ríki risið á legg.
Meginhluti þjóðarinnar er af
norskum ættum, sem er hertur
í harðneskjulegum hugsunar-
hætti, siðum og átrúnaði Vík-
ingaaldarinnar. Hinn hluti henn-
ar kemur frá Bretlandseyjum
og eru Keltar að ætterni. Þeir
hafa orðið fyrir ýmsum áhrifum
innrása í land sitt og eru marg-
ir hverjir kristnir. Margir þeitra
flytjast hingað sem hernumdir
menn — þrælar og ambáttir.
Þessir ólíku kynþættir mynda
hér þjóðveldi. Megin-tenging
þeirrar þjóðar er löggjafarsam-
koman, Alþingi, og dómsvald-
ið. Framkvæmdavald er ekkert.
Innan slíks þjóðskipulags hlaut
hver einstaklingur að leitast við
að verja rétt sinn, heiður og
eign — og leita réttar síns eða
frænda sinna. Hefndin og mála-
fylgjan gerðu fyrst og fremst þá
kröfu til hvers einstaklings, að
hann aflaði sér þegar í æsku
líkamlegs þreks og temdi sér al-
hliða vopnaburð. Þessu var eigi
hægt að ná né viðhalda, nema
líkamleg þjálfun og æfing kæmi
til. Uppeldi ungra sveina var
því gert svo virkt sem unnt var.
Alsiða var, að þeim var komið í
fóstur til náins vinar eða ætt-
ingja. Hvort sem sveinn var al-
inn upp heima eða að heiman,
þá annaðist sérstakur fóstri ým-
is atriði uppeldisins. „Var hon-
um haldið mjög að íþróttum"
eða ..tamdi hann sér íþróttir að
hætti ungra sveina“, gefur víða
að lesa í íslenzkum fornsögum
um uppvaxandi sveina. Orðið
íþrótt eins og sjá má af kvæð-
um og sögum var þá víðtækara
en í nútíma máli. Varðaði orð-
ið allt það, sem iðka mátti sér
til andlegs og líkamlegs þroska
hvort sem sú iðkun átti eitthvert
markmið eða var hugfang eitt
(dægradvöl).
Landnemar íslands, hvort
sem þeir komu frá Skandinavíu
eða Bretlandseyjum fluttu með
sér íþróttir, leiki og baðsiði.
Beztu dæmi þess, hve Skandin-
avarnir mátu mikils viðhald lík-
amlegrar starfshæfni, eru bað-
stofurnar, sem þeir munu hafa
byggt fyrst allra húsa, er þeir
hófu húsagerð í hinu nýja land-
námi. Baðstofan var lítið hús,
gert i'ir torfi og grjóti en þak úr
röftum. Bæði þak og veggir voru
þykkir, svo hiti geymdist vel
innan þeirra. Á gólfi var holur
grjóthlaði, þar sem eldur var
kyntur. Með veggjum voru bekk-
ir eða bálkar, til þess að sitja á
eða liggja. Fornar baðstofur hafa
verið grafnar úr rústum bónda-
bæja hér og á Grænlandi. Bera
þær sömu einkenni og fornar
norskar baðstofur. Þegar um 930
munu íslendingar hafa tekið að
notfæra sér hverahita til baða
og fataþvottar. Heit uppspretta
ber víða á íslandi nafnið laug
og hverir heita baðstofuhverir.
248
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ