Íþróttablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 19
sem þrælar voru oft fóstrar ungra
sveina, gæti áhrifa hinna kelt-
nesku fangbragða meir, þ. e.
notkun fleiri fótbragða. Úr þess-
um samruna mun hafa orðið til
þau íslenzk fangbrögð, glíman,
sem enn er iðkuð á íslandi. Glím-
an mun hafa tekið breytingum
frá því á söguöld og þar til nú,
en hún var sú íþrótt, sem lengst
hefur leitt íslenzka sveina sam-
an til að reyna með sér og ís-
lenzk kvenhjörtu til þess að slá
hraðar af hrifningu yfir karl-
mennsku og djörfuum leik. Leik-
ir voru nefndar samkomur, sem
söfnuðu fólki saman innan eins
héraðs eða frá mörgum héruð-
um. Á leikum þessum svo og á
þingum héraðanna sem og á
Þingvöllum meðan þingmenn
störfuðu á Alþingi mun æskan
hafa safnazt saman og glímt.
Ýmsa leiki má nefna, sem án
efa hafa verið iðkaðir hér á Land-
námsöld. Flestir þessara leikja
krefjast harðneskju og eru marg-
ir bundnir aflraunum.
Mannvirkjaminjar frá þessum
tímum er íþróttir voru stór þátt-
ur í uppeldi og daglegum lifn-
aðarháttum eru fáar. Fyrr er get-
ið baðstofunnar, sem geymist í
vallgrónum tóftum, sem t. d.
eldfjallavikur hefur í upphafi
grafið. Örnefni ein benda á stað-
ina, þar sem leikirnir fóru fram:
Kvennabrekka, Leikskálavellir
og Bragðavellir. Hin einu mann-
virki, sem enn eru nothæf og um
leið elztu mannvirki landsins
eru baðlaugarnar, t. d. Snorra-
laug, Gvendarlaug hins góða,
Biskupslaug o. s. frv. Aðeins eitt
mannvirki vitnar um forna sund-
laug. Er það sundgarður svo-
nefndur í túni jarðarinnar Hofs
í Hjaltadal. Garðurinn hefur
verið hlaðinn á tvo vegu und-
ir hlíðarbrún. Fjallalæk mun
Bogamaður
hafa verið veitt um grasbrekku
niður í sundstæðið. Við það að
seytla um hlýjan grassvörðinn í
góðviðristíð hefur fengizt 13° til
i5°C heitt vatn til sundiðkana.
Sundiðkanir munu til forna hafa
átt sér stað í síkjum, tjörnum
og uppistöðum meðan vatnið á
jarðhitasvæðum var notað í bað-
laugar og til þvotta.
Fljótt eftir árið 1000, er
kristni var lögtekin á íslandi,
mun fara að draga úr ýmsum
heiðnum siðum og fara íþrótt-
ir og leikir ekki varhluta af því.
Einnig eru líkur til þess, að
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
251