Íþróttablaðið - 01.12.1970, Síða 21
stöðvum, silungsveiðimenn, ei'
fiska upp um ís á stöðuvötnum,
námssveinar í skólum biskups-
setra, sem láta holdið verða yfir-
sterkara andanum og iðka glímu,
aflraunir og aðra leiki sér til
hressingar, gleði og hita.
Baðstofan verður á þessu tima-
bili að svefnstofu eða vinnu-
skála. Baðlaugarnar verða að
helgum dómum, þangað sem
sjúkt fólk leitar sér lækninga.
íþróttir lifa með fólkinu og þá
ekki sízt hjá sumum prestum, en
bezt lifa þær í sögum og sögn-
um þeim, sem þjóðin geymir í
minni sínu eða á skinnhandrit-
um. Þær fá á sig ævintýrablæ í
riddarasögum og útilegumanna-
sögnum. í þjóðsögunum glíma
tröll og jafnvel draugar en álf-
ar stíga dans.
Af þessum íþróttaleifum vaxa
íþróttaiðkanir á öndverðri 19. öld,
studdar minningum um glæsileg-
ar íþróttahetjur íslendingasagn-
anna. Fyrsta árssprota þessa vaxt-
ar verður vart í Latínuskólan-
um meðan hann er starfræktur
að Bessastöðum 1805—1846.
Námssveinar lifa þar fábreyttu
lífi. Sumir kennarar þeirra hafa,
sem ungir menn, iðkað glímu í
Hóla- eða Skálholtsskóla. Þeir
örva viðleitni piltanna — og
hvatningu sækja þeir í grísku
ritin, sem þeir verða að þýða á
íslenzku — og þá ekki síður í
íslendingasögurnar, sem þeir
náðu til að lesa.
Túnið við skólann verður völl-
ur þeirra fyrir knattleiki — sjór-
inn við Bessastaðanesið að sund-
stæði — og forstofa eða borðstofa
skólans að glímuvelli. Hver kenn-
ir öðrum — og kennarar og ráðs-
rnaður aðstoða á stundum — og
keppinautar verða vermenn á
leið úr eða í verstöð. Sumir þess-
ara námsmanna verða baráttu-
menn um frelsi, framfarir og
málvöndun. Allt heillavænlegt úr
íslenzkri menningu vilja þeir
efla — og þeim gleymist ekki
íþróttir. Þeir gefa m. a. út kennslu-
bók í sundi árið 1836.
Fyrsta sundkennslunámskeiðið
er lialdið 1821. Síðan rekur hvert
annað út öldina — og eru nem-
endur Hins lærða skóla í Reykja-
vík styrktir til sundnáms í torf-
laug innan við bæinn, þar sem
bóndi kennir sund. Þessi bóndi
flytur sig síðan til Reykjavíkur
og tekur að kenna sund að stað-
aldri allt árið.
Víða um land eru gerð köld
sundstæði og alþýða manna leit-
ast við að læra sund við mjög
frumstæðar aðstæður, eins og t. d.
í sjónum við Heimaey í Vest-
mannaeyjum, en þar hófst sund-
kennsla þjóðhátíðarárið 1874.
Dönsk stjórnvöld höfðu ekki
lagt íþróttum landsmanna lið frá
því á 18. öld að Danakonungur
hét manni einum á Húsavík fé
að launum, ef hann kenndi ís-
lendingum að notfæra sér skíði.
Árið 1857, lætur ríkisstjórn
Dana tilleiðast, fyrir áskoranir
kennara Latínuskólans í Reykja-
vík, að skipa danskan sjóliðsfor-
ingja leikfimikennara við skól-
ann, en þá var lokið smíði hins
fyrsta íþróttahúss á íslandi og
var það eign skólans.
Áhrifa frá þessari kennslu
gætti lítt í íslenzku þjóðlífi, því
að hún hafði enga stoð í menn-
ingu þess. Kennslan var högg-
c -------------------------- \
Vér erum umboðsmenn fyrir þýzku Dieselverksmiðjuna
KLO CKNER-HUMBO LT-DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í heimi, hin elzta og
reyndasta í sinni grein.
MARGRA ÁRA REYNSLA HÉR Á LANDI.
HAMAR H.F.
Elzta og reyndasta vélaverkstæði landsins.
Símar 2 2123 — 2 2125
ÍÞRÓTTABLAÐIB
253