Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 25

Íþróttablaðið - 01.12.1970, Side 25
I reisnartilraun í Ungverjalandi vildi Puskas heldur útlegð og hvarf á leyndardómsfullan hátt. Það kom svo senr engum á óvart, því yfirvöldin lýstu eftir hon- um. Á sama tíma voru aðrir aðilar, öllu friðsamlegri, einnig að leita hans og höfðu að lok- um uppi á honum, á Ítalíu. Puskas segir sjálfur frá þessu þannig: — Snemma kvöld eitt 1958, hringdi síminn. Eg ætl- aði ekki að svara, en sem betur fór, gerði ég það og varð undr- andi, þegar það var fram- kvæmdastjóri Real Madrid, og hann spurði, hvort ég vildi leika með Real Madrid. Hugsa sér! Þarna var þetta afráðið í síma á tveim mínútum! Þannig atvikaðist það, að Ferenc Puskas, eftir að hafa ver- ið horfinn í marga mánuði, var skyndilega farinn að leika með liði, sem þá var mest allra Evrópuliða. Þar voru þeir Kopa, Rial, Di Stefano, Gento og Puskas stórkostlegasta framlína allra tíma. Puskas skoraði 3 mörk í öðr- um leik sínum gegn Gijon, lék í 372 leikjum Real Madrid og skoraði 324 mörk. Á hinum langa ferli sínum hefur Puskas aðeins einu sinni meiðst svo alvarlegt megi telj- ast, en það var árið 1961 í leik gegn Real Mallorca, sem hann braut í sér 3 rifbein og gat ekki leikið meira það árið. Margar síður þyrfti undir þær óteljandi sögur og skrýtlur, sem til eru um Ferenc Puskas, en hann segir sjálfur, að einu at- viki muni hann aldrei gleyma. Það var þegar hann og Yashin hinn rússneski báru Sir Stanley Matthews á öxlum sér, þegar hann var að ganga til leiks í síðasta sinn. Puskas — hvað skoraði hann mörg mörk? IÞROTTABLAÐIÐ 257

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.