Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 2
Hann var sjéní og
það er ekki auðvelt
að vera sjéní.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri
Veður
Hæg breytileg átt, skýjað með
köflum og stöku smáskúrir. Hiti 9
til 16 stig að deginum. SJÁ SÍÐU 26
Þeir fiska sem róa
Þetta þríeyki kom á hægri siglingu á sjónum með fram Sæbraut í gær og stefndi í átt að innsiglingunni að Reykjavíkurhöfn. Meðferðis höfðu báts-
verjar veiðistöng og reyndu fyrir sér. Ekki var gott að sjá úr landi hvernig af laðist en eitt er víst og það er að þeir fiska sem róa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAG Gísli Rúnar Jónsson féll
frá þann 28. júlí síðastliðinn, 67 ára
að aldri. Eftir hann liggja ógrynni
öll af persónum og verkum sem lifa
munu áfram með þjóðinni.
Leikstjórinn Þórhildur Þorleifs
dóttir segir að fallinn sé frá mikill
hæfileikamaður sem verði sárt
saknað. Samvinna þeirra spann
aði hálfa öld eða allt frá því að
Gísli Rúnar birtist skyndilega fyrir
framan útidyr hennar og eigin
manns hennar, Arnars Jónssonar, á
Akureyri og vildi nema leiklist.
„Ég hafði aldrei séð þennan pilt
fyrr og man sérstaklega hvað klæða
burður hans var sérstakur. Hann
var klæddur í glæsilegan ullar
frakka og hélt á stresstösku þannig
að hann minnti helst á háttsettan
opinberan starfsmann. Mér brá
síðan þegar í ljós kom að hann var
bara á sautjánda aldursári,“ segir
Þórhildur og hlær að minningunni.
Þórhildur segir hæfileika Gísla
Rúnars hafa verið augljósa og að
samvinna þeirra í leikhúsinu hafi
verið afar ánægjuleg. „Hann var
sjéní og það er ekki auðvelt að vera
sjéní. En það var frábært að leik
stýra honum og þá má ekki gleym
ast að hann var einn okkar allra
besti þýðandi.“
Þýðingarnar lágu svo vel fyrir
Gísla Rúnari að oft skilaði hann
inn f jölmörgum hugmyndum
um hvernig tilteknar setningar
skyldu vera þýddar.
„Gallinn var sá að tillögurnar
voru iðulega allar svo góðar að
maður lenti í stökustu vandræðum.
Ég bað hann því oft sjálfan um að
velja það sem honum þætti best,
ég gæti ekkert staðið í þessu,“ segir
Þórhildur kímin.
Gísli Rúnar átti auðvelt með að
skapa eftirminnilegar persónur og
ein sú minnisstæðasta sem hann
átti þátt í er brúðan Páll Vilhjálms
son sem vann hug og hjörtu lands
manna á sínum tíma. Kjarabarátta
við Sjónvarpið varð til þess að Gísli
Rúnar gaf út hina sígildu hljómplötu
Algjör Sveppur sem byggðist á Páli
án þess að það kæmi fram vegna
réttindamála.
„Ég var aðdáandi og þegar verið
var að ákveða heitið á okkar fyrstu
kvikmynd – „Algjör Sveppi og
leitin að Villa“ – var nafnið augljós
tilvísun í verk Gísla Rúnars,“ segir
skemmtikrafturinn Sverrir Þór
Sverrisson, Sveppi. Sú tilvísun var
tekin alla leið er Gísli Rúnar skrifaði
handrit að barnaleikritinu „Algjör
Sveppi“ árið 2010 með Sveppa í aðal
hlutverki.
„Ég fékk áfall þegar Gísli Rúnar
færði okkur handritið að sýning
unni. Þetta voru um 200 síður og
hugmyndaauðgin ótrúleg. Ef ein
hver maður gat grínað yfir sig þá var
það Gísli Rúnar,“ segir Sveppi. Hann
og leikstjóri sýningarinnar, Felix
Bergsson, hafi átt fullt í fangi með
að velja bestu bitana svo sýningin
yrði ekki heill skóladagur að lengd.
„Ég nötraði af stressi þegar Gísli
Rúnar kom á sýninguna en sem
betur fer hló hann manna mest.
Hláturinn var svo smitandi að ég
vildi að hann hefði mætt á hverja
einustu sýningu.“
bjornth@frettabladid.is
Gísli Rúnar var maður
sem gat grínað yfir sig
Hæfileikamaðurinn Gísli Rúnar Jónsson er fallinn frá. Gísli Rúnar var einn
dáðasti skemmtikraftur landsins og brautryðjandi á því sviði. Hugmynda-
auðgin, húmorinn og allir hæfileikarnir eru samstarfsfólki ofarlega í huga.
Gísli Rúnar Jónsson, þýðandi og skemmtikraftur með meiru. FRÉTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Guðni Th. Jóhannes
son, for seti Ís lands, frestar mót töku
fyrir ættingja og vini á Bessa stöðum
í kjöl far inn setningar at hafnar á
laugar dag um ótiltekinn tíma.
„Þessu ráða sótt varnasjónar mið
og aukin hætta á veiru smitum að
mati sér fræðinga,“ segir í bréfi sem
var sent á fyrir hugaða gesti.
For seta hjónin hvetja alla til að
fylgja öllum á bendingum, leið
beiningum og til mælum sótt varna
yfir valda og al manna varna. „Við
megum ekki láta deigan síga í bar
áttu okkur við þennan vá gest.“ – gar
Frestar móttöku
vegna COVID-19
Forseti Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LÖGREGLUMÁL „Samherji mun
áfram eiga samskipti við þar til
bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja
til gagnkvæmrar samvinnu og
bjóða fram aðstoð vegna rann
sókna á ásökunum sem tengjast
starfseminni í Namibíu,“ segir
Eiríkur S. Jóhannsson, formaður
stjórnar Samherja, í yfirlýsingu í
gær vegna loka rannsóknar norsku
lögmannsstofunnar Wikborg Rein
á umsvifum Samherja í Namibíu og
meintum lögbrotum þar í landi.
Eiríkur segir í yfirlýsingunni að
nú hafi Wikborg Rein, að lokinni
átta mánaða vinnu, skilað ítarlegri
skýrslu með helstu niðurstöðum.
Skýrslan hefur ekki verið birt opin
berlega og uppgefinn tengiliður
Samherja vegna yfirlýsingarinnar
svaraði ekki ósk Fréttablaðsins um
samtal við Eirík eða aðra hjá fyrir
tækinu til að fá nánari skýringar á
því sem fram kemur í yfirlýsingu
stjórnarformannsins.
Í yfirlýsingunni segir hins vegar
að þegar Wikborg Rein hafi fundað
með fulltrúum viðeigandi stjórn
valda þurfi að taka afstöðu til fjöl
margra atriða. „Þar á meðal hvaða
niðurstöður rannsóknarinnar
er hægt að birta opinberlega og
hvernig. Í því sambandi þarf að
meta hvort birting kunni að hafa
áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum.
Þá þarf að meta hvort birting á upp
lýsingum gangi í berhögg við lög og
reglur vegna þeirra einstaklinga
sem kunna að koma við sögu.“
Enn fremur segir að þegar liggi
fyrir samkomulag um að lögmenn
Wikborg Rein eigi fund með emb
ætti héraðssaksóknara með haust
inu. „Þá hafa nokkrir fundir verið
haldnir með fulltrúum namibískra
stjórnvalda til að kanna grundvöll
fyrir svipuðu samstarfi við þau,“
segir í yfirlýsingunni. – gar
Vilja samvinnu
við stjórnvöld
Eiríkur S.
Jóhannsson
3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð