Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 28
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Björn Kristján Hafberg frá Flateyri, Boðagranda 7 í Reykjavík, sem lést laugardaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kristbjörg Sunna Hafberg Gunnar Geirsson Arnheiður G. Björnsd. Hafberg Friðrik E. Hafberg Halldóra Helgadóttir Ægir E. Hafberg Margrét Thorarensen Sesselja Hafberg Theódór Vilbergsson Sigurður Jóhann Hafberg Þorbjörg Sigþórsdóttir Ágústa Margrét Hafberg afastelpurnar Ísabella, Hafdís og Ingibjörg Þórdís. Ástkær bróðir okkar, Einar Friðriksson húsasmiður, Krummahólum 6, lést á Landspítalanum þann 21. júlí, eftir skamma legu. Páll Friðriksson Ólafur Þór Friðriksson Okkar dásamlegi, Úlfar Daníelsson kennari og víkingur, Skógarhlíð 7, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 6. ágúst, kl. 11.00. Adda María Jóhannsdóttir Hildur Jónsdóttir Silja Úlfarsdóttir Sara Úlfarsdóttir Sindri Dan Vignisson Melkorka Rán Hafliðadóttir Snævar Dan Vignisson Kormákur Ari Hafliðason Þorkell Magnússon og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Sveins Óla Jónssonar hljóðfæraleikara. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi sem annaðist hann af einstakri umhyggju og hlýju. Anna Lilja Kvaran Anna Katrín Sveinsdóttir Guðni Jónsson Sveinn Óli, Kolbrún Elsa, Jón Atli og Hafdís Rún. Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Pálmar Ögmundsson rafeindavirki, Brekkugötu 7, Hafnarfirði, lést á Líknardeildinni í Kópavogi, 13. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast Pálmars er bent á Umhyggju – félag langveikra barna, eða önnur líknarfélög. Þórunn Blöndal Bryndís Pálmarsdóttir Hannu von Hertzen Hjördís Pálmarsdóttir Guðlaugur Hjaltason Halldóra Pálmarsdóttir Jón Júlíus Tómasson Grímur Jóhannsson Justine Piret Egill Øydvin Hjördísarson Íris Ösp Traustadóttir Þórunn Hjördísardóttir, Álfheiður Dís Stefánsdóttir, Pálmar Stefánsson, Hildur Rut Egilsdóttir, Snædís Grímsdóttir Piret Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðmundur Maríasson Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu, Hlévangi, laugardaginn 25. júlí. Útförin mun fara fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks Hlévangs, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Anna Margrét Guðmundsdóttir Brynjar Sigtryggsson, Ingigerður Guðmundsdóttir Gissur Bachmann Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Það var meiningin að halda upp á afmælið, ég var með það á prjónunum en COVID-ferlið hefur gert að verkum að af því getur ekki orðið. Því verður bara nánasta fjöl- skylda mín sem hittist,“ segir Árni Þór Sigurðsson sem er sextugur í dag. Undanfarið hefur Árni Þór verið sendiherra í Finnlandi og er tekinn við sambærilegri stöðu í Moskvu. Hann kveðst vonast til að komast þangað út í kringum 10. ágúst. „Upphaf lega var meiningin að ég færi beint frá Hels- inki til Moskvu í byrjun sumars en af COVID-ástæðum var því slegið á frest svo ég kom heim 10. júní og tók sumarfrí sem var ágætt.“ Enn er lokað fyrir f lug- og lestarsam- göngur inn og út úr Rússlandi, en Árni Þór ætlar að keyra sjálfur yfir landa- mærin frá Finnlandi. „Það er leyfilegt þeim sem á annað borð mega fara inn í landið og ég er einn þeirra. Ég á bíl í Helsinki, þangað ætla ég að fljúga gegn- um Osló. Það er verið að af létta sótt- kvínni í Rússlandi að einhverju leyti og mér sýnist ég þurfa bara að fara í prufu á heilsugæslu eftir þriggja daga veru í landinu. En mér er sagt að fólk sé með hanska og grímur þegar það fer út í búð.“ Fjölskyldan verður eftir heima á Íslandi. „Við konan mín höfum verið í fjarbúð síðustu ár og verðum áfram og börnin eru uppkomin,“ lýsir hann. Árni Þór segir bæði gefandi og lær- dómsríkt að vera sendiherra. „Það reyndi mikið á utanríkisþjónustuna í vor, þegar Íslendingar um víða veröld streymdu heim út af faraldrinum, en ég held að hún hafi staðist það próf. Undir venjulegum kringumstæðum er starfið fjölbreytt, snýst um viðskipti, menningarsamskipti og svo borgara- þjónustuna. Það eru engir tveir dagar eins.“ Hann kveðst taka við af Berglindi Ásgeirsdóttur. „Berglind hefur verið að gera góða hluti. Þrátt fyrir viðskipta- bann á sjávarafurðum okkar í Rússlandi eru heilmikil umsvif á öðrum sviðum, meðal annars í hátæknibúnaði og þekk- ingu. Mitt hlutverk verður að viðhalda þeim og byggja ofan á. Menningar- samskiptin eru mikilvæg líka og bæði Ragnar Kjartansson og Björk verða í Rússlandi á næsta ári.“ Verkefnin fram undan eru spenn- andi og ögrandi að mati Árna Þórs en hann segir ekki ákveðið hversu lengi hann verði í Moskvu. „Algengt er að fólk sé fjögur ár á sama pósti en ég var tvö og hálft í Helsinki, það var í styttri kantinum. Kannski helgaðist það af því að Moskva var laus og það þótti heppi- legt að ég færi þangað með minn bak- grunn. Ég stúderaði alþjóðastjórnmál við Háskóla Íslands og þar var rússnesk utanríkisstefna mín sérgrein, þannig að það hentaði að mörgu leyti að ég f lytti þangað. Í Helsinki var ég líka sendiherra fyrir Eystrasaltsríkin og Úkraínu og var með augun á þessu svæði.“ Aðspurður kveðst  hann bjarga sér á rússnesku því eftir grunnnám í hagfræði og mál- vísindum í Osló og Stokkhólmi á sínum tíma hafi hann haldið til Moskvu að læra hana. „Ég er svona sæmilegur í rúss- neskunni,“ segir hann. „En þarf að dusta af henni rykið!“ gun@frettabladid.is Dustar rykið af rússnesku Árni Þór Sigurðsson stendur á sextugu og er staddur á landinu en stefnir á að flytja til Moskvu í næsta mánuði, því þar hefur hann tekið við sendiherrastöðunni. Stutt er síðan Árni Þór stúderaði alþjóðastjórnmál við HÍ með rússneska utanríkisstefnu sem sérgrein. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Undir venjulegum kringum- stæðum er starfið fjölbreytt, snýst um viðskipti, menn- ingarsamskipti og svo borgara- þjónustuna. Það eru engir tveir dagar eins. 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.