Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 32
BÍLAR
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Formúla 1 hefur afturkallað áætl-
anir um að halda keppnir í bæði
Norður- og Suður-Ameríku á þessu
ári vegna aukinnar útbreiðslu
COVID-19 í þeim þremur löndum
sem halda áttu keppnirnar. Halda
átti bandaríska kappaksturinn í
Austin 23. október og svo kapp-
akstur í Mexíkóborg viku síðar.
Loks átti að halda keppni í Brasilíu
13. nóvember en nú hefur hætt við
þessar þrjár keppnir. Þess í stað
verða keppnirnar haldnar í Evrópu
til að minnka flutninga milli
landa. Verða þær á Imola, Por-
timao í Portúgal og síðast en ekki
síst Nurburgring, sem ekki hefur
haldið formúlukeppni síðan 2013.
Formúlukeppnum
í Ameríku frestað
Engir nýir bílar kynntir í Evr-
ópu og Norður-Ameríku en þær
gerðir sem nú eru í sölu verða í
boði áfram.
Mitsubishi-merkið tilkynnti við
lokun markaða síðastliðinn mánu-
dag að fyrirtækið muni fresta inn-
leiðingu nýrra bílgerða í Evrópu og
einbeita sér að mörkuðum í Asíu.
Auk þess mun merkið hætta fram-
leiðslu á Pajero-jeppanum og loka
verksmiðju hans í Japan, en hann
hefur ekki verið seldur á Evrópu-
markaði síðan 2018.
Að sögn Friðberts Friðberts-
sonar, forstjóra Heklu mun Hekla
halda áfram sölu núverandi
tegunda Mitsubishi. „Málið er
nýtilkomið og erum við að afla
frekari upplýsinga um framhald-
ið,“ sagði Friðbert í fréttatilkynn-
ingu. „Ákvörðun MMC hefur engin
áhrif á eigendur Mitsubishi-bif-
reiða. Hekla mun áfram þjónusta
bílana og ábyrgðarskilmálar
verða óbreyttir, fimm ára ábyrgð á
Ólíkt því sem margir myndu spá er
mest seldi raf bíll Evrópu fyrstu sex
mánuði ársins ekki Tesla Model 3,
heldur litli Renault Zoe smábíll-
inn. Bíllinn var fyrst kynntur sem
hugmyndabíll árið 2009 og hefur
ekki mikið breyst gegnum þann
tæpa áratug sem hann hefur verið
á boðstólum.
Nýjasta útgáfan kom á síðasta
ári og kostar hérlendis frá
4.450.000 krónur og býður upp
á næstum 400 km drægi. Við
tilkomu hennar byrjaði boltinn
fyrst að rúlla fyrir alvöru og sölu-
aukningin á fyrri hluta ársins nam
næstum 50 prósentum. Á fyrstu
sex mánuðum ársins hafa 37.540
Renault Zoe verið seldir sem gerir
hann að vinsælasta raf bíl Evrópu.
Í júní voru hvorki meira né minna
en 11.000 Zoe-bílar pantaðir. Þeir
bílar sem koma næstir eru Tesla
Model 3, VW Golf-e og Nissan
Leaf. En hvað veldur þessari góðu
Mest seldi rafbíllinn er Renault Zoe
Mitsubishi-fyrir-
tækið mun fresta
innleiðingu nýrra bíl-
gerða í Evrópu og ein-
beita sér að mörkuðum í
Asíu.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Er Mitsubishi að hverfa frá Evrópu?
Pajero-jeppinn hefur löngum verið vinsæll á Íslandi og veitti Toyota Land Cruiser harða samkeppni, en Pajero hvarf úr sölu í hittiðfyrra.
Renault Zoe er mest seldi rafbíllinn í Evrópu fyrstu sex mánuði ársins.
sölu? Það er ekki síst að þakka
styrkjum stjórnvalda í Frakk-
landi og Þýskalandi við kaup á
raf bílum. Í Frakklandi nemur
styrkurinn allt að 7.000 evrum
og mögulega bætast 5.000 evrur
við ef viðkomandi losar sig við
mengunarríkan bíl í leiðinni. Í
Þýskalandi nema styrkir allt að
9.000 evrum. COVID-19 faraldur-
inn hefur líka breytt hugsana-
gangi bílakaupenda sem horfa nú
í auknum mæli til bíla sem menga
minna.
Hertz bílaleigan í Bandaríkjunum
hefur komið með áætlun um
hvernig bjarga megi fyrirtækinu
frá gjaldþroti, svo að það geti
haldið sjó fram á næsta ár. Áætl-
unin gengur út á að selja 182.521
bíl og minnka flotann niður í
500.000 bíla. Meðal þeirra bíla
sem fara á sölu eru 100 eintök af
C7 Corvette Z06 í sérstakri útgáfu.
Bílarnir voru upphaflega keyptir
til að halda uppá 100 ára afmæli
Hertz, en fara nú á sölu enda
partíið búið. Allir bílarnir eru í
Racing-gulum Corvettulit og eru
með svörtum strípum og felgum.
Gulur og svartur eru einnig litir
Hertz – sagði einhver „Gulur bíll?“
Áætlun Hertz að selja næstum
200.000 bíla mun fara fram á þessu
ári og á að skapa viðbótartekjur
upp á 650 milljónir dollara. Þetta
er talsverð viðbót við þá 144.000
bíla sem selja átti upphaflega en
á þó að skilja eftir nægan flota til
að fyrirtækið geti haldið áfram
rekstri þegar markaðurinn tekur
aftur við sér. Hvað sala þessara
bíla muni gera fyrir markaðinn í
Bandaríkjunum á eftir að koma í
ljós en líklega mun verða hægt að
gera góð kaup þegar nær dregur
tímamörkum, sem eru þann 31.
desember næstkomandi.
Hertz selur hátt
í 200.000 bíla
Mitsubishi Out-
lander og aðrir
bílar merkisins
sem nú eru
í boði verða
áfram seldir
hérlendis.
bifreiðum og átta ára ábyrgð á raf-
hlöðum,“ sagði Friðbert einnig.
Mitsubishi Motors sá fram
á mikið tap á þessu ári en það
er annað árið í röð sem það
gerist. Ekki þarf að taka fram að
COVID-19 faraldurinn hefur sett
framleiðslu og sölu nýrra bíla úr
skorðum og Mitsubishi telur að yfir
1,3 milljarðar dollara muni tapast
frá mars í ár til mars 2021. Áætlanir
eru um að lækka kostnað um 20
prósent, meðal annars með því að
loka sölustöðum sem ekki skila
hagnaði og fækka starfsfólki. Auk
þess hefur verið ákveðið að greiða
hluthöfum ekki arð í ár. Þetta tap
verður það stærsta sem Mitsubishi
hefur orðið fyrir í 18 ár, segir í frétt
hjá Automotive News. Framleiðsla
hefur minnkað um meira en
helming hjá Mitsubishi milli ára.
100 eintök C7 Corvette verða seld.
3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð