Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 4
Skilaboð þeirra
hafa þvert á móti
verið þau að við munum
þurfa að lifa með þessari
veiru næstu
árin.
Sigríður Á.
Andersen
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ FRÁ: 11.990.000 KR.
JEEP® WRANGLER RUBICON
• BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ
• 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF
• SELECT-TRAC® MILLIKASSI
• TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN
• HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU
Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
FERÐASTU UM ÍSLANDALLT
BÍLL Á MYND: JEEP® WRANGLER RUBICON 35” BREYTTUR
IÐNAÐUR Sú ákvörðun Rio Tinto
Alcan að afskrifa álverið í Straums-
vík úr bókum sínum hefur engin
áhrif á samningaviðræður fyrir-
tækisins við Landsvirkjun. Þetta
segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
„Okkur er fyllilega kunnugt
um erfiða stöðu á álmörkuðum
og höfum leitast við að styðja við-
skiptavini okkar af því tilefni, Rio
Tinto sem aðra,“ segir Ragnhildur
og bætir við:
„Við gerum áfram allt sem í valdi
okkar stendur til að koma til móts
við mikilvæga viðskiptavini og
höfum lagt fram tilboð sem gerir
ISAL mjög samkeppnishæft, en við
látum ekki íslensku þjóðina niður-
greiða framleiðslukostnað alþjóð-
legra stórfyrirtækja.“
Alls nemur afskrift Rio Tinto
á starfseminni í Straumsvík 269
milljónum Bandaríkjadala, eða
sem nemur 37 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í uppgjöri félags-
ins fyrir fyrri helming árs 2020. Í
skýringum með uppgjörinu kemur
fram að fyrirtækið hafi gert margar
tilraunir til „að eiga í uppbyggileg-
um viðræðum við Landsvirkjun, en
hafi nú komist að þeirri niðurstöðu
að Landsvirkjun sé ekki reiðubúin
að lækka raforkuverð [til ÍSAL] sem
einhverju nemur.“
Jafnframt sagði Rio Tinto að
ef ekki næðist að gera bragarbót
á stöðu þeirra gagnvart Lands-
virkjun sé fyrirtækinu sá eini
kostur mögulegur að slíta raf-
orkusamningnum og hefja lokun
álversins. Rio Tinto lokaði nýverið
einu álvera sinna við Tiwai Point
á Nýja-Sjálandi. Álverið við Tiwai
Point tapaði um 46 milljónum
dala á árinu 2019, eða um 6,5 millj-
örðum króna.
Til samanburðar tapaði álverið
í Straumsvík um 13 milljörðum
króna á síðasta ári, en er fram-
leiðslugeta Straumsvíkur þó nærri
helmingi minni en Tiwai Point. – thg
Afskrift á álverinu ekki sögð hafa áhrif á viðræðurnar við ÍSAL
Álver Ísal í Straumsvík.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SVÍÞJÓÐ Þó að einmitt þessar vik-
urnar sé helsti sumarfrístími Svía
hefur dregið verulega úr ferða-
lögum þeirra miðað við sama tíma
í fyrra að sögn sænska ríkissjón-
varpsins. Þó eru nokkur svæði sem
þetta á ekki við um.
„Það er meiri hreyfing á vissum
fjallasvæðum,“ er haft eftir Krist-
ofer Ågren, yfirmanni gagnagrein-
inga hjá símafyrirtækinu Telia.
Byggja tölurnar á gögnum sem Telia
safnar upp úr símanotkun Svía.
Leiða gögnin meðal annars í ljós að
umferðin út úr stórborgunum hefur
minnkað um fimmtung.
Í Gotlandi var óttast að þröngt
yrði á þingi en raunin er sú að ferða-
fólki þar fækkar um fjórðung. Hins
vegar eru nokkrir staðir sem finna
fyrir aukningu. Á það meðal annars
við um Åre och Härjedalen. – gar
Síminn sér Svía
sækja í fjallasali
Stokkhólmsbúar halda sig frekar en
áður á heimaslóð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
VEÐUR „Það er að koma lægð úr
suðri aðfaranótt föstudags og það
verður blautt og vindasamt á land-
inu,“ segir Haraldur Eiríksson, veð-
urfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Viðvörun er vegna vindstrengs
með suðausturströndinni á föstu-
dag. „Á laugardag verður vindurinn
hægari og áframhaldandi úrkoma
en sennilega lítil á Norðurlandi. Á
sunnudaginn hangir lægðin áfram
yfir en ekki verður mikill vindur
eftir í henni. Þetta er milt en frekar
blautt,“ segir Haraldur. gar
Milt og blautt
COVID -19 Svandís Svavarsdóttir,
heilbrigðisráðherra, liggur nú
undir feldi með minnisblað frá
sóttvarnalækni sem inniheldur
tillögur um hertari aðgerðir í bar-
áttunni við kórónaveiruna. Ljóst
er að verið er að skoða hvort breyta
þurfi áherslum á landamærum sem
og frekari aðgerðir innanlands, til
dæmis breytingar á fjöldatakmörk-
unum og mögulega innleiðingu á
tveggja metra reglunni í einhverju
formi.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir
var umsjónarmaður COVID-19
göngudeildar Landspítalans á
meðan faraldurinn reis sem hæst
fyrr á árinu. Hann var gagnrýninn
á þá ákvörðun stjórnvalda að opna
landið þann 15. júní síðastliðinn og
sagði önnur sjónarmið greinilega
ráða för en heilbrigði Íslendinga.
Ákvörðunin hafi verið tekin án víð-
tæks samráðs við heilbrigðisstarfs-
fólk og núna bendi margt til þess að
í óefni sé komið.
„Ég mæli eindregið með því að
yfirvöld hlusti á raddir heilbrigðis-
starfsfólks og bregðist hratt við
með harðari aðgerðum og ítarlegri
skimun. Að mínu mati er tækifæri
til þess að forða stórslysi með því
að innleiða slíkar reglur fyrir versl-
unarmannahelgina. Við verðum
að snúa vörn í sókn,“ segir Ragnar
Freyr.
Hann segir margt benda til þess
að einkennalitlir smitberar séu úti
í samfélaginu. „Það er mjög óþægi-
legt að vita til þess að fjórir ólíkir
hópar hafi smitast af veirunni og
ekki hafi tekist að finna sameigin-
legan snertif löt þessara hópa. Við
verðum að vera á varðbergi.“
Skilaboð Ragnars eru skýr. „Ég
held að Íslendingar ættu að forðast
fjöldaskemmtanir og njóta helgar-
innar í faðmi sinnar nánustu,“ segir
læknirinn.
Ljóst er að skoðanir eru skiptar.
Sigríður Á. Andersen, alþingismað-
ur og fyrrum ráðherra, birti hug-
leiðingar á Facebook-síðu sinni þar
sem hún sagði greinilega farið að
örla á nýju markmiði heilbrigðis-
yfirvalda. Áður hafi verið talað
um „að f letja út kúrfuna“ en nú sé
markmiðið að ekkert smit greinist
hérlendis.
„Samkvæmt helstu sérfræðingum
í þessum efnum er það þó allsendis
óraunhæft markmið. Skilaboð
þeirra hafa þvert á móti verið þau að
við munum þurfa að lifa með þess-
ari veiru næstu árin. Verkefnið hlýt-
ur því að vera að undirbúa okkur
fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri
eða síendurteknum opinberum
hugleiðingum um „skref til baka“ í
átt að einangrun og hafta sem við
vitum nú þegar að hefur feigðina
í för með sér þótt ekki endilega af
völdum C19,“ skrifaði Sigríður.
Hún kallar eftir því viðhorfi
stjórnvalda að upplýsingum um
sjúkdóminn og meðhöndlun hans
verði miðlað með jákvæðum hætti
svo hver og einn, ekki síst þeir sem
tilheyra viðkvæmum hópum, geti
lagt mat á eigin lífsstíl á næstu miss-
erum. bjornth@frettabladid.is
Yfirmaður á COVID-deild vill
herða reglur og forða stórslysi
Fyrrum yfirlæknir COVID-19 teymis Landspítalans hvetur heilbrigðisráðherra eindregið til þess að herða
aðgerðir fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Hann hefur áhyggjur af því að smitrakning gangi illa. Alþingis-
maður telur einangrun og höft alvarlegra vandamál enda útlit fyrir að veiran verði á sveimi næstu ár.
Ragnar Freyr Ingvarsson hvetur heilbrigðisráðherra til þess að herða aðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK
3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð