Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 16
Mér finnst mikil- vægt að fá börn til þess að stunda hreyfingu og fá þau út úr símanum og tölvunni í smá tíma hið minnsta. FÓTBOLTI Þar mætir Moli vopnaður knattspyrnubúnaði og visku sinni og dreifir þeirri gleði sem knatt- spyrnan á að veita fólki. Moli er Akureyringur í húð og hár og lék um árabil með Þór, auk þess sem hann hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Þess má einnig geta að hann á tvo A-landsleiki að baki. Settar eru upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverj- um stað, til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarf- inu á staðnum. Moli hefur nú þegar farið í 22 heimsóknir víðs vegar um landið en hann fór alls til 35 sveitar- félaga síðasta sumar. Hann ætlar að efna loforð sitt um að heimsækja þessa staði á nýjan leik en áætlað er að verkefnið standi til loka ágúst- mánaðar í ár. Mola langar að stækka og þróa verkefnið næstu misserin. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst ótrúlega gaman og gefandi að sjá glampann í augunum á krökkunum á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. Það er ánægjulegt að sjá núna í ár meirihluta þeirra andlita sem ég sá í fyrra skjóta upp kollinum aftur að þessu sinni. Markmiðið er bara að vekja gleði og hjálpa til við að minnka kvíða hjá börnunum með knattspyrnuna að vopni ef svo má segja,“ segir Moli í samtali við Fréttablaðið. „Fyrirkomulagið er í raun sára- einfalt þar sem ég set upp svokall- aða pönnuvelli. Sem er í raun bara lítill battavöllur og þar er spilað einn á móti einum og það eru allir velkomnir, sama á hvaða aldri fólk er. Uppleggið er að krakkarnir fái sem mest út úr þessu og þau hafa gaman af því að kljást við jafn- aldra, vini á öðrum aldri og tækla mömmu, pabba og frænda. Svo set ég líka upp skemmtilegar þrauta- brautir,“ segir hann um uppsetn- inguna á verkefninu. „Mér finnst mikilvægt að fá börn til þess að stunda hreyfingu og fá þau út úr símanum og tölvunni í smá tíma hið minnsta. Þá held ég smá fyrirlestur um mikilvægi hollr- ar næringar og svefns. Aðaláherslan er eins og áður segir að vekja gleði í hjörtum barnanna og freista þess að minnka kvíðann hjá þeim Það getur fylgt því mikil pressa að spila fótbolta en ég vil fara í grunninn og minna á að fótbolti á að vera skemmtun,“ segir þessi margreyndi þjálfari. „Ætli ég hafi ekki keyrt hringinn svona sirka þrisvar sinnum síðasta sumar og þetta stefnir í annað eins sumar. Það er hins vegar klár- lega þess virði þegar ég sé gleðina í augum krakkanna og eldmóðinn í þeim sem standa að knattspyrn- unni í þessum minni bæjarfélögum. Gefandi að sjá gleðina skína Siguróli Kristjánsson eða Moli, eins og hann er ávallt kallaður, er annað sumarið í röð á ferð um landið. Moli er í forsvari fyrir „Komdu í fótbolta“ sem felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt.  Næst á dagskránni hjá Mola er að heimsækja Vestfirðina. Hann stefnir á að fara þangað um miðjan ágúst. Siguróli Kjartansson, Moli, hefur ferðast um landið síðustu tvö ár og breitt út boðskap knattspyrnunnar. MYND/KSÍ Ég set ekki fyrir mig að keyra frá Akureyri til Patreksfjarðar, sem eru tæpir 600 kílómetrar svo dæmi sé tekið. Það er mikilvægt að sinna grasrótinni vel og ég geri það með glöðu bragði,“ segir Moli um ferða- lögin sem fylgja verkefninu. „Síðasta sumar heimsótti ég 35 sveitarfélög og ég lofaði þeim sem ég hitti að ég ætlaði að koma aftur í sumar. Ég ætla að standa við gefið loforð. Svo væri ég meira en til í að stækka verkefnið og bæta öðrum 35 sveitarfélögum við og hafa verkefnið í gangi allan ársins hring. Það er hins vegar í höndum KSÍ hversu stórt verkefnið verður. Til er ég allavega og ég merki gleði og þakklæti í þeim bæjum sem ég heimsæki,“ segir Þórsarinn um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Alþjóða frjáls- íþróttasambandið, tilkynnti í gær á hvaða tímum og lengdum frjáls- íþróttamenn þurfa að hlaupa, kasta eða stökkva, til þess að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana sem áætlað er að halda í Tókýó á næsta ári. Lokað var fyrir þann glugga að komast á Ólympíuleikana þegar kórónaveirufaraldurinn skall á og leikunum var frestað.  Fram kemur í  t ilk y nning u alþjóða frjálsíþróttasambandsins að  ákveðið hafi verið  að opna á nýjan leik möguleikann á að ná lág- mörkum fyrir leikana, 1. september í staðinn. Íþróttafólk hefur svo tíma til loka nóvembermánaðar til þess að tryggja sér farseðilinn til Tókýó.   Eins og staðan er núna er sund- maðurinn Anton Sveinn McKee eini íslenski keppandinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á leikunum sem fram eiga að fara á næsta ári. – hó  Þrír mánuðir til þess að ná lágmörkum FÓTBOLTI Ragnar Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið FC Köbenhavn út ágústmánuð. Það er vefmiðillinn Copenhagen Sundays sem greinir frá þessu. Samningur Ragnars við FC Köbenhavn átti að renna út 30. júní síðastliðinn, en hann var fram- lengdur fyrst fram í lok júlí og nú aftur til loka ágústmánaðar vegna seinkunar keppnistímabilsins í Danmörku og þátttöku FC Köben- havn í Evrópudeildinni. FC Köbenhavn leikur seinni leik sinn við nýkrýnda Tyrklandsmeist- ara, Istanbul Basaksehir, á heima- velli sínum, Parken, miðvikudaginn 5. ágúst. Ragnar sem varð 34 ára gamall fyrr í sumar, kom á frjálsri sölu til FC Köbenhavn í upphafi þessa árs eftir dvöl sína hjá Rostov í Rússlandi. – hó Ragnar verður áfram í Köben FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, kynnti á heimasíðu sinni í gær að sambandið hefði ákveðið að styrkja aðildarsam- bönd sín um 1,5 milljónir Banda- ríkjadala.  Það samsvarar rúmlega 200 millj- ónum íslenskra króna. Þriðjungur þeirrar upphæðar er eyrnamerktur kvennaknattspyrnu í löndunum. Styrkurinn er vegna þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á knattspyrnusamfélagið um allan heim. Fram kemur í frétt FIFA að KSÍ fái styrkinn í sinn hlut  í næsta mánuði. – hó FIFA styrkir sambönd sín vegna COVID  Ragnar er hérna í leik með FCK. 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Vals kynnti í  gær til leiks nýjan leik- mann hjá karlaliði félagsins. Um er að ræða 19 ára danskan framherja, Kasper Högh, sem gengur í raðir félagins þegar félagaskiptaglugginn opnar 5. ágúst næstkomandi. Högh er samningsbundinn Rand- ers í Danmörku en hann kemur til Vals á lánssamningi sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Hann hefur leikið 17 leiki í dönsku úrvalsdeildinni með Rand- ers og skorað í þeim leikjum eitt mark, auk þess að hafa leikið fyrir U-18 og U-19 ára landslið Dan- merkur. Þessi efnilegi leikmaður hefur raðað inn mörkum fyrir U-19 ára lið Randers og skorað 48 mörk í 47 leikjum. Hann skrifaði undir fimm ára atvinnumannasamning við Randers sumarið 2019. Honum er ætlað að veita sam- landa sínum, Patrick Pedersen, samkeppni og liðsinni í fremstu víglínu hjá Valsliðinu, en Peder- sen fór meiddur af velli í sigri Vals gegn Fylki á dögunum og missti af sigurleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð Íslandsmótsins, vegna þeirra meiðsla. Högh verður löglegur með Val þegar liðið mætir FH í næstu umferð Íslandsmótsins, en sá leikur fer fram miðvikudaginn 5. ágúst. – hó Valur bætir framherja í flóruna Kasper Högh er nýr leikmaður Vals. Félagaskiptaglugginn opnar hér heima miðviku- daginn 5. ágúst og félögin eru farin að styrkja hópa sína fyrir seinni hluta keppnistímabilsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.