Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Thomasar Möller BAKÞANKAR Í dag byggir verðmætasköpun á Íslandi að miklu leyti á notkun takmarkaðra auðlinda, mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og mjög stóru kolefnisfótspori, sem er með því hæsta í heiminum miðað við hvern íbúa. Fiskveiðar, landbún- aður, ferðaþjónustan og stóriðja búa til risafótspor, sem verður að minnka á næstu árum. Þess vegna tel ég mikilvægt að framtíðaratvinnuvegir okkar byggi á þeirri einu auðlind sem er óþrjótandi, mengar ekki og skilur ekki eftir sig lítið kolefnisfótspor: hugvitinu. Við sjáum árangurinn allt í kringum okkur. Við erum með fyrirtæki með þúsundir starfsmanna sem eru að framleiða þjónustu sem byggir á hugviti og sjálf bærni og er seld um allan heim. Hér eru nokkur dæmi um slík íslensk fyrirtæki: Meniga, LS retail, NetApp, CrankWheel, Clara, SidekickHealth, Controlant, Lucinity, Teatime, Creditinfo, CCP, AwareGo, Syndis, dk-hugbúnaður, Mussila, Sabre-Calidris, SagaNat- ura, Sæbýli, eTactica,Ýmir, Coori, Infomentor, Beedle, Atmonia, Handpoint, Digifresh, Hausmart og hundruð annarra fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eiga það sam- eiginlegt að nota aðeins eina auð- lind, hugvitið sem er óþrjótandi og mengar lítið sem ekkert. Í Mattheusarguðspjalli segir frá því er Jesús mettaði 5.000 manns hafandi aðeins fimm brauð og tvo fiska í hendi. Raunsætt fólk eins og við sjáum strax að þetta dæmi gengur ekki upp og væri óleyfilegt í COVID-samkomubanni. En dæmisagan snýst ekki um matvæli. Boðskapurinn er sá að við þurfum sálarfóður ekki síður en fóður fyrir líkamann. Jesús mettaði 5.000 manns með sínum boðskap um frið, hófsemi og velvild. Hann gekk ekki á neinar auðlindir við vinnu sína. Óþrjótandi auðlind GRILL- MATURINN ELSKAR Gleðilegt sumar! PRINCE POLO 35 G 99 KR/STK 2929 KR/KG Fyrir svanga ferðalanga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.