Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 14
miður engin önnur leið að orða
núverandi ástand en svo að kalt
stríð sé hafið á milli stjórnvalda í
Kína og í hinum vestræna heimi.
Samskiptin á milli Kína og Banda-
ríkjanna hafa ekki verið svona slæm
síðan heimsókn Nixons til Kína árið
1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað
fjarskiptafyrirtækjum sínum að
nota búnað frá Huawei og hefur for-
sætisráðherra Ástralíu kallað eftir
alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn
á uppruna kórónaveirunnar, sem
leiddi til þess að kínversk stjórn-
völd lögðu 80% innflutningstoll á
ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu
hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu
til Sameinuðu þjóðanna sem sakar
Kínverja um að fara fram með
offorsi og þjösnaskap og í þessum
töluðu orðum er verið að loka bæði
bandarískum og kínverskum ræðis-
skrifstofum í Houston og Chengdu.
Alþjóðasamfélagið hefur staðið í
miklum deilum undanfarin ár við
kínversk stjórnvöld, ekki aðeins út
af deilum í Suður-Kínahafi, heldur
einnig í tengslum við aðgerðir stjórn-
valda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr-
múslima í svokölluðum „endur-
menntunarbúðum“ og ásakanir um
njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð
kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum
COVID-19 og ævintýrið sem fylgdi í
kjölfarið var einungis dropinn sem
fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir
stjórnvalda sem beinast nú hvor
gegn annarri virðast eiga það mark-
mið að komast að því hverjum þetta
núverandi ástand er að kenna. Þó
að það séu vissulega sumir sem beri
meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta
nýja kalda stríð því miður óhjá-
kvæmilegt.
Í Alþjóðasamskiptum tölum við
oft um „gildru Þúkýdídes“, sem
nefnd er eftir hinum gríska sagna-
ritara sem ritaði sögu Pelópsskaga-
stríðsins. Gildran lýsir sér þannig að
þegar nýtt heimsveldi rís upp mun
þáverandi heimsveldi líta á það sem
ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli
þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum
hefur þetta verið raunin í 12 af 16
slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga
sinn uppruna í forngrískri sögu, þá
er þetta einungis átta ára gamalt
hugtak og var það í raun samið til
að lýsa núverandi sambandi á milli
Kína og Bandaríkjanna.
Það er hins vegar ólíklegt að stór
hernaðarátök muni brjótast út.
Á tímum Sovíetríkjanna var það
ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða
„MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Ger-
eyðing Allra) sem hélt báðum hlið-
um í skefjum. Nú eru það efnahags-
legu tengslin á milli stórveldanna
sem passa upp á að allir viðhaldi
ákveðinni ró. Báðar hliðar geta ekki
brugðist of harkalega við án þess að
skjóta sig samtímis í fótinn og má líta
á það sem jákvæðan hlut.
Engu að síður þá þarf að horfast
í augu við breytta framtíð. Það má
í raun líta á þessi núverandi „átök“
sem hálfgerðar þreifingar af hálfu
stjórnvalda til að meta hvernig
hægt sé að standa vörð um gildi og
öryggi þjóða, samhliða því að við-
halda efnahagslegum samskiptum
og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt
fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við
Íslendingar ekki eins stikkfrí frá
þessum breytingum og við viljum
halda. Við vorum fyrsta vestræna
þjóðin til að undirrita fríversl-
unarsamning við Kína og sitjum
við einnig í Heimskautsráðinu. Við
erum friðsæl þjóð og viljum að sjálf-
sögðu geta leikið okkur fallega með
hinum börnunum í sandkassanum,
en við verðum líka að mynda skýra
afstöðu til að forðast illkynja utan-
aðkomandi áhrif. Ef engin stefna er
nú þegar til staðar af hálfu íslenskra
stjórnvalda til að ávarpa þetta
breytta landslag, þá vona ég inni-
lega að slík stefna sé að minnsta kosti
komin á teikniborðið.
Þrátt fyrir að vera lítil þjóð,
þá erum við Íslendingar
ekki eins stikkfrí frá þessum
breytingum og við viljum
halda.
Á undanförnum mánuðum
höfum við orðið vitni að
því hvað við eigum öflugt
fagfólk á sviði heilbrigðis-
þjónustu og löggæslu.
Hand leiðslu félag Íslands fagnar um þessar mundir 20 ára starfsafmæli. Félag-
ið var stofnað 23. júní árið 2000
og samanstendur af fagfólki sem
hefur aflað sér reynslu og réttinda
til að handleiða einstaklinga og
hópa við þróun starfa sinna. Á vef-
síðu félagsins (handleidsla.is) er að
finna lista yfir þá aðila sem veita
handleiðslu fyrir starfsfólk í heil-
brigðisþjónustu, félagsþjónustu og
skólaþjónustu en jafnframt á öðrum
sviðum atvinnulífsins. Handleiðsla
er þýðingarmikill þáttur í því að
skapa fólki heilbrigð starfsskilyrði.
Þar gefst tækifæri til að ígrunda starf
sitt, hugmyndir, áskoranir og líðan
í starfi í öruggu og óháðu umhverfi
undir handleiðslu sérhæfðs aðila af
sama eða skyldu fagsviði. Ávinn-
ingur sem af handleiðslu hlýst felst
meðal annars í faglegu aðhaldi,
aukinni sjálfsþekkingu, þjálfun í
greinandi hugsun, öflugri fagþróun,
auknu sjálfstæði í starfi og meiri
starfsánægju.
Þær fagstéttir sem starfa á áður-
nefndum sviðum eiga það sam-
eiginlegt að hafa valið sér störf þar
sem stutt er við fólk með einum eða
öðrum hætti. Þótt starfsumhverfi
þeirra kunni að vera ólíkt er þeim
sammerkt að hafa með störfum
sínum bein áhrif á lífsgæði fólks sem
oftar en ekki eru í viðkvæmri stöðu
og jafnvel valdlítið um eigin hag. Því
fylgir ábyrgð sem getur orðið íþyngj-
andi, sérstaklega ef starfsskilyrði
eru erfið, eftirfylgd og samráð lítið
og úrræði takmörkuð. Starfsþreyta
í slíkum aðstæðum er óhjákvæmi-
leg og getur leitt til starfsþrots ef
ekki er brugðist við. Neikvæð starfs-
tengd streita er ekki einkamál þeirra
sem við hana glíma. Hún varðar
almannaheill þegar grant er skoðað
og er fyrst og fremst stofnana- og
stjórnunarvandi sem bregðast þarf
við með öflugum hætti. Hér er því
haldið fram að handleiðsla geti gert
gæfumuninn þegar fagfólk verður
vart við þverrandi starfsgleði og
vinnuþrek. Handleiðslu skyldi þó
ekki síður að sækja í verndandi
skyni þegar allt gengur að óskum og
ætti í raun að vera viðvarandi þáttur
í þróun eigin starfshæfni.
Ekki standa allar þessar fag-
stéttir jafnar að vígi þegar kemur að
Handleiðsla og
starfsheilbrigði
Ævintýraleið
um Norðurland
demantshringurinn.is
Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóð-ernishyggja í Kína“. Greinin
var skrifuð eftir að dómur féll hjá
Alþjóða hafréttadómstólnum sem
sagði að stjórnvöld í Peking höfðu
hvorki lagalegan né sögulegan
grunn fyrir því tilkalli sem þau
gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögu-
deilur Kínverja við nágrannalönd
sín voru þá að hitna þar sem kín-
versk stjórnvöld byrjuðu að reisa
f lotastöðvar og f lugvelli á mann-
gerðum eyjum í kringum þessi
umdeildu svæði.
Kínverska ríkisstjórnin brást
harkalega við ákvörðun dóm-
stólsins og neitaði að viðurkenna
hana. Almenningur í Kína leit
einnig á þessa ákvörðun sem árás á
þjóð sína og upp blómstraði mikil
þjóðernishyggja í borgum lands-
ins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá
voru þáverandi samskipti Kína við
umheiminn frekar jákvæð. Engu að
síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum
á þeirri þróun að sjá stækkandi
heimsveldi neita að virða niður-
stöður alþjóðasamfélagsins.
Á sama tíma gagnrýndi ég Donald
Trump sem þá var nýkjörinn forseti
Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég
benti á var sú að fáfræði þessarar
veruleikastjörnu á alheimsmálefn-
um og samskiptum ríkjanna beggja
myndi á endanum skapa mikla
áhættuklemmu. Sú grein endaði
orðrétt: „Ef Donald Trump kýs að
bregðast við aðgerðum Kínverja
á næstu árum með sömu hvatvísi
og hann hefur brugðist við stór-
stjörnum á Twitter klukkan þrjú að
morgni, þá verður samband þessara
tveggja þjóða óumdeilanlega það
mikilvægasta á 21. öldinni, en engan
veginn eins friðsælt og allir hefðu
vonast eftir.“
Einungis fjögur ár eru liðin síðan
þessar greinar voru birtar og er því
Hið nýja kalda stríð
Kristín
Lilliendahl
aðjunkt við HÍ
og sjálfstætt
starfandi hand-
leiðari
aðgengi að handleiðslu. Sumar eiga
langa hefð fyrir handleiðslusókn á
meðan aðrar hafa haft lítil sem engin
kynni af henni. Það getur skýrst af
mörgum þáttum til dæmis ef hún
hefur ekki verið kynnt til hlítar í
námi viðkomandi fagstétta eða að
hvatinn er jafnan ekki fyrir hendi í
starfsumhverfi þeirra. Handleiðsla
við fagfólk er ekki munaður heldur
ávinningur viðkomandi þjónustu-
stofnana og í raun lykilþáttur í gæða-
þróun þeirra. Samráð við kollega,
teymisvinna og hverskyns jafningja-
stuðningur á vinnustað getur aldr-
ei orðið ígildi faghandleiðslu þrátt
fyrir að vera styðjandi, en hætt er
við að litið sé þannig á ef hand-
leiðsla er stjórnendum framandi
eða að þrengt er rækilega að stofn-
unum fjárhagslega. Í hnotskurn eru
störf þessa fagfólks þess eðlis að það
hlýtur að varða öryggi almennings
að það njóti sjálft faglegs stuðnings
af hæstu gæðum við störf sín. Það
er umhugsunarvert að á tímum
aukinnar áherslu á fagmennsku og
gæði skuli handleiðsla vera jafn van-
ræktur þáttur og raun ber vitni.
Á undanför num mánuðum
höfum við orðið vitni að því hvað
við eigum öf lugt fagfólk á sviði
heilbrigðisþjónustu og löggæslu.
Framganga þessa fólks hefur vakið
verðskuldaða aðdáun. Hún ein-
skorðast þó ekki við þær aðstæður
sem sköpuðust af völdum COVID-
19 heldur endurspeglar hún það
hugarfar og siðferði sem almennt
einkennir fagstéttir sem starfa við
að bæta lífskjör annarra. Hætt er
þó við að góðir eiginleikar gangi til
þurrðar þegar álag verður meira en
getan til að mæta því. Fagfólk er í æ
meira mæli meðvitað um nauðsyn
þess að standa vörð um starfsheil-
brigði sitt og verjast starfsþroti. Um
leið verður kallið hærra eftir öflugri
stuðningi og eftirfylgd. Handleiðsla
er meðal þess sem svarað getur því
kalli. Aðgangur að faghandleiðslu
án íþyngjandi kostnaðar er lykill-
inn að innleiðingu hennar í störf
allra hjálparstétta og þyrfti að vera
innbyggður og tryggður með lög-
bundnum hætti í starfskjörum
þeirra. Ástæða er til að hvetja fag-
félög, stéttarfélög og sveitarfélög
landsins til að beita sér fyrir því að
svo geti orðið, okkur öllum til heilla.
Helgi Steinar
Gunnlaugsson
alþjóðastjórn-
málafræðingur
3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð