Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 6
Allt sem við getum gert er að biðja fólk um að virða leiðbeiningarnar. Michael Boolsen, lögreglustjóri í Þórshöfn í Færeyjum Það jákvæða er að það segjast lang- flestir sækja þjónustu og verslun í miðbæinn. Það er líka mjög áhugavert hvað miðbærinn virkar líka sem ákveðinn hverfiskjarni og fólk sem býr nálægt er líklegra til að sækja þjón- ustu þangað. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og sam- gönguráðs Tekjur Vinnslustöðvar- innar drógust saman um innan við tvö prósent þrátt fyrir að engin loðna hefði verið veidd. n Einkabíl 67,2 n Fótgangandi 16,2 n Strætó 11,2 n Hjólandi 3,4 n Annað 2,0 n Bílastæðahús í nágrenninu 28,3 n Aðliggjandi götur Laugavegar 27,9 n Bílastæði í nágrenninu 24,9 n Við Laugaveg 10,8 n Annað 8,1 Hvaða samgöngur hefur þú notað oftast sl. 12 mánuði þegar þú sækir verslun og þjónustu við Laugaveg? Hvar leggur þú bílnum oftast þegar þú sækir verslun og þjón- ustu við Laugaveg? ✿ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu FÆREYJAR Eftir opnunarathöfn hinnar árlegu Ólafsvöku á þriðju- dagskvöld í Þórshöfn í Færeyjum sagði Michael Boolsen lögreglu- stjóri að Færeyingar virtust hafa metið Ólafsvökuhefðirnar ofar öryggisreglum vegna Covid-19. Að sögn vefsíðu færeyska ríkisút- varpsins vísaði Boolsen þar í ótal brot á tilmælum um fjarlægð milli manna. „Að biðja almenning um að halda Ólafsvökuna hátíðlega á annan hátt en venjulega í ár er dálítið eins og að biðja fólk um að sleppa jólunum,“ er haft eftir lögreglustjóranum. „Lögreglan hefur ekki heimild til að framfylgja fjarlægðarreglunum. Allt sem við getum gert er að biðja fólk um að virða leiðbeiningarnar,“ bætti Boolsen við. Hátíðarhöldin vörðu alla nóttina. Lögreglumenn fóru um og minntu þá sem voru úti við að halda öruggri fjarlægð við daufar undirtekir eins og áður segir. Þá þurftu laganna verðir að fást við marga sem voru drukknir á götum Þórshafnar að sögn færeyska ríkisútvarpsins. Fáeinir pústrar og slagsmál sem brotist hafi út hafi að lokum verið leyst að siðaðra manna hætti. – gar Lögreglustjóri segir Covid-reglur hafa verið hunsaðar á Ólafsvöku Frá Ólafsvökunni sumarið 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/SAR S TJ Ó R N S ÝS L A Kvör tun Félags atvinnurekenda (FA) vegna Íslands- pósts ohf. (ÍSP) hefur verið vísað frá vegna aðildarskorts. Þetta er niðurstaða Úrskurðarnefndar fjar- skipta- og póstmála, sem staðfestir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar (PFS) nr. 1/2020 þar að lútandi. Kvörtun FA laut að gjaldskrá ÍSP fyrir pakkasendingar innan alþjón- ustu, en félagið taldi að um ólög- mæta niðurgreiðslu væri að ræða sem skaðaði samkeppnishagsmuni fjögurra tiltekinna fyrirtækja innan félagsins. Í úrskurði úrskurðarnefndar- innar kemur fram að aðild hags- munasamtaka að slíkum málum sé háð því skilyrði að slík hagsmuna- gæsla samrýmist tilgangi félagsins og að umtalsverður fjöldi félags- manna eigi beina, verulega og lög- varða hagsmuni af úrlausn málsins. „Í ljósi þess að fyrirtæki innan vébanda FA eru um 180 talsins af ýmsum stærðum og gerðum og starfa á mörgum og ólíkum sviðum atvinnulífsins taldi PFS að ekki væri uppfyllt skilyrði um að umtals- verður fjöldi félagsmanna FA ætti beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn kvörtunarmálsins, segir í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar og hefur úrskurðarnefndin nú staðfest þá niðurstöðu. – aá Vísa frá kvörtun um gjaldskrá SJÁVARÚTVEGUR Sala á birgðum af loðnuhrognum var meðal þess sem studdi við stöðugar rekstrartekjur Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum (VSV) milli ára þrátt fyrir brest á loðnuvertíð,“ segir Sigur- geir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri VSV. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um innan við tvö prósent á árinu og námu um 69 milljónum evra á síðasta ári, þrátt fyrir að engin loðna hefði verið veidd á árinu, samanborið við tæplega 20 þúsund tonna loðnuafla árið áður. Hagnaður eftir skatta jókst um 28 prósent og var 8,6 milljónir evra. VSV brást við loðnubresti með breyttri birgðastýringu. Við árslok 2019 námu afurðabirgðir rétt um fimm milljónum evra, samanborið við tíu milljónir árið áður. Sigurgeir Brynjar segir að loðnubresturinn hafi haft þau áhrif að verð á loðnu- hrognum hafi hækkað mikið á heimsmarkaði. Góð birgðastaða VSV á hrognum hafi því komið sér vel. Eitt dóttur- fyrirtækjanna vinnur loðnuhrogn fyrir Japansmarkað sem notar þau fyrst og fremst í sushi, sem er eftir sem áður afar vinsæll réttur þar í landi og jafnvel talinn ómissandi. VSV er ekki eina útgerðarfyrir- tækið sem náði að hagnýta sér snarhækkandi verð á loðnuhrogn- um. Greint var frá því í febrúar að Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefði selt töluvert af loðnuhrognum frá vertíðinni 2018 á síðasta ári. Jókst hagnaður Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hraustlega á síðasta ári og hljóðaði upp á ríf lega tvo milljarða króna eftir skatta, borið saman við 700 milljóna hagnað á árinu 2018. – thg Hrognasala studdi við afkomu Vinnslustöðvarinnar Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. REYKJAVÍK Rúmlega tveir af hverj- um þremur íbúum höfuðborgar- svæðisins sem sóttu verslun og þjónustu við Laugaveg síðastliðna tólf mánuði komu þangað á einka- bíl. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Alls sögðust rúm 84 prósent hafa sótt verslun og þjónustu við Laugaveg undanfarna tólf mánuði. Eins og fyrr segir komu flest þeirra þangað með einkabíl en rúm 16 pró- sent komu oftast fótgangandi, rúm ellefu prósent með strætó og rúm þrjú prósent á hjóli. Hlutfall þeirra sem oftast komu á Laugaveg á einkabíl eykst með hærri aldri, þó með þeirri undan- tekningu að hlutfallið er nokkuð hærra hjá 18-24 ára en hjá 25-44 ára. Þá var nokkur munur á svörum fólks eftir búsetu. Þannig sögðust tæp 57 prósent Reykvíkinga oftast koma með einkabíl, tæpur fjórð- ungur oftast fótgangandi, rúm ell- efu prósent með strætó og um fimm prósent á hjóli. „Það jákvæða er að það segjast langflestir sækja þjónustu og versl- un í miðbæinn. Það er líka mjög áhugavert hvað miðbærinn virkar líka sem ákveðinn hverfiskjarni og fólk sem býr nálægt er líklegra til að sækja þjónustu þangað,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Hlutfall þeirra sem koma oftast á bíl var á bilinu 81 til 94 prósent í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og hjá íbúum lands- byggðarinnar. Einnig var nokkur munur á ferða- venjum fólks eftir menntun. Þann- ig nota áberandi færri einstaklingar sem lokið hafa háskólamenntun einkabíl þegar þeir sækja verslun og þjónustu á Laugaveg en aðrir hópar. Þeir sem oftast nota einkabíl voru einnig spurðir að því hvar þeir legðu bílnum oftast. Rúm 28 prósent not- ast við bílastæðahús í nágrenninu, tæp 28 prósent leggja við aðliggj- andi götur, um fjórðungur í bíla- stæðum í nágrenninu en tæp ellefu prósent leggja við Laugaveg. Sigurborg segir þær niðurstöður nokkuð rökréttar. „Það eru svo fá bílastæði á Laugaveginum sjálfum og því eðlilegt að langf lestir leggi annars staðar. Í heildarsamhenginu skiptir aðgengi mestu máli. Þá eru það ekki endilega stæðin sem eru fimm metra frá verslunardyrunum sem skipta máli.“ Sigurborg bendir líka á að það sé í raun komin verslun og þjónusta í f lestar hliðargötur, Hverfisgötu og aðrar nálægar götur. „Þannig að fólk er ekki einhliða að sækja þjónustu á Laugaveginn heldur í miðbæinn.“ Konur eru líklegri en karlar til að nota bílastæðahúsin og hið sama gildir um tekjuhærri hópa sem nota húsin meira en tekjulægri hópar. Þá er fólk á aldrinum 24-54 ára mun líklegra til að nota bílastæðahúsin heldur en yngri og eldri hópar. Síðastliðinn vetur var samþykkt að gera hluta Laugavegar, Skóla- vörðustígs og Vegamótastígs að var- anlegum göngugötum. Til stendur að útvíkka svæðið í áföngum þann- ig að allur Laugavegur að Hlemmi verði varanleg göngugata. Könnunin sem var send á könn- unarhóp Zenter var framkvæmd 16. til 28. júlí. Í úrtaki voru 2.600 manns 18 ára og eldri en svarhlut- fall var rúm 55 prósent. Gögnin voru greind eftir kyni, aldri og búsetu. sighvatur@frettabladid.is Flestir nota einkabílinn til að sækja þjónustu á Laugaveginn Um tveir þriðju þeirra höfuðborgarbúa sem sækja verslun og þjónustu á Laugaveginn nota einkabíl til að komast þangað. Fáir leggja þó á Laugaveginum. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir jákvætt hversu margir sæki þjónustu á Laugaveg en um 85 prósent höfuðborgarbúa hafa gert það undanfarið ár. SJÁVARÚTVEGUR Mun minna er af makríl í íslenskri lögsögu heldur en undanfarin ár. Þetta sýna bráða- birgðaniðurstöður árlegs sumar- leiðangurs í Norðurhöfum sem hófst í byrjun júlí og rannsókna- skipið Árni Friðriksson tók þátt í. Í tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun segir að einnig hafi mælst minna af kolmunna samanborið við fyrri ár en svipað magn af síld. Alls tóku sex skip frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi þátt í leiðangr- inum og verða gögn frá þeim tekin saman og greind í ágústmánuði. Auk rannsókna á uppsjávarvist- kerfinu voru tekin sýni úr mið- sjávarlögum fyrir tvö alþjóðleg rannsóknarverkefni sem Hafrann- sóknastofnun er aðili að. – sar Minna af makríl Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Sigurður VE er eitt skipa Vinnslustöðvarinnar. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON 3 0 . J Ú L Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.