Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Þegar ég horfi til baka þá erum við átta úr mínum bekk í Breiðholtsskóla með doktorspróf. Við sem héldum að við værum svo miklar lummur og vorum alltaf með minnimáttar- kennd. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Eygerður Bjarnadóttir lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 2. ágúst. Þorsteinn Geirsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Örn Geirsson Steinunn Hreinsdóttir Kristín Sigríður Geirsdóttir Ársæll Þorleifsson barnabörn og barnabarnabörn. Hér eru mín náttúru-legu heimkynni. Ég er Borgfirðingur að hluta og var alltaf í sveit á Húsafelli sem stelpa, hjá föðursystur minni, Sigrúnu Berg- þórsdóttur,“ segir Margrét. „Ég skildi eftir 30 ára hjónaband 2015 en svo endurfæddist ég og kynnt- ist nýjum manni, Hálfdáni Sveins- syni, sem á Hótel Siglunes. Hann á rætur í Borgarfirðinum eins og ég og f lytur hingað en ætlar að reka hótelið áfram enda hefur það notið mikilla vinsælda, meðal annars marokkóski veitingastaðurinn þar,“ segir hún og bætir við: „Við Hálfdán eigum fimm börn saman- lagt, öll uppkomin. Foreldrar mínir eru fallnir frá og tengdaforeldrarnir eldhressir, þannig að við erum ekki bundin af neinu.“ Margrét á að baki átta ár við kennslu í HÍ og önnur átta við HR. Stofnaði svo fyrirtækið Mundo, menningar- og menntaferðaskrif- stofu sem einbeitir sér að innihalds- ríkum ferðum. „En það eru engir að ferðast í kófinu og ég vil gæta var- kárni, set því ekki ferðir í sölu sem ég veit ekki hvort getur orðið af, heldur bíð þetta af mér og er með frábæran framkvæmdastjóra, Unu Helgu Jónsdóttur.“ Yfir helmingsfjölgun í MA-nám Þar sem Margrét var ráðin að Háskólanum á Bifröst í upphafi árs kveðst hún hafa náð ágætlega að laga sig að hlutverkinu á Bifröst. „Ég hef verið í góðu og hlýju fóstri hjá Vilhjálmi Egilssyni sem er gott, þá upplifir starfsfólk engar 90 gráðu beygjur. Hér er fjarkennslunám með staðarlotum svo það breytir engu hvort það er COVID eða ekki. Nú þegar við erum að fara inn í haustið vitum við hvað við eigum að gera og hvernig á að gera það vel. Hún segir engan píndan í fjar- kennslu heldur vilji allir sem eru á Bifröst vera í henni. „COVID-tíma- bilið hefur verið mikil viðurkenn- ing á fjarnámi. Aðsókn hefur aldrei verið jafngóð að skólanum vegna þess að fólk veit að hér er hægt að treysta á fjarnámið. Það er 55 pró- sent fjölgun í meistaranámið á Bif- röst milli ára, við erum að fá þar inn góða nemendur, líka í BA-námið og Háskólagáttina. Bifröst hefur skap- að sér mikla sérstöðu og almenning- ur áttað sig á að gott fjarnám er frá- bært. Nemendur eru í fyrirlestrum heima hjá sér en koma svo í vinnu- lotur til okkar, þannig er þetta líka nám með persónulegri tengingu. En við getum stýrt umferðinni og gætt fyllsta sóttvarnaöryggis.“ Íslenska fyrir erlenda íbúa Margrét kveðst vera með hersveit af frábærum fræðimönnum við kennslu sem kunni á tæknina og geti því einbeitt sér að hugmynda- fræðinni og einnig sett nemendur í hópavinnu á netinu. Í Háskóla- gáttinni ætlar hún að bjóða upp á fjarnám í íslensku fyrir erlenda íbúa á Íslandi. „15 prósent þeirra sem búa hér hafa ekki íslensku að móðurmáli og ef við viljum að þeir tali íslensku verðum við líka að skapa aðstæður til þess. Margt fólk er í vaktavinnu og hentar því fjarnám vel.“ Hún vill líka fjölga íbúum á Bif- röst. „Hér er ódýrt húsnæði, frá- bærir skólar og leikskólar þannig að þetta er aðlaðandi staður fyrir fólk sem vill lifa einföldu og vernduðu lífi. Nú er svo margt að breytast og margir vinna utan veggja vinnu- staða. Samkvæmt fréttum hefur tímaritið NewsWeek aldrei gengið betur þó enginn hafi unnið í höfuð- stöðvum þess heldur úti í bæ svo mánuðum skiptir. Við verðum samt öll að fá þessa persónulegu speglun og næringu sem fylgir því að fá að vinna í hópum öðru hvoru. Íbú- akjarninn á Bifröst mun styrkjast.“ Breiðholtsvillingur Spurð um áhugamálin segir Mar- grét vinnuna alltaf hafa verið sitt helsta áhugamál. Ég gaf út spænsk- íslensku, íslensk-spænsku orða- bækurnar því ég hafði brennandi áhuga á því. Ég fór Jakobsveginn fimmtán sinnum og fannst alltaf jafn skemmtilegt því hver hópur upplifir það á sinn máta og vald- ef list. Bifröst er núna að taka yfir hug minn allan. Þetta er svo frábær menntastofnun. Ég er sjálf úr Breið- holtinu og við sem vorum alin þar upp þurftum alltaf að sanna okkur þrefalt á við alla hina, af því við vorum Breiðholtsvillingar. Þegar ég horfi til baka þá erum við átta úr mínum bekk í Breiðholtsskóla með doktorspróf. Við sem héldum að við værum svo miklar lummur og vorum alltaf með minnimáttar- kennd. Ég er svolítið að upplifa það að fólkið hér á Bifröst veit ekki hvað skólinn er góður, þetta er miklu betri háskóli en margir halda. Hér hefur verið unnið af mikilli natni og fagmennsku og árangurinn er eftir því.“ gun@frettabladid.is Fólk áttar sig á hversu gott fjarnám er Margrét Jónsdóttir Njarðvík er sest að á Bifröst í Borgarfirði sem rektor háskólans sem metaðsókn er að í ár. Hún kveðst hafa alist upp í Breiðholtinu og eiga það sameiginlegt með öðrum þaðan að finnast hún þurfa að sanna sig þrefalt á við alla hina. Margrét kveðst hafa verið í góðu og hlýju fóstri á Bifröst frá því um síðustu áramót hjá forvera sínum Vilhjálmi Egilssyni. MYND/JAMES BECKER Gerald Ford (1913-2006) tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þennan mánaðardag árið 1974, eftir að Richard Nixon hafði neyðst til að segja af sér í kjölfar Watergate- hneykslisins. Ford hafði verið varaforseti Banda- ríkjanna í forsetatíð Nixons og gegndi síðan embætti forseta fyrir repúblik- ana til ársins 1977, þegar hann tapaði í kosningum fyrir demókratanum Jimmy Carter. Ford var umdeildur forseti. Hann var meðal annars gagnrýndur fyrir að veita Nixon sakaruppgjöf og einnig fyrir þá sök að bandaríski herinn skyldi hörfa frá Víetnam í forsetatíð hans. Þ E T TA G E R Ð I S T: 6 . ÁG Ú S T 1974 Ford verður forseti Bandaríkjanna 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.