Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 11
Á Ströndum er aragrúi spennandi fjallstinda sem margir bera óvenjuleg nöfn eins og Glyssa, Örkin, Bursta fjall og Pottfjall. Nafngiftin á hæsta fjalli Stranda, Lambatindur (854 m), er ekki jafn frumleg og varla lýsandi fyrir tind sem helst minnir á risapíramída, sérstaklega séður frá Gjögri og Veiðileysufirði. Það er aðeins suðaust- urhliðin sem ekki er snarbrött og gengur frá henni hryggur sem hægt er að þræða upp á tindinn. Síðasti hluti göngunnar er töluvert klöngur og Lamba tindur því alls ekkert lamb að leika sér við. Vant göngu- fólk ætti þó að ráða við þessa dagslöngu göngu og á sumrin þarf ekki jöklabúnað. Lagt er til atlögu úr Veiðileysufirði en þangað er 65 kílómetra keyrsla frá Hólmavík. Bílum er lagt austan megin Seljaár og síðan gengið með fram ánni suður Seljadal. Í Seljá eru fallegir fossar sem gaman er að skoða, en innar tekur grjót við af gróðri. Er þá sveigt til austurs inn svokallaðan Þverdal fyrir suðurhlíðar Lambatinds. Í botni hans eru stöllóttar brekkur sem leiða upp á fjallið Skræling og er gengið af honum eftir áður- nefndum hrygg, upp á Lambatind. Oft eru skaflar efst sem auðvelda gönguna en annars er undirlagið bæði stórgrýtt og laust í sér. Af tindinum sést ofan í nálæga jökulskorna dali, en einnig sést vel í Reykjafjarðarkamb vestur af Gjögri, Drangajökul og jafnvel Hornbjarg. Í austur blasa síðan Kaldbakshorn og Húnaflói við. Þarna hefði sennilega verið stúkusæti yfir Flóabardaga sem háður var 25. júní árið 1244. Þar börðust Sturlungurinn Þórður kakali Sighvatsson með vestfirskan liðsafnað og sex hundruð Ásbirningar, undir stjórn Kolbeins unga Arnórssonar, sem var þrefalt fjölmennari her en Þórðar. Þrátt fyrir liðs- muninn tókst Þórði kakala að verjast ofureflinu framan af, en valdi síðan að flýja á land á Ströndum. Tókst Kolbeini unga ekki að ná í skottið á Þórði en fór í staðinn ránshendi um Strandir. Kolbeinn lést ári síðar og stuttu síðar náði Þórður kakali fram hefndum og sigraði Ásbirninga í einum mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar, á Dalsáreyrum í Skagafirði. Að lokinni upprifjun á Flóabardaga er haldið niður sömu leið, en í Norðurfirði bíður heit Krossneslaug í f læðarmálinu. Fjallalamb á Ströndum Lambatindur er með fallegri tindum landsins, enda píramídalaga. Í forgrunni sjást Seljadalur og Þverdalur en í baksýn Húnaflói. MYNDIR/TG Af Lambatindi er gríðarlegt útsýni en víða blasa snar- brattir kletta- veggir við. Lambatindur séður úr Seljadal en í Seljá er fjöldi fallegra fossa. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.